Sunnudagsblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 8

Sunnudagsblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 8
Grein eftir Harrison SAGNIR hafa lengi gengið um það, að dýrk- un illvætta sé enn við lýði í jöðrum Himalaya. Vesturlandamenn hafa lítinn gaum að því gefið, enda kváðu trúarsiðir allir leynilegir. Flestir telja þetta aðeins hvimleiðar leifar af hugsunar- hætti miðaldanna, en þó eru til nýlegar frásagnir af kynnum vestrænna manna af því. — Ameríski blaðamaðurinn, Harrison Forman, sem var þarna á stríðsárunum, segir í greininni, sem hér fylgir, frá skelfinganótt, er hann sakir forvitni sinnar lifði við særingar djöflatrúarmanna. ÉG FÓR MEÐ Sherap inn í hinn heilaga skóg Raja Gomb- as, klæddur eins og tíbetskur særingamaður. Hann var hræddur, gamli maðurinn. Hann vissi, að særingamenn- irnir myndu ganga af okkur báðum dauðum, ef kæmist upp um mig. . — Þú þarft ekkert að óttast, sagði ég við hann. — Ef illa fer, sver að ég hafi aldrei séð þig fyrr. Sólin var að hníga til við- ar, þegar við komum í rjóður, þar sem um það bil tuttugu særingamenn sátu { hring. Þeir voru þöglir, aðeins við og við var þögnin rofin af hljóðlegu hvísli. Við settumst í hringinn og hinir litu sem snöggvast til okkar, en ég tók eftir því, að vinur minn varp- aði öndinni léttar. Fór ég þá að gefa þeim særingamanni gætur, sem sat vinstra megin við mig. Andlit hans var fer- legt og ófrýnilegt. Sítt hárið var vafið í slöngulagaða lokka og leit út fyrir að vera griða- staður alls konar kvikinda. Hann sat. barna í rióðrinu ser» f miðilsdái með tinnusvört augu og horfði út í bláinn. Trú þeirra félaga er æva- forn heiðindómur, sem er eldri í sögu Tíbets en Búddhatrúin. Búddhísku lamarnir biðja hin góðu goðmögn fyrir hag og heill almennings, en nuhwarn ir freista að draga úr verkum hinna illu valda. Það var til þess að sjá hina illu anda taka sér sýnilega mynd, sem é? var kominn út í hinn heilaga skóg Raja Gombas. Svöl rökkurgjólan skrjáfaði f laufinu, líkt og hún varaði við þeim ógnum, sem í vænd- Um voru, en ég efagjarn vís- indamaðurinn þóttist viss um að aldrei kæmu. Skyndilega kom hár maður og ægilegur í ljós milli trjánna og steig upp á stóran og einstæðan stein. Þetta var Drúkh Shím, hinn mikli galdramaður. Hann settist á steininn með fæturna kross- lagða undir sér og horfði þegj- andi á okkur. Ekkert virtist vera dulið hinu stingandi augnaráði hans. Ég tók eftir því, að það voru mannsbein við hliðina á honum, hægra megin lærbein, en vinstra megin höfuðskel. Nokkra stund ríkti þögn og á meðan hneig rökkrið yfir skóginn. Allt í einu fóru særingamenn- irnir að halla sér til og frá. Þeir vögguðu sér frá hægri til vinstri og sögðu þrisvar sinn- um með djúpri rödd sama orð- ið: — Yamantaka! Yamantaka! Yamantaka! Það var sjálfur'Yama, sem þeir ákölluðu. Myrkrahöfðing inn sjálfur átti að birtast á undan öllum öðrum árum hans. Þá er þeir höfðu þrisvar sinnum endurtekið sama orð- ið, lyfti mikli galdramaðurinn lærbeininu og setti það í munninn. Dimmur og drauga- legur hljómu\' bergmálaði gegnum hinn heilaga skóg. Þá lyfti hann höfuðskelinni að vörum sér. Sherap hafði búið mig undir þetta. Ég vissi hvað þessi hátíðlega drykkjarfórn skyldi tákna. Fyrr á tímum höfðu farið fram mannfórnir, og það var mannsblóð, seni hinn mikli galdramaður drakk. Drúkh Shím setti fórnar- skálina frá sér og aítur hljómuðu djúpar og tónandi raddir særingamannabna: — Yamantaka! Yamantaka! Yamantaka! Þeir hneigðu höfuð sín og ég gerði hið sama, en athug- aði þá í laumi. Ég var á verði gagnvart hugsanlegum óhöpp- um og reyndi að gera mér í hugarlund, hvernig þetta mundi byrja. Ég trúði hvorki á ára né djöfla og því síður, að þeir yrðu gerðir sýnilegir. Ég var staðráðinn í að gera vísindalegar athuganir meðan á helgiathöfninni stæði. Aftur heyrðist í lærbeins- lúðrinum, aftur drakk Drúkh Shím úr fórnarskálinni. Sær- ingarmennirnir vögguðu sér fram og aftur: — Yamantaka! Yamantaka! Yamantaka! Hraðar og hraðar vögguðu særingamennirnir sér og ég vaggaði og tónaði á sama hátt og þeir. Og við og við fann ég eitthvað fara um mig, — læsa sig gegnum merg og bein. Ekki veit ég hvað það var, en ég fann það aðeins. Efamaður- inn í mér var að víkja fvrir tíbetskum andasæringamanni. Ég varð þess var með fullri vissu og streittist á móti. Ég vildi ekki láta sefia mig, svo að ég sæi það. sem skvnsemin segði mér að ekki væri til. Vel gat verið að ég yrði dáleiddur, það vissi ég. Og ég þóttist viss um, að dáleiðslan mundi reynast eir.a ský ingin á þeim dularfullu fyrirbær- um. er gerðust í þessum heilaga skógi. En hvers konar r d|ileiðsla? Var það hópsefj- uþ? Átti fyrir okkur öllum að lijggja að sjá eitthvað, sem vilji einhvers annars skapaði? Eða myndum við allir gefa okkur á vald sjálfsefjun og láta hugmyndaflugið skapa þáð, sem okkur langaði til að sfá? ;Þá hljómaði djúpt einhljóða uml. Eymdarlegar raddir sær ingamannanna voru svo dimm a?, sem mannsraddir gátu frjekast verið. Ef þeir ætluðu séo: að dáleiða gátu þeir varla farið betur af stað, hugsaði ég'með sjálfum mér. Sherap gamþ þafði víst fulla ástæðu til þess að vera kvíðinn, þeg- ar hann vísaði mér hingað. En hvernig átti ég að vera viss um, að hér væru ekki brögð í tafli? Var ekki hugs- anlegt að særingamennirnir gripu tækifærið og dáleiddu mig, svo að ég gæti sagt, hvar sem ég færi frá yfirnáttúr- legum hæfileikum þeirra? Etnhljóða umlið hélt áfram og allir hneigðu höfuðin. Ég fann annarlegt slén altaka líkama minn. En þannig skvldu þeir ekki snúa á rnig. Þetta var ekkert annað en dáleiðsla og það af lakara taginu. Skyndilega kom mér til hugar, að ég léki ekki alveg heiðarlegan leik. Hvernig gat ég vænzt nokkurs hagnaðar af þessari kynlegu helgiat- höfn, þegar ég þverskallaðist fyrirfram við að sjá, heyra og finna? Væru árar til, gat maður alveg eins sært þá til að birtast, Með hvaða rétti þorði ég að fullyrða, að Tí- betarnir vissu ekki hvað þeir sögðu? Eg kipptist við. Eitthvað var farið af stað í hinum hei- laga skógi, eitthvað, sem ég hafði aldrei áður komizt í kynni við, eitíhvað, sem ekki lét hrekja sig fyrirhafnar- laust. Það hrifsaði til mín. eins og ósýnilegar hendur og reyndi að ná valdi yfir mér gegn vilja mínum. Eg revndi að losa mig við hina ein- kennilegú tilfinning, og vís- indamaðurinn leitaði að skýringu. Eg leit á galdramanninn mikla, er sat á steinhásæti sínu, þeuuan ginheilaga mann sem allir óttuðust. Það var líknst því. sem hann reyndi að ná- valdi á mér og okkur öllum. Ósjálfrátt reis ég til varnar. Mér fannst ég ætti í baráttu og mér fannst sem sálin hefði yfirgefið lík- amann til'þess að berjast um yfirráðin í rjóðrinu. Eg lagði allan máti minn fram til þess að buga vilja galdramanns- ins, baiðist svo vasklega sem ég gat. E:i hugsanir mínar voru orðnar svo undarlega magnlausar. Hið einhljóða tón núkhwanna þrumaði með vaxandi hraðh og nísti merg og bein, vitund mína og sál: — Yamantaka! Yamantaka! Yamantaka! Allur hópurinn fók að halla sér frá einni hlið til annarrar. Raddirnar urðu sterkari og sterkari og mér kom til hugar allt það, sem Sherap hafði sagt mér að mundi koma, Yama, stjórn- andi vítis, og öll hans fjöl- skylda, árar og djöflar. Eg renndi auga þangað, sem mér hafði ve ið s-’gt, að árarnir myndu lsirtast og reyndi að siá það, s°m skvnsemin sagði mér. að væri ekki til. Ekki vil ég neitt um' það fullyrða,' hvað myndavélin mín hefði sé'ð. Eg veit aðeins hvað ég sjálfur þóttist sjá, Yama myrkrahöfðinginn var að taka á sig sýnilega mvnd. Hann ko:u ekki út úr skógin- ™ O'f ekki var hann dulbú- inn Tibetani; Fvrir augna- bliki var 'hann ekki þarna, en nú var hann að birtast sjón-ini mírum.' Alli- særirgamennirnir sáu þeíía í rinu og raddir þeirra u"ð'u villtari og villtari. Þetta líkf’st. ekki draum. Eg sá greinilega avpirnar off furu- trén, er stóðu vörð í kringum Ég lagði allan máti rninn fram til fciess ao buga vilja galdramannsins, en hugsanir mínar voru orðnar svo undarlega magnláusar. Hið einfána hljóð þrumaði bærra og með stöðugt vaxandi braða... 8 Sunnudagsblaðið

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.