Sunnudagsblaðið - 03.04.1960, Síða 4
ÁRIÐ 1899 voi'u gefin út í
Denver í Kolorado eftirfar-
andi fjögur dagblöð: „Repu-
bliean“, „Denver Times“,
„Denver Post“ og „Rocky
Mountain“. Eitt drungalegt
laugardagskvöld hafði hvert
þessara blaða sent blaðamann
til þess að athuga, hvað væri
að gerast á hótelunum í neðsta
hluta 17. götu og á járnbraut-
a.stöðinni.
Af hendingu komu blaða-
mennirnir fjórir, A1 Stevens,
Jack Tournay, John Lewis og
Hal Wilshire, nærri samtímis
á járnbrautarstöðina. Þeir
fóru strax að barma sér hvor
við annan yfir þessu aumlega
ástandi. Það var ekkerf að
gei'ast og þá vantaði góða frétt
í sunnudagsblaðið. Eftir
nokkra hríð sagði Stevens
skyndilega:
— Mér er sanaa hvað bið
ætlið að gera, en ég er ákveð-
inn í að finna upp á einhverju.
Hvað sem öðru líður, þá fer
ég ekki niður á ritstjóm í
kvöld, fyrr en ég hef krækt
í stórfrétt, hvernig sem ég fer
að því.
Og hann bætti við:
— Þið skuluð ekki vera
hræddir um, að það verði nein
um til meins. Þið þurfið ekki
að vera svona íbyggnir og á-
hyggjufullir þess vegna.
Hmir þrír báðu hann að
leysa frá skjóðunni og segja
frá áformi sínu, og Stevens
var fús til þess.
Þeir fóru allir fjórir inn á
Oxford-hótelið í 17. götu og
pöntuðu hver um sig glas af
bjór. Klukkan var að verða
tíu. Lewis, sem gekk undir
nafninu ,,Kóngurinn“ af því
að hann var svo stór og stæði-
legur og gekk með voldug
spangargleraugu, beygði sig
fram og sagði við félaga sína.
— Hvers vegna erum við
alltaf að pukra þetta hver í
sínu lagi og Ijúga upp smá-
fréttum, sem ekkert bragð er
að? Ef við leggjurn allir sam-
an, hlýtur andinn að koma
yfir okkur og við búum til
eina allsheijarstórfrétt!
Svo byrjuðu þeir að ræða
málið fram og aftur og að
lokum urðu þeir ásáttir um
eftirfarandi sögu: Hópur af
verkfræðingum frá fyrirtæki
í Wall Street var staddur
augnablik í Denver á ferð
sinni til Kína. Þeir höfðu feng
ið það verkefni í hendur að
rannsaka hvernig hægt væri
að brjóta niður kínverska
múrinn með sem minnstum
kostnaði. Fyrirtæki þeirra
hafði haft samband við stjórn
arvöidin í Kína, sem höfðu
ákveðið að rífa niður hinn
ævagamla múr sem tákn hins
góða vilja Kína til þess að
opna landið fyrir verzlun við
önnur lönd.
Klukkan var þegar orðin
ellefu og blaðamennirnir urðu
að hafa hraðan á. Þeir fengú
sér einn bjór í viðbót.
Næsta skref var að skrifa
,,verkfræðingana“ inn á hótel,
svo að hægt væri „að eiga við-
tal við þá“. Blaðamennirnir
héldu því til hins nýtízkulega
Windsor-hótels og skrifuðu
sig allir inn undir fölskum
nöfnum eftir að hafa tryggt
sér þagmælsku næturvarðar-
ins. Næturvörðurinn lofaði,
að ef einhver myndi spyrja
einhvers morguninn eftir, þá
myndi hann svara því til, að
„gestimir“ hefðu ekki talað
neitt við hann, en hins vegar
hefðu þeir rætt við nokkra
blaðamenn, og ennfremur að
þeir hefðu haldið áfram för
sinni til Kína eldsnemma um
morguninn.
Sagcm um eyðiieggingu kínverska múrsins barst úf um beim
'1$
4 SuniuidagsbSaðið
Ef gestabækur Windsor-
hótelsins eru enn þá til, þá
er hægt að finna þar hin
fölsku nöfn blaðamannanna.
Að þessu loknu fóru blaða-
mennirnir aftur yfir á Oxford-
hótelið og fengu sér eitt glas
af bjór f viðbót. Hér játuðu
þeir munnlega leynilegan sátt
mála, þar sem þeir skuld-
bundu sig til þess að hvika
ekki frá hinni upplognu sögu
og þegja ævilangt Um upp-
runa hennar.
Næsta morgun var stórletr-
uð fyrirsögn yfir þvera síðu í
„Rocky Mountain News“, er.
hljóðaði svo: VERÐUR KÍN-
VERSKI MÚRINN RIFINN
NIÐUR?
Fyrirsagnirnar í hinum blöð
unum voru svipaðar. „Denver
Post“ prentaði sína í rauðum
lit.
Þremur vikum síðar heim-
sótti Lewis Wilshire og
sýndi honum eintak af stóru
suður-amerísku dagblaði.
Blaðið hafði nýjar fréttir að
færa af kínverska múrnum,
fréttir, sem staðfestu söguna
þeirra góðu. Blaðið birti stóra
mynd af kínverska múrnum,
en ekki nóg með það. Það
hafði átt viðtal við kínversk-
an mandarína, sem var stadd-
ur í New York og staðfesti
fréttina!
Sagan um eyðileggingu kín-
verska múrsins breiddist út
og var loks símuð yfir hafið,
án nánari rannsóknar og eft-
irgrennslan. Þegar hún- barst
til Kína varð kurr mikill með-
al hinna svokölluðu „Boxa“,
sem gerði það að verkum, að
blóðug uppreisn brauzt út.
Andrúmsloftið í Kína á
þessum tíma var mjög eld-
fimt. Rússland hafði aflað sér
réttar til að lengja síberísku
brautina gegnum Manchuríu.
Þeir höfðu- þegar tryggt sér
Port Arthur. Englendingar
bentu á fordæmi keppinaut-
arins og heimtuðu og fengu
Weihaiwei og gátu með því
skákað Rússum. Þýzkaland
hafði þegar slegið eign sinni
á Kiautschou og Frakkar voru
byrjaðir að hernema Indó-
kína. Það leit út fyrir að Kína
væri dærnt til sundrungar.
í Kína hafði á meðan verið
stofnaður leynilegur sértrúar-
flokkur. Þeir höfðu það að
takmarki að reka útlendinga
úr landinu. í fyrstunni gerði
þessi hreyfing lítinn skaða, en
þegar þeir lásu í blöðunum
um áform Ameríkana um að
rífa niður kínverska múrinn,
urðu þeir svo reiðir, að þeir
gerðu uppreisn. Trúboðar og
aðrir vestrænir menn voru
myrtir hundruðum saman og
sendiherrar erlendra ríkja í
Peking teknir höndum. Ku-
ang-su keisari og keisara-
drottning hans flýðu.
Skelfingin breiddist út. 12
þúsund brezkir, franskir, rúss
neskir, japanskir og amerískir
hermenn héldu til Peking. Að
lokum var höfuðstaðurinn tek
inn og íbúunum bjargað. Upp-
reisnin stóð ekki lengi, en
blóðbaðið var hræðilegt.
Mörg ár liðu. Henry W.
Framh. á bls. 8.