Sunnudagsblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 2
f Og ætlið langt? spurði bónd ; inn. Eg fer aftur suður núna, sagði bílstjórinn, hinir verða 'hér eftir. Bóndinn hafði beygt sig . niður til að opna lásinn á benzíntanknum en rétti sig nú ; aftur upp og horfði á menn- ina og hafði gleymt lásnum, 'Verða eftir hér? Er þetta ekki Gröf? spurði ! "bílstjórinn og bretti upp skinn kragann, Þeir sögðust ætla að Gröf. j Víst er þetta Gröf, sagði , 'foóndinn seinlega og virti þann folóðuga fyrir sér, hann slangr aði í áttina að tanknum til þeirra og hnaut um hellurh- ar á hlaðinu. Djöfulsins myrkur, tautaði , foann, það er alltaf myrkur hjá sveitavarginum. Bara fá sér bjútíslíp. Ó, mamma! Hver er hann þessi? spurði bóndinn og kreisti vasaljósið í hendi sér. Eg þekki þá ekki, sagði bíl- stjórinn, eg veit bara þeir eru á togara og höfðu nóg með sér af brennivíni. Þeir borguðu túrinn fyrirfram og sögðust ætla að Gröf. Hvar er hinn? spurði bónd- inn. Hann sefur í bílnum, sagði bílstjórinn, hann er búinn að sofa í klukkutíma og það var engin leið að vekja hann. Sá blóðugi var kominn til þeirra og það lék stirðnað glott um andlitið á honum. Hann gekk að bóndanum og klappaði honum þéttingsfast á öxlina. Við erum með lík í aftur- sætinu, drafaði í honum, lík í lestinni. Lík handa sveita- varginum. 'Við ætlum að jarða hann í brekkunni, Þú hlýtur að lána okkur brekkuna til að jarða hann í henni og hjálpa okkur að moka. Hann dró þriggja pela flösku uppúr buxnastrengn- um, fékk sér sopa og gretti sig. Síðan rétti hann flöskuna að bóndanum. Drekktu! Bóndinn svaraði engu en horfði vonleysislegur á drukk- inn manninn, sneri sér síðan að bílstjóranum. Eg er ekkert hrifinn af svona sendingum, sagði hann. Bílstjórinn yppti öxlum. Þeir borguðu túrinn. Eg þekki þá ekki, sagði bóndinn, eg veit ekki hvað þeir eru að vilja. Kannski þú kannist við þann dauða í aftursætinu, sagði bílstjórinn, þeir töluðu um einhvern kvenmann sem ætti heima hér. Bóndinn vék sér að bílnum og beygði sig niður til að sjá innum gluggann, kveikti síð- an á vasaljósinu og rýndi inn í bílinn. Svo steig hann nokk- ur skref afturábak hálfbog- inn einsog hann værj hrædd- ur um að reka sig uppundir. Hann leit seinlega til bílstjór- ans og hristi höfuðið. Eg hef aldrei séð hann áður, sagði hann, þið hljótið að vera að villast. Bílstjórinn sktúfaði lokið af benzínstútnum og hafði aðra höndina í vasanum. hann leit um öxl til bóndans og pírði augun gegn vindinum. Eg þarf að komast strax af stað aftur, sagði hann, þeir sögðust ætla að Gröf og þeir eru búnir að borga. Sá blóðugi var farinn að hríðskjálfa og bisaði við að troða flöskunni ofaní buxna- strenginn aftur. Hann hrakt- ist fyrir vindinum en slagaði að tanknum og hímdi þar í skjóli. Ætlar sveitavargurinn að láta okkur standa úti, sagði hann og hafði munnherpur. hvar er kvenmaðurinn? Við verðum að bera líkið inn. Hibb hibb! Eg verð að fá benzín strax, saeði bílstjórinn. Ætlarðu ekki að líta á tengdason þinn, sveitavargur, sagði sá blóðugi og stóð bog- inn með hendur í vösum. Allt stímið frá Nýfundnalandi tal- aði hann ekki um annað en kvenmanninn og krakkann. 