24 stundir - 20.11.2007, Blaðsíða 12

24 stundir - 20.11.2007, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Stór hluti þjóðarinnar virðist eiga í erfiðleikum með að fá líftryggingar, eða þurfa að greiða meira fyrir líf- tryggingar en aðrir, á forsendum sem viðmælendum 24 stunda finnst undarlegar. Óvirkir alkar ótryggðir Í byrjun þessa mánaðar sagði Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri SÁÁ, algengt að tryggingafélög höfnuðu umsóknum um líftrygg- ingar sökum þess að umsækjandi væri óvirkur alki. „Þetta er mjög sérkennilegur hugsunarháttur. Ef þú ert alkóhól- isti og hefur farið í meðferð, þá borgar þú hærra gjald og átt erf- iðara með að kaupa líftryggingu en alkóhólisti sem enn drekkur,“ sagði Ari, sem telur að reglur sem þessar komi helst niður á þeim sem heið- arlegir eru við útfyllingu trygginga- umsókna. Geðsjúkir fá ekki tryggingu „Ég þekki mörg dæmi þess að einstaklingi hafi verið neitað um líf- tryggingu af þeirri ástæðu einni að hann hafi einhvern tímann á lífs- leiðinni greinst með geðröskun,“ sagði Sveinn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, í samtali við 24 stundir í lok síðasta mánaðar. Hann sagði engu virðast skipta þótt viðkomandi væri ekki lengur veikur á geði er hann sækti um. Börn krabbameinssjúkra „Mér varð það ljóst strax af við- brögðum starfsfólks tryggingafyrir- tækisins sem ég lagði inn umsókn hjá að ég fengi ekki líftryggingu,“ sagði Þóra Magnea Magnúsdóttir í síðustu viku, en foreldar hennar dóu úr sjúkdómum sem ekki eru arfgengir. Er 24 stundir höfðu samband við Vonina, hagsmunasamtök krabba- meinsgreindra, sögðust þeir stjórn- armenn sem rætt var við hafa heyrt dæmi þess að einstaklingi hefði ver- ið neitað um líftryggingu sökum þess að foreldri eða foreldrar við- komandi hefðu látist úr krabba- meini. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Hver fær líf- tryggingu?  Fjölmennir þjóðfélagshópar fá enga líf- tryggingu og fara ótryggðir gegnum lífið ➤ 9,4% af núlifandi íslenskumkarlmönnum 15 ára og eldri hafa farið inn á Vog. ➤ Geðhjálp áætlar að fórðungurþjóðarinnar hafi glímt við al- varlega geðröskun. ➤ Á árunum 1997-2006 var dán-arorsök Íslendinga krabba- mein í fjórðungi tilfella. STÓR HLUTI ÞJÓÐARINNAR 24 stundir/Júlíus Stór hópur Hver fær líftryggingu og hver ekki? Sjúkdómar foreldra eða alkóhólismi getur komið í veg fyrir að fólk fái líftryggingu. „Þetta snýst ekki um dansmeyj- arnar sem einstaklinga, þetta snýst um viðhorfin í samfélaginu,“ segir Sóley Tómasdóttir, formaður mannréttindanefndar Reykjavík- urborgar, um bréf sem nektardans- meyjar hafa sent borginni. Hún segir stjórnvöld ekki geta sætt sig við það að líkamar kvenna séu hlutgerðir á þann hátt sem gert er á nektardansstöðunum. Hún segir ákvarðanir borgarinnar ekki geta miðast við einstaklinga, þetta snúist ekki eingöngu um einstak- lingshagsmuni heldur almanna- heill. „Auðvitað hljótum við að vera öll af vilja gerð að styðja við þær þannig að þær geti séð fyrir sér með öðrum hætti,“ segir Sóley en ein konan segist ekki geta séð sér farborða með öðrum hætti en nektardansi. „Það hlýtur að vera á ábyrgð samfélagsins að hún geti séð fyrir sér öðruvísi, við viljum ekki að neinn þurfi að sjá fyrir sér á þennan hátt.“ fifa@24stundir.is Borgin á móti nektardansi Snýst um viðhorf Nektardans Óvinsæll hjá borginni. VIÐ LEGGJUM AÐ FÓTUM ÞÉR Krókhálsi 4 • 110 Reykjavík • Sími 567 1010 • www.parket.is Í landsins stærsta sýningarsal á gólfefnum höfum við hjá Harðviðarvali sett upp glæsilega sýningu á flísum og innihurðum, að ógleymdu parketi og viðargólfefnum í ótrúlegu úrvali. Þegar þú vilt móta umhverfi þitt að þér, þá kemur þú í Harðviðarval og möguleikarnir verða nær óendanlegir. X E IN N H A 07 1 1 00 3 Nýja flísadeildiní Harðviðarvali býður SÉRTILBOÐ Á FLÍSUM

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.