Sunnudagsblaðið - 03.04.1960, Side 8
VEIZTU?
1. Hvaða ár var sáttmáli
Sameinuðu þjóðanna hátíð-
lega undirskrifaður?
2. Hvað er Vatíkanið stórt
að ummáli?
3. í hvaða landi er bærinn
Rimini?
4. Eftir hvern er skáldsag
an: „Húsið í hvamminum“?
5. Hverjar eru tvær
stærstu borgir Bandaríkj-
anna?
6. Hver samdi leikritið
„Þeir koma í haust“?
7. Hvers konar dýr er
Tóki?
8. Hver hefur ort þetta:
Og upp úr regninu rí^
hin unga borg
rjóð og tær, eins og ný-
stigin upp af baði.
Og sólin brosir á sínu
himneska hlaði
og horfir með velþóknun
yfir stræti og torg.
9. Hvað og hvar er Takla
Makan?
10. Hver var Asoka?
Svörin eru að finna ann-
ars staðar í Pokahominu.
★
RITSTJÓRI eins af Lundúna
stórblöðunum fékk fyrir
nokkru eftirfarandi bréf frá
Skotlandi:
„Herra ritstjóri. Ef þér
hættið ekki að birta fárán-
legar skrýtlur um nízka
Skota, þá hætti ég að fá
blaðið yðar lánað.
ORÐUNA veitum við að
þessu sinni manninum, sem
Velvakandi segir, að hafi
keypt tylft af ginflöskum,
þegar fréttist að áfengi
mundi hækka. S.oan leið og
beið, og þcgar hinn lang-
þráði dagar rann upp, var
manngarmurinn búinn að
bíða svo lengi eííir því að
geta drukkið ódýrt og spar-
að, að birgðirnar voru þrotn-
ar!
ÞEIM, SEM hafa stór
eyru og þjást af því, ætti að
vera huggun í eftirfarandi
línum:
Japanskur embættismað-
ur, Fusakichi Igarashi í bæn
um Isekazi, heldur því fram,
að því stærri eyru sem menn
hafi, því langlífari verði
þeir. Hann bendir á, að 19
manns í bænum hans séu all
ir komnir yfir nírætt og hafi
allir óvenjulega stór eyru,
sem standi beint út í loft-
ið.
— Ég er ekki læknir og
get þess vegna ekki gefið
neina vísindalega skýringu
á þessu, segir Igarashi. —
En það er enginn vafa á því,
bætir hann við: Stór eyru
tákna langlífi.
FRÚ NOKKUR, sem bjó á
þriðju hæð í húsi í Miinchen,
þurfti að dusta brækur
manns síns. Hún gekk að
eldhúsglugganum, sem sneri
að götunni, opnaði hann og
dustaði brækurnar. Nokk-
ur smámyndt féll úr vösun-
um og afleiðingarnar af því
urðu eftirfarandi:
Myntin lenti í höfði á
manni, sem gekk makinda-
lega á götunni. Manninum
brá svo heiftarlega, að hann
hentist í loft upp.
í loftköstunum rakst hann
á konu, sem var hlaðin pökk
um og pinklum. Konan féll
aftur á bak á gangstéttina og
rotaðist. í fallinu flaug hatt
ur hennar út á götuna.
Hatturinn lenti beint fyr-
ir framan hjólandi mann,
sem snarstanzaði, hentist af
hjólinu og handleggsbrotn-
aði.
Lögreglan kom á vettvang
og málið fór fyrir rétt. Frú-
in, sem dustaði brækur
mannsins síns, varð að
greiða 10 000 krónur í skaða
bætuir fyrir þessa nokkra
aura, sem féllu út um glugg-
ann.
Oft veltir lítil þúfa þungu
hlassi, það má nú segja . . .
★
ÞVÍ betur, sem fólk er
menntað, því frjálsara er
það. — Voltaire.
★
EKKERT nær til hjartans,
sem ekki kemur frá hjart-
anu. — William Penn,
RÁÐSMAÐUR fyrir rík-
isbúi í Bad Hersfeld í Vest-
ur-Þýzkalandi sendi ráðu-
neytinu nýlega beiðni um að
kaupa nokkur tæki, sem bú-
ið vanhagaði um. Hann fékk
hátíðlega orðað svar frá
ráðuneytinu, þar sem þeir
báðu um nánari skýringu á
því, hvað hann ætlaði að
gera við þessi tæki.
Ráðsmaðurinn stundi
þungan, þegar hann hafði
lesið hið opinbera bréf, sett
ist við eldhúsborðið og pár-
aði eftirfarandi „nánari
skilgreiningu11:
— Hrífuna ætla ég að
nota til þess að greiða mér,
skólfuna hef ég hugsað mér
að nota til þess að borða
með, og garðkönnuna ætla
ég að sjálfsögðu að nota til
þess að laga í henni kaffi . ..
★
ÞAÐ HAFA oft komið
fyrir óhöpp, þegar verið er
að skíra skip með kampavíns
flösku. Þetta bar við í Ame
ríku fyrir nokkru: Ung og
falleg skipamiðlaradótt-
ir átti að skíra nýtt skip,
en hitti ekki stefnið á
því. Hún beið ekki boð-
anna, heldur hljóp á eftir
skipinu, sem seig eftir drátt-
arbrautinni. Hún náði því
ekki, og fleygði sér þess
vegna út í sjóinn og lagðist
til sunds. Loksins náði hún
skipinu og tókst að brjóta
kampavínsflöskuna á því, og
hafði þar með unnið það
verk, sem henni hafði verið
ætlað.
ÞAÐ gengur illa með tólt
mílurnar í Gcí'jun, sagði
framsóknarmaðurinn!
•ganq
sjsjjyi jijXj pjo 'g n ipuei;
-pui J (bíÍbjj) jnguoyj 'oi
•SuBIJJUIS J JtlpUIIgifar ’g
'uosspunujgnf) ssuipj, ‘8
•BjgnjsguiujÁqsBu npujsu
-oas Buuiq pungaj uxg
•uos Bgjpcj jBuSy ‘9
'OgBOiqo So qjoj^ A\sjx[ 'p
•UIOJSJEgy JB5[SQ 'f
•njjBJi 'g
. •JeJJouipijqjaj frQ z
‘Sk6I 'I
^njziaA SJA JeAg
Brennd á báli
Framh. af bls. 2.
— Ég er lítil. Ég .geng í flau-
elsbuxum og blússu með
blómamynstri. Ég er ekkert
sérlega lagleg...
Það var ekki um að villast,
þegar hún kom. Hún var
þannig klædd, en hún var
einnig að mínum dómi lagleg.
Augun eru mjög ljós, forvitn-
isleg og gáfuleg. Hún talar
eins og hún skrifar — skýrt
og öruggt:
— Ég veit ekki, hvort fólk
kaupir bókina mína vegna
alls hins hræðilega, sem það
fréttir að í henni eigi að
standa. Af tíu bréfum frá les-
endum, sem ég hef fengið,
hafa níu verið jákvæð. Hið tí-
unda er hins vegar mjög ó-
þægilegt að lesa. Það er dá-
lítið, sem ég skil ekki. Þegar
bókin mín átti að koma út í
Englandi, vildi útgefandinn
fá að fella niður nokkra kafla.
Ég neitaði strax. Sagan þolir
ekki slíkt. Þessir kaflar eru
aðeins hluti af heildinni. En
það er jú hægt að fara í næsta
blaðsöluturn þar í landi og
kaupa bækur, sem eru tíu
sinnum verri hvað þetta
snertir, ef menn hafa áhuga
á slíku. Þá skil ég betur það,
sem gerðist í Argentínu. Ég
má til með að segja yður það,
af bví að ég er nefnilega dá-
lítið stolt af því. Bókin mín
var oninberlega brennd á báli
í Buones Aires! Það voru trú-
arlegar skoðanir í henni, sem
þeir þoldu ekki...
— Hvað finnst yður um
Sagan?
— Ég hef mikið dálæti á
bókum hennar. Stíll hennar
er næstum fullkominn. Það er
ógerningur að stæla hana, en
ég er hrædd urn að hún sitji
nú föst í einhverju, sem hún
á erfitt með að losna úr.
Bezta bók hennar var „Eftir
ár og dag“. Þar gerir hún til-
raun með eitthvað, sem því
miður heppnast ekki alveg.
En hún er dugleg. Og ef hún
hefur einnig eitthvað að
segja og brennir sig ekki upp.
þá verður hún verulega góð
einhvern tíma ...“
Bók hinnar ungu frönsku
skáldkonu hefur verið þýdd
á fíölmöcci tungumál og sömu
leiðis hefur verið gert leikrit
eftir henni. Vonandi verður
bnn einhvem tíma þýdd á ís-
lenzku.
K'mverski
mútinn
Framhald af 4. síðu.
Warren biskup sneri aftur til
Ameríku.ei'tir iannsóknarferð
um Kír.a. Eitt laugardags-
kvöld hélt hann fyrirlestur í
meþódistakirkjunni í Denver
um ástandið í Austurlöndum.
Wilshire var sendur þangað
til þess að taka niður upplýs-
ingar trúboðans í Kína.
— • Vinir mínir, sagði hinn
lærði biskup í upphafi máls
síns. — Þið gcrið ykkur senni-
lega ekki ljóst, hvílíkur mátt-
ur hins prentaða orðs getur
verið. Ýktar eða falsaðar frétt
ir tendra ófiiðareldinn, sem
síðan verður að einu allsherj-
ar báli . . .
Wilshire yppti öxlum. Hann
hafði svo sem heyrt þennan
söng áður. En biskupinn hélt
áfram:
— Tökum til dæmis eyði-
legginguna, sem varð í upp-
reisn í Kína fyrir nokkrum
árum. Sá neisti, sem þar varð
að ófriðarbáli, var tendraður
af þremur (við vitum nú, að
þeir voru fjórir) blaðamönn-
um í bæ einum í Vestur-Kan-
sas eða Nebraska. (Það var
reyndar í Kolorado.) Af ein-
hverjum orsökum, sem mér
er ekki kunnugt um, bjuggu
þeir til og birtu í blöðum sín-
um sögu um ameríska verk-
fræðinga, sem unnu að því að
rífa niður kínverska múrinn
og að Kína ætti síðan að vera
opið upp á gátt fyrir erlendri
verzlun.
Wilshire, sem sat aftarlega
í salnum, var nærri fallinn í
yíirlið, þegar hann heyrði eft-
irfarandi:
— Þessi blaðalygi náði alla
leið tiI-Kína og blöðin þar
sögðu frá h^nni með feitletr-
uðum fyriTsögnum, cg ræddu
málið í leiðurum sínum. Það
var vonlaust verk að bera
fréttina til baka. Kínverjarn-
ir trúðu lyginni og það var
ekki nokkur leið að sannfæra
þá. Hreint helvíti brauzt út,
til skelfingar fyrir alheim, og
allt hið hræðilega blóðbað
átti rætur sínar að rekja til
æsilegrar, en loginnar fréttar.
Daginn eftir birti Wilshire
örstutta eindálka klausu um
fyrirJpstur Warren biskups
um ástandið í Austurlöndum.
ÞAÐ líður sennilega á löngu
þar til stjórn fangelsins í
Leavemvoerth í Kansas býður
föngunum að njóta sýningar
á Shakespeareleikriti. Þeir
hafa öðlazt heldur slæma
reynslu af shku uppátæki.
Fyrir skemmstu kom í heim-
sókn í fangelsið leikflokkur
frá Kansasháskólanum og
sýndi föngunum meistaraverk
Shakespeare, Othello. Fyrstu
mínútur leiksins hlýddu fang
arnir rólegir á, en þegar kom
að atriðinu, þar sem Desde-
mona er kyikt, kvað við í
salnum:
— Gerðu það ekki, félagi.
Þú ferð í stólinn fyrir bað.
Og því næst drukknaði hið
háfleyga tal leikendanna í
allsherjar hávaða í salnum,
þar sem fangarnir híuðu á
hetjuna í leiknum, en hróp-
uðu húrra fyrir skúrkinum.
Sýningin’var stöðvuð þegar
í stað og dr. Lewin Goff, sem
var leikstjóri og fararstjóri
flokksins, sagði og stundi
þungan:
— Áheyrendur hafa nú oft
brugðið misjafnlega við, én
að ég ætti ■ eftir að upplifa
þetta, Guð minn góður ...
8 Sunnudagsblaðið