24 stundir - 20.11.2007, Page 18

24 stundir - 20.11.2007, Page 18
Markaðs- hlutdeild Vodafone hefur vaxið á hverju ári, bæði á ein- staklings- markaði og fyrirtækja- markaði. Vegna fréttar á bls. 22 í dag- blaðinu 24 stundum á föstudag, undir fyrirsögninni Vodafone og Síminn kjósa kyrrstöðuna á markaðnum, vill Vodafone koma eftirfarandi á framfæri: Allt frá stofnun hefur Voda- fone leitt samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði. Sú samkeppni hefur verið hörð og skilað neyt- endum miklum ávinningi. Hún hefur m.a. birst í aukinni þjón- ustu við neytendur og mun lægra verði. Markaðshlutdeild Vodafone hefur vaxið á hverju ári, bæði á einstaklingsmarkaði og fyrir- tækjamarkaði. Nýlegir samningar Vodafone við mörg af stærstu fyrirtækjum landsins, t.d. Glitni og Reykjavíkurborg, eru til marks um það en slíkir samn- ingar eru aðeins gerðir að und- angengnum útboðum þar sem hart er barist um viðskiptin. Hörð samkeppni Samkeppnin á einstaklings- markaði hefur einnig verið hörð, þar sem verð á fjarskiptaþjón- ustu hefur lækkað og þjónustu- stigið hækkað. Hingað til hefur sú samkeppni þó að mestu ein- skorðast við suðvesturhluta landsins, en fyrirhuguð sókn Vodafone á landsbyggðina mun hreyfa við markaðnum þar sem neytendur hafa ekki getað valið milli þjónustuaðila. Reyndar hafa íbúar á völdum svæðum þegar notið góðs af slíkri breytingu, enda hefur Vodafone að und- anförnu boðið þjónustu sína víð- