Sunnudagsblaðið - 19.02.1961, Side 3

Sunnudagsblaðið - 19.02.1961, Side 3
FYRIR langa-löngu bjuggu bjón nokkur á bæ; þess er fekki getið, hvar það var. — Bóndinn var meinhægðar- maður og enginn skörungur, en konan var ofstopi mikill, tók öll ráð af bónda sínum og réð ein öllu á heimilinu; var hún einstök nánös og því illa þokkuð af almenningi. Mæð- ur þeirra hjóna voru báðar á lifi, gamlar orðnar. Voru þær í horninu hjá börnum sínunx og var högum þeirra mjög misháttað, enda voru þær ó- líkar í flestu. Móðir bónda var góð kona og vildi öllum gott gera, en móðir konunnar var hin mesta norn, spillti öllu, er hún mátti, á heimilinu og kom hvarvetna fram til ills eins. Þær mæðgur voru mjög sam- hentar í öllu, enda voru þær næsta skaplíkar. Vönduðu þær ekki atlætið við móður bónda í orði né verki, létu hana hafa vont og lélegt við- urværi og skapraunuðu henni sem mest þær máttu. Voru kraftar hennar og heilsa á þrotum vegna illrar vistar, en móðir konunnar var við góða heilsu,enda átti hún góða daga og naut alls hins bezta, er heimilið gat f té látið. — Bóndi gerði sitt til að fá bætt an hag móður sinnar, en fékk ekki að gert fyrir ráðríki þeirra mæðgna. Eins og víða var siður á fs- landi, var busmali nytjaður í seli á sumrum; var selið upp til dala, all-langt frá byggð. Eitt sumar, er flutt var í sel- ið, fundu þær mæðgur upp á því að móðir bónda skyldi fara þangað til sumardvalar; feváðu hina mundu hressast við útiveru í fjallalofti. Var bóndi þessu mjög mótfal'linn, en svo varð að vera, sem kona hans vildi. Um haustið, þegar flutt var heim úr selinu, var móðir bónda með hressasta móti. því að um sumarið hafði hún haft frið fyrír þeim mæðgum, en þá sögðu þæt, að sjálfsagt væri að hún yrði á- fram í selinu næsta vetur, úr því að fjallaloftið ætti sýni- lega svo ákaflega vel við hana; mætti búa vel um hana þar og skilja eftir hjá hénni nægan matarforða. Bóndi varð nauðugur viljugur að láta að vilja mæðgnanna; var gamla konan skilin ein eftir í selinu, búið út flet handa henni í einu horninu og látið eftir nokkuð af vistum, en sízt var það valið af betri endan- um, sem konan ætlaði tengda móður sinni til vetrarins. Þær mæðgur voru hinar kátustu yfir aðgerðum sínum og þótt- ust vissar um að nú mundi gamla konan bráðum dragast upp af sulti og kulda. — Hitt vissu þær ekki, að bóndi lét á laun dytta nokkuð að sélinu og gera það vistlegra en áður, og sömuleiðis bæta um vistforða móður sinnar. Nú er að segja frá kerlingu, að hún hírðist ein £ selinu fram eftir vetrinum. Þótti henni vistin dauf, en þó ekki óbærileg, á meðan eitthvað var til að borða. Um nýárs- leytið fór að grynnast á vist- unum og þrem vikum síðar átti hún ekki annað eftir en skyrslettu í kollu. Hugsaði hún til þess með skelfingu. er sulturinn færi, að sverfa að, en svo var hún máttlítil og hrum orðin, að hún treysti sér ekki til að léita mannabyggða. Þá var það éinn dag, að hún heyrði þungt fótatak .úti fyrir og því næst var selshurðinni hrundið upp. Kom inn maður mikill vexti; var hann síð- hærður og síðskeggjaður, með gláa hettu S höfði og klæddur gráum kufli; allur var hann' grár af hélu frá hvirfli til ilja. Varð kerlingu mjög bilt við komu mahns þessa, en herti þó upp huganrt og spurði hann að heiti. Hann kvaðst Þorri héita, — „og muntu hafa héyrt mín getið áður“. Var sem hann hreytti orðunum út úr sér og harðlégur var hann á svip, eh þó var kerling ekki verul'ega hrædd við hann. Lit aðist komumaður um og hugði vandlega að forða kérl- ingar, en þegar hann sá að ekki vár annað eftir en skyr- slettan í kollunni, sagði hann víngjarnlega; „Vaxi og þiðni í kollú þinni, kerli mín“. — Gekk hann síðan snúðugt út og kvaddi ekki. Þegar hann var farinn, fór kerling að gá í koll una, og sá hún þá að hún var orðih full upp á barma af skyri, slátri, súrum sviðuna og ýmsu öðru góðgæti; var líka orðið þítt í henni, en áður hafði allt verið frosið. 'Varð kérling glöð við og þótti hafa vænkazt sitt ráð. .. Leið nú heill mánuður, og fór þá afíúr að grynnast í koll unni. Þá var það eitt sinn að hún heyrði hvatlega gengið að dyrunum og var hurðinni hrundið upp. Kom þá inn stór vaxin kona og fasmikil; lagði af henni kuldanæðing. Hún var klædd hvítri skikkju og var kuldaleg á svip. Þótt kerl ing væri skelkuð, áræddi hún þó að spyrja konu þessa að heiti, „Góa er ég kölluð“, svar aði konan, „og muntu hafa heyrt mín getið“. Fór hún eins að og Þorri að hún hugði að matarbirgðum kerlingar og mælti svo; „Vaxi og þiðni í kollu þinni, kerli mín“. — Snaraðist hún síðan út skyndi lega og skellti hurðinni aftur á eftir sér. Leit kerling þá í kollu sína og sá að hún'var orðin barmafull af góðum mat. Lifði hún góðu lífi í heil- an mánuð á því, sem í koll- unni var en þá var enn farið að lækka ískyggilega mikið i henní. Það var eitt sinn tímanlega dags, að kerling heyrði dyn aí þungu fótataki; var selshurð- inni hrundið svo harkalega upp á gátt, að brakaði í hverri sþýtu. Kom inn á selsgólfið jötunn afarstór og illúðlegur; voru klæði hans öll stokkfreð in og andlit og skegg hélað; héngu klakaströnglar niður úr hári hans og að öllu var hann hinn ferlegasti. Varð kerlingu svo felmt við, að húua áræddi ekki að spyrja hann að nafni. Jötuninn fór að öllu sem hinir fyrri gestir, og er hann hafði litið £ kollu kerl- ingar. mælti hann: „Vaxi og þiðni í kollu þinni, kerli mín‘‘. Að svo mæltu rauk hann á dyr og skellti hurðinni í lás svo hranalega, að hrikti í öllu selinu. Kerling gáði þá í kollu sína og sá að í hana var kora- inn matarforði, sem nægja mundi til margra vikna. Leið nú og béið og fór loks að lækka í kollunni. Þá var það einn góðan veðurdag, að kerling heyrði létt fótatak úti fyrir; var selshurðin lipur- lega opnuð og inn kom ung mær, svo forkunnarfögur á- sýndum, að kerling þóttist al'drei hafa séð neina þvílíka. Húh var klædd grænum kyrtli og hafði rósaveig á höfði, én af svip hennar skein svo mikil mildi og ástúð, að Framhald á G. síðu. af Hannesi Jónssyni frá Hleióargarði. íeikning: Óskar Lilliendahi Sunnudagsblaðið 3|

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.