'Við jörðum hann bara í brekk unni. Hibb. Eg veit ekki hvað þið eru að vilja um hánótt að bláó- kunnugum bæjum, sagði bónd inn og hristi vasaljósið í hendi sér, þið getið fengið benzín en þá hvnjið vkkur strax í burt — allir þrir! Hevrðu gamli. saaði bíl- stiórino, ertu ekki hér til að afgreiða benzín? Það var kveikt liós í bæn- Um og oinhver kom úti glugga. t>eir litu bangað og nú hélt bóndirn tveim hönd- um um vasaliósið og lvfti beim til að strjúka úr nefinu á sér með handarbakinu. Buxnaskálmarnar slógust ut- an um granna fótleggina og bann var berfættur í inni- skóm. Ætlarðu að láta mig standa hérnq í alla nótt? spurði bíl- stiórinn. Bóndinn svaraði engu en horfði hmm að bænum. Nú stóð einhver í dyrunum og það sást móta fvrir útlínun- um .í daufu skininu innanúr húsi. Það var kvenmaður og hafði brugðið einhverju yfir herðarnar á sér. Hvað er það pabbi? kallaði hún. Það er ekki neitt. stelpa! Bara menn, sem vilja fá ben- zín, kallaði bóndinn á móti. Svo sneri hann sér aftur að bílstjóranum. Þið eruð búnir að hafa það af að vekja allt fólkið. Við höfum annað að gera en sinna fyllibyttum að sunnan, Bílstjórinn bretti loðkrag- ann aftur upp að eyrum. Fæ ég benzín eða fæ ég ekki benzín? Bóndinn beygði sig niður og fór að bogra við lásinn. Og ferð svo með þá báða I i burtu, skipaði hann. Bílstjórinn svaraði engu, hann stóð með benzínlokið í hendinni og horfði á eftir far- þega sínum sem slagaði í átt- ina að dyrunum. Hann var nærri oltinn um koll á leið- inni. Bóndinn reisti sig, horfði þögull á eftir manninum sem bagsaði áfram, svo leit hann á bílstjórann og sagði: Mér fannst nóg komið þeg- ar hún hrökklaðist aftur heim með þennan króga sinn. Bílstjórinn svaraði engu eri losaði um slönguhausinn og stakk honum inní stútinn. Á- ég að pumpa? spurði hann. Orðalaust fór bóndinn að dæla, ört í fyrstu, síðan með löngum þungum hreyfingum og sveigði allan bohnn frana í og aftur en hafði ekki augun af húsdyrunum, Farþeginn var kominn að dyrunum og gaf sig á tal við kvenmann- inn en það heyrðist ekki hvað þeim fór á milli. Asskoti er hann hvass í nótt, sagði bílstjórinn og var orðinn vingjarnlegur, það verður helvítis sandfok á Skeiðinu, allt á móti. Eintí sinni eyðilagðist hjá méf framrúðan þar. Á að fylla hann? spurði bóndinn stuttur í spuna. Já, nú skai ég pumpa, ans- aðí bílstjórinn og kom alveg upp að tanknum. Strákarnii'1 eru á togara svo þeir stanza varla lengi hiá þér. En þeir voru búnir að borga túrinn og vildu fara hingað. Nú skal ég pumpa. En bóndinn sýndi ekki á sér nein merki þess að hann ætlaði að sleppa dælunni, hann herti sig og dældi aí auknum krafti, spýtti uffl tönu útí myrkrið og hoi’fði sí- fellt til dyranna. Farþeginn tvísté á dyrahellunni og var enn að tala við kvenmanninn og baðaði út höndunum. Vind- urinn bar slitur af orðum hans til þeirra: .. . lík í lestinni. .. fá lán- aða brekkuna ... Nýfundna- landsmið ... krakkinn ... sveitavargurinn . . . Djöfuls villimenn eru þetta, sagði bóndinn. Þeir skvetta sér upp þegar þeir koma í land, sagði bíl- stjórinn, kannski búnir að vera 30 daga á sjónum, þetta er þrældómur. Eg hélt það væri nóg hún kæmi með þennan króga sinn heim, sagði bóndinn og var orðinn móður af að dæla. Nú var farþeginn seztur á þröskuldinn og hafði dregið Framhald á bls. Vísnasamkeppnin ' ÞÁ ER LOKIÐ vfsnasam- I ‘ keppninni um sumarið og ; aækkandi sól og eins og : venjulega hafa botnanir streymt til okkar. Nokkrir , bátttakenda hafa sent okkur , vísur utan dagskrár og til , dæmis sendu hjón nokkur, sem botnað hafa alla fyrri . parta okkar hingað til, eft- irfarandi vísur: Grænka tekur bali og barð á bernsku minnar slóðum. Verðlaunahafar geta vitj- að bókaverðlauna á ritstjórn arskrifstofu Sunnudagsblaðs ins. Yið birtum eins og áður sýnishorn af öðrum botnum meðan rúm endist: Burtu þokast vetur varð, vors ég fagna Ijóðum. Krýnir sérhvert kólguskarð á köldum norðurslóðum. Vænkast leið um vonarskarð villugjörnum þjóðum. Veitir mengi yndisarð af arfa og iokasjóðum. Landhelginnar Laugaskarð lokar öllum sjóðum. Söguríkur vetur varð á vorum fiskislóðum. Angar rós, sem visna varð, vermd af árdagsglóðum. Hún um nakið holtabarð hellir geislaflóðum. Eftir liðinn vetur varð víða borð á sjóðum. Gefi tíðin yndisarð öllum lífs vors sjóðum. Sízt þó finnumst fær til dáða , freista skal þess enn á ný , gera botna, gátur ráða, , þótt gráhærð verðum yfir , Í>ví. ( Af því leiðist lítill skaði, , og líka fyrst við erum hjón, höfum allt á einu blaði, undirskrifuð: Halla og Jón. , En við snúum okkur að ( sjálfri keppnínni og fyrri- parturinn var eins og kunn- ( agt er þessi: Sumar gengur senn í garð, sólin hækkar óðum. '] > Dómnefnd hefur orðið sam , mála um að veita að þessu sinni' tveimur botnum verð- laun. Annar botninn er ortur t af Gunnari Sveinssyni í Gufu nesi og er á þessa leið: i Eftir langan vetur varð vor á norðurslóðum. ! Hinn verðlaunabotninn er eftir Sigurð Guðjónsson, Bjarkargrund 15 á Akranesi: Faðminn býður fjallaskarð ferðagarpi móðum, Ber ei lengur Bragi arð? Bögum fækkar góðum. Grænka hólar, holt og barð hér á norðurslóðum. Brotið er í bakka skarð, búast má við flóðum. Eðahyndur vetur varð vöxtur í ríkra sjóðum. Enn á þessum vetri varð vöntun í mörgum sjóðum. Fyrir vonar skildi er skarð skorið af bræðraþjóðum, Bjarkaþeyr og vorskruð varð vafið þrastaljóðum. Það er býsn hve Bretinn varð blíður á hyggjuslóðum. Vorið bóndans eykur arð inni í bankasjóðum. Vatnaflengur fer um skarð, fækkar klakaslóðum. Grænka hólar, brekkur barð. „ Bros þitt fullt af Ijóðum. Aldrei hef ég eyris arð af öllum mínum ljóðum. Grænnál litkar brunabarð, birtir í huga hljóðum. Flytur birtu, yndi og arð öllu á norðurslóðum. Árangurinn veíkur varð hjá vísum Genfarþjóðum. Græðir sérhvert glapaskarð geirum fífilrjóðum. Lifna grös um laut og barð lífs á norðurslóðum. Mun það færa yndisarð amors skotnurp íljóðum, Við heíjum nýja keppni og fyrriparturinn hljóðar svo: Veiðist síldin vel í ár vænkast þjóðarliagur. Frestur til að skila botn- um er þrjár vikur. 2 Sunnudagsbíaðið

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.