Sunnudagsblaðið - 03.04.1960, Síða 3

Sunnudagsblaðið - 03.04.1960, Síða 3
7. NÓVEMBER 1944. Sviðið er garður í Sugamo-fangels- inu í Tokio. Það heyrist skip- un og flokkur hermanna kem- úr í fylkingu með tvo fanga. Þeir fara með þá að tveimur gálgum. Tveir dauðadæmdir njósnarar skulu hengjast. Og þar með ætti að vera á énda sagan um djarfasta njósn ara, sem um getur. Hann hlaut hin sígildu örlög njósn- ára og það er sagt, að Richard Sorge. hafi tekið dauða sínum rneð karlmennsku. En var það í rauninni hann, sem var tekinn af lífi? Það er ekki vitað, því að Richard Sorge var — eða er ■— ein stærsta ráðgáta heims- Styrjaldarinnar síðari, og ár- angurinn af njósnum hans hafði sögulegt gildi. Hann var fremsti njósnari Stalins í Jap- an, en hann njósnaði ekki fyrst og fremst hjá Japönum, heldur einnig hjá Þjóðverj- um. Og þeir sem þekkja til sambandsins milli leyniþjón- ustu Japana og leyniþjónustu rússneska hersins, halda því fram, að það hafi ekki verið Sorge, sem var leiddur að gálg anum umræddan nóvember- dag 1944. Þeir halda því fram, að Rússar hafi keypt Sorge lausan og hann vinni ef til vili enn þann dag í dag í rúss- nesku leyniþjónustunni. Við skulum hverfa aftur til haustsins 1941. Eftir einum ai strandvegunum, sem liggja frá Tdkio, kemur bifreið brun andi. Maður stingur hendinni út um gluggann og blaða- bunki feykist burt. Þetta er þýzki fréttaritar- inn dr. Richard Sorge, starfs- maður við hið virta þýzka blað, „Frankfurter Zeitung", — er lætur blaðabunka feykj- ast út um glugga bifreiðarinn- ar. Við hlið hans situr fögur japönsk dansmær, Kiyomi — ef til vill einu og örlagarík- ustu mistök Sorge. Kiyomi er án þess að Sorge viti það njósnari fyrir jap- Önsku leyniþjónustuna. Út við ströndina á Richard Sorge kofa og hann biður Ki- yomi að laga dálítinn mat, meðan hann skreppi spölkorn í burtu. Hann siglir á árabáti til fiskiskips, sem bíður hans. Dm borð í fiskiskipinu eru öflug senditæki, sem ná alla ieið til Sovétríkjanna. Skilaboð sín afhendir hann Max Klausen, útvarpsvirkja, sem er meðlimur í njósna- hring hans, og að því bi'mu HVER rær hann aftur til lands, án þess að hafa hugmynd um, að Kiyomi hefur í millitíðinni haft samband við yfirboðara sína og sagt þeim, hvar Sorge fleygði blaðabunkanum á leið inni. í dögun er barið að dyrum. Sorge fer til dyra og inn geng- ur forstöðumaður leyniþión- ustu japanska hersins, sem annars var vel kunnugur Sorge. Án þess að segja orð, rétti Osaki ofursti honum blað. Það var límt saman í miðju, en textann mátti lesa greinilega. —■ Loftárás japanskra flug- vélamóðurskipa á flota Banda ríkjamanna Pearl Harbour sennilega í dögun 6. nóvem- ber. Heimild áreiðanleg. Undirskrift var ,,Joe“. Dr. Richard Sorge kom til Tokio í september 1933 og var tekinn til fanga í október 1941. Á þessum átta árum veitti þessi djarfi þýzki frétta ritari Rússum upplýsingar, sem — að því er sérfræðingur hefur sagt — voru þeim meira virði en tíu 12 000 manna her- deildir. Njósnir hans voru vísinda- lega skipulagðar og hann hafði góð sambönd allt upp í keisarahöllina og í fjölmörg- um ráðuneytum. Jafnvel með- al hinna keisaralegu japönsku hershöfðingja hafði hann sín sambönd, og hann var bezti vinur þýzka ambassadorsins og hafði oft aðgang að leyni- legum þýzkum skjölum frá Berlín. ‘Vikulega sendi hann áreið- anlegar upplýsingar og hann sagði fyrir um þýzku árásina á Rússland svo til nákvæm- lega. Það var einnig hann, sem komst að því, að Japanir hefðu ekki nein áform um að ráðast á Rússland. Þeir höfðu önnur áform í huga og í krafti þessara upplýsinga gátu Rúss- ar kallað heim hinn mikla liðs afla sinn og beitt honum til varnar gegn Þjóðverjum. Stalin á að hafa sagt síðar, að tekizt hafi að verja Moskvu vegna upplýsinganna, sem hann fékk á réttum tíma frá sínum trygga samstarfsmanni í Japan, Richard Sorge. Hver var hann — eða er — þessi Richard Sorge og hvern- ig varð hann njósnari? Hann trúði vini sínum eitt sinn fyrir því, að ef hann hefði lifað við friðsamlegar þjóðfélagslegar aðstæður, VAR hefði hann orðið háskólakenn- ari en ekki njósnari. Hann er nú 65 ára, ef hann er á lífi, fæddist í Baku og átti rússneska móður, en þýzk an föður. Hann ólst upp í Þýzkalandi í heimstyrjöldinni fyrri. Hann var sjálfboðaliði í stríðinu, en eftir stríðið kynnt ist hann marxismanum. í Kiel gekk hann í lið með bylting- arsinnum og 1920 varð hann doktor í hagfræði. En fyrst í kringum 1930 byrjaði hann að vinna gagngert fyrir rúss- nesku leyniþjónustuna. Hann var í Moskvu 1933 og þar tók hann við skipun um hina nýju stöðu sýna í Japan. Á yfir- borðinu var hann fréttaritari fyrir þýzka blaðið „Frankfurt- er Zeitung“, en í rauninni sendi hann Rússum margar og mikilvægar upplýsingar, eins og fyrr er sagt. t Sorge byi jaði að skipu- leggja njósnarstarf sitt í To- kio. Hann gaf sér góðan tíma og fór sér hægt til þess að vekja ekki grunsemdir. Hann hafði tvo hjálparmenn sér til aðstoðar, Júgóslavann Vou- kelitch, sem einnig var frétta- ritari á yfirboiðinu, og hinn dugmikla japanska listmálara, Miyagi. Saman unnu beir eitt- hvert mesta njósnastarf, sem sögur fara af. í gegnum diplómatafrú, er Sorge þekkti frá fornu fari, komst hann í náin kvnni við þýzka sendiiáðið. Þar varð hann hin mesta hjálparhella vegna þekkingar sinnar á Austurlöndum og kunnáttu í japanskri tungu. Hann varð brátt trúnaðar- og heimilis- vinur ambassadorsins, von Otts, og þetta gekk svo langt, að Sorge var meira að segja hafður með í ráðum á leyni- legum fundum í sendiráðinu. Miyagi hafði byggt upp njósn aranet í vopnaverksmiðjun- um, Voukelitch var innsti konpur í búri í franska sendi- ráðinu og fjórði maður var náinn vinur háttsettra Japana við hirðina. í október 1941 áleit Sorge, að leiðangri hans í Japan væri lokið — og hann hafði; bcðið um ný verkefni frá Moskvu. Kannski var það af því, að hann hafði grun um, að japanska leyniþjónustan hefði auga með honum? 18. október 1941 var Sorge handtekinn. eins op sagt var frá hér að framan. Sönnunar- gögnin lágu Ijóst fyrir. Það er sagt, ,að Sorge hafi ypnt öxl- um. þegar hann hlýddi á dauðadóm sinn. í þýzka sendi ráðinu varð sem vonlegt er upni fótu- oa fit vegna allra þeirra upplýsinga, sem Sorge Framliald á 9. síðu. Sunnudagsblaðið 3

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.