Sunnudagsblaðið - 03.04.1960, Side 2

Sunnudagsblaðið - 03.04.1960, Side 2
,sem var brennd ÞEGAR skáldsaga hinnar ungu frönsku skáldkonu, Christiane Rocheforts, „Le repos du guereier" (Hvíld her- mannsins) kom út í Frakk- landi fyrir nokkru, varpaði hún skugga á nýjustu bók Francois Sagan. Sumir tóku jafnvel svo djúpt í árina, að þeir sögðu að bók Sagan væri eins og skólastíll í saman- burði við sögu Rocheforts. Saga hennar var talin hneyksli frá upphafi til enda. Efni hennar er ósköp einfalt — líf manns og konu, þar sem hún tærist upp af þjáningu, en hann af alkóhóli. Það var heldur ekki efnið, sem olli hneykslan, heldur meðferð þess. Christiane Rocheforts skrifar svo skýrt og raunsætt, að lesendum verður hverft við. En það kom í ljós, að bók- in er arinað og meira en hneyksli og góður söluvar -- ingur, þegar vikublaðið ,-T Express“, veitti' skáldkonu’ i hin eftirsóttu verðlaun „F s La Nouvelle 'Vague“. Ve - laun þessi eru veitt ung- 1 rithöfundum, sem talið er í hafi samið eitthvað verul * frumlegt, eitthvað lífvænlr . Verðlaunin hafa ekki aðeir í för með sér heiður og fé l handa höfundinum, hel ~ eykst salan á verðlauna! c hans um meira en helminr Danskur blaðamaður F i fyrir skemmstu ChristL ? Rocheforts í París og átt.i i hana viðtal. Glefsur úr j. í fara hér á eftir: „Á Place de Ternes beif * í meira en hálftíma, án þ ; að koma auga á nokkurn, s \ kom heim við lýsingu ung' i Rochefort á sjálfri sér. F i hefur lýst sjálfri sér þanr : Framh. á bJs. Kðffisopinn indæll er... ÞEIR sem sitja yfir kaffi- bolla, er þeir líta í þessar línur, hefðu kannski gaman af að vita dálítið um þennan ágæta og vinsæla drykk. Kaffirunninn vex villtur x Austur-Afríku, en er rækt- aður víða um heim. Rauð ber hans eru þurrkuð, brennd og möluð, eins og kunnugt er, en síðan er vatni hellt yfir kaffið til þess að . fá fram hið hressandi og ilm . ríka efni, sem er f kaffi- baununum. Efnin- í brawwhi-3" kaffi eru þessi: 0,7—2 pct. koffein, 4 pct klórógensýra, 15 pct fituefni, 15 pct eggja- hvítuefni, 3 pct sykurteg- undir, 4 pct aska og lítill hluti af „æterískum olíum“ sem veldur ilm kaffisins. Þetta er ekki svo lítið, sem maður svolgrar ofan í sig, ef maður hugsar um það nánar, en hvað sem því líð- ur hefur eiturefnið koffein hressandi og upplífgandi á- hrif. Það eyðir þreytu. Það er varla mögulegt, að menn verði algjörlega forfallnir kaffineytendur, eins og til dæmis brennur við, þegar morfín og slík eiturefni eru annars vegar. Það er líka talið mjög ósennilegt, að nokkrir bollar af kaffi á dag hafi eyðileggjandi áhrif á líffærin. / Samt sem áður líður mörgum undarlega og óþægi lega, ef þeir fá ekki sitt kaffi eins og þeir eru vanir. Sama er að segja um te — ævagamlan austurlenzkan drykk, sem einnig inniheld- ur koffein, 3,5—4 pct. Auk .i blöðum terunn- a«£dS-*iá$; pct af gervisýru, 4 pct kolefni, 6'þulT aMWU'g 10 pct sellulósi. Því sterkara, sem menn laga sitt kaffi eða te, því meira eitur er í drykknum. í mörg ár hafa menn álitið, að koff- ein væri hættulegt fyrir hjartað, en læknarnir álíta nú, að það sé ekkert sem heitið geti. Það er óhætt að fullyrða, að kaffi og te sé ekki sérlega skaðlegt, enda þótt læknar, við suma sjúk- dóma, til dæmis magasár, banni sjúklingum að drekka þessa drykki. Mest eru áhrif drykkj- anna á taugakerfið. Menn verða hressir og endurnærð- ir eftir að hafa drukkið nokkra bolla af kaffi eða te og það orsakast mestmegnis af örvandi áhrifum koffeins- ins á ákveðna ganga í heila- berkinum. Prófessor War- burg segir um áhrif kaffis- ins: „Það léttir mönnum á- hyggjur, og gerir menn mál- ugri, eykur hugsanatengsl og ímyndunarafl. Koffeinið kemur mönnum sömuleiðis í þægilega stemningu. Ann- ars eru áhrif þess mjög mis- jöfn, eftir því hvernig menn eru gerðir. Til eru þeir, sem þamba kaffi þindarlaust, en verða aldrei varir við nein af ofangreindum áhrifum“. Einn bolli af kaffi eða tei inniheldur 5—8 sentígrömm af koffein, en venjulega er reiknað með, að á að. gizka 10 sentígrömm þurfi til þess að áhrifanna gæti. Og þá ér bezt að taka það fram undir lokin, að þeir, sem drekka óhemjumikið ,af kaffi, geta fengið öðru hverju tíðan hjartslátt, svita og svo fram vegis, — með öðrum orðum, kaffieitrun. Rithöfundurinn Balzac dó, eins og kunnugt er, úr kaffieitrun. En hvað um það. „Kaffi- sopinn indæll er, éykur fjör og skapið kætir...“ £ Sunnudagsbíaðið

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.