Sunnudagsblaðið - 03.04.1960, Síða 11
Haustnótt
Framhald af 7. síðu.
fjallinu hafði fallið skriða,
sem hulið hafði mestan hluta
túnsins auri og grjóti og hlað-
izt kringum bæinn. Baðstof-
an var gerfallin, en frambær-
inn stóð uppi og útihúsin.
Samúel varð engra manna
var, en búfénaður stóð í svelti
í peningshúsunum, svo að
ekki þurfti að velkjast í vafa
um það, hvað hér hafði gerzt.
Fólkið hafði orðið undir bað-
stofunni, þegar skriðan hljóp
á bæinn.
Samúel brá við hið skjót-
asta og kvaddi til menn á
næstu bæjum, og var síðan
hafizt handa um að grafa í
rústirnar. Fundust þar lík
gestsins, Ólafs bónda og barna
hans þriggja, en þær mæðg-
ur, Sesselja húsfreyja og Mar-
grét, dóttir hennar, náðust
lifandi. Báðar voru þær meidd
ar, en Sesselja þó miklu meir,
enda andaðist hún eftir stutt-
an tíma. Margrét hjarnaði aft-
ur á móti við og lifði Iengi
síðan.
, Nú hefur grænn gróðurfeld
ur þakið skriðuna, sem féll á
Hlíðartún þessa löngu liðnu
haustnótt. En kunnugir menn
herma, að enn sjáist votta fyr
ir rústum bæjarins, þar sem
f.jölskylda Ólafs Þórðarsonar
kvistaðist niður, svo að að-
eins bar undan einn son, sem
heiman var farinn. Safaríkt
grængresið gengur í bylgjur,
þegar sumarvindarnir biása
um Sökkólfsdal og búpening-
ur gengur þar á beit í spekt
og friði, er forðum var bær og
tún. Aðkomumaður skynjar
ekki framar neinn óhugnað á
þessum stað, og þótt hann sjái
þess merki, að hér hefur
skriða fallið vekur það helzt
aðdáun á því, hve náttúran er
máttugur græðari.
Svo fyrnist hver skelfing-
arnótt.
Stúlkan í baði
Framh. af bls. 5.
stundu munað eftir pappírs-
servíettum — þegar barið var
að dyrum, nákvæmlega eins
og ég hafði ímyndað mér að
hin ókunna fegurð mundi
banka... Ég flýtti mér að
ljúka upp og-----— fyrir
utan stóð ... konan mín!
— Hvað vilt þú hingað?
hvæsti ég.
— Hvað meinarðu? svaraði
hún. — Eg er kannski ekki
konan þín og annars kem ég
til þess að ræða mjög alvar-
legt mál við þig, og þú þarft
ekki að ómaka þig með að
koma með allar þínar venju-
legu afsakanir.
Ég hafði ekki hugmynd um,
hvað ég ætti að gera. Ég hafði
þó fullan rétt til þess að reka
hana út, þar sem ég hafði tek-
ið skýrt fram við hana, að
hún yrði að virða einangrun
mína sem skálds, — en hins
vegar, ef erindi hennar var
eins brýnt og hún sagði, þá
yrði kannski litið á það sem
ómannúðlegt af mér, ef ég
NSTj
[lllll!ll!ll!l!!III!IIIIIIIIIII!l!!!!!l!ll!!Illllllll!II!!Ill!!!!!I!IIIIIIil!IIl!lllllUn!!ll!!l!!!!ll!ll!lllllllll!!llll!!!l!l!llllllll!!!!l!IIi!!!!!l!lillllllllll!lll!IIIl!lll
gerði það, sem ég hafSi^nesta
löngun til í augnablikínu. í
fyrsta skipti í lífi mínf stóð
ég andspænis byltingy| sem
ég gat ekki, þrátt fyifr allt
mitt hugmyndaflug, lát|ð mér
detta í hug, hver áhrif-Inundi
hafa. Einhverra hluta-í?vegna
grunaði mig, að hún yæri að-
eins að gera mér gramt^ geði.
— Nú, sagði ég önugjir, —
hvað er það þá svona%lvar-
legt, sem þú ætlar að tala um
við mig?
Þetta kom mér allt saman
svo á óvart, að ég halm|ekki
rænu á að koma í veg fyrir,
að hún færi inn í stofuha, sem
annars var minn einka helgi-
dómur, og hið fyrsta sem hún
rak augun í var auðvitað
borðið með hennar eigin
blómum og kertaljósi og
tveimur bollum. Mér var
ljóst, hversu reið hún hlaut
að vera, og viðbrögð hennar
komu mér þess vegna mjög á
óvart. Hún byrjaði ósköp ró-
lega að gæða sér á mazarin-
unum og settist við hið há-
tíðlega borð. Ég var orðinn
geysilega taugaæstur og sagði
henni, að hér hefði hún alls
ekki neitt að gera og ég
minnti hana enn einu sinni á,
að hún hefði gengist af fús-
um vilja inn á kröfu mína um
að mega gera hvað sem mér
þóknaðist, innan þessara
veggja.
Hún svaraði ekki — sat
bara næstum sinnulaus og
vonaði sennilega að ég mundi
innan tíðar ganga alveg af
vitinu og láta öll völd í henn-
ar hendur. Tíminn leið og ég
varð óstyrkari og óstyrkari,
— en hin leyndardómsfulla
dama, sem ég hafði hlakkað
svo til að hitta eftir hið
skemmtilega samtal, sem
hafði farið okkar á milli í bað
húsinu, — með aðstoð bað-
konunnar góðu, — lét á sér
standa, en það varð jú að telj-
ast hundaheppni úr því sem
komið var.
Fyrst eftir einn og hálfan
tíma sýndi konan mín á sér
fararsnið og kvaddi kaldhæðn
islega mig og mína „heilögu
einangrun”, eins og hún orð-
aði það.
Ég varp öndinni léttar
þrátt fyrir allt. Fyrst þegar ég
kom heim í íbúðina okkar
inni í bænum, skildi ég allt
saman —• hvers vegna hin
fagra ókunna dama frá bað-
húsinu hafði ekki látið sjá
sig — hvers vegna konan mín
hafði einmitt þennan dag og
á þessari stundu truflað mig
í einkaherbergi mínu ... Á
náttborðinu í svefnherberg-
inu við hliðina á tómu rúmi
konunnar minnar lá bréf-
miði. Með kvenlegri hönd
hafði hún valið mér sín síð-
ustu orð og þau voru svona:
—- Ég hugsa að þú þurfir
að skipta um olíu!
Þetta mátti nú sannarlega
kalla kalt steypibað!
WT £>unnudagsblaðið 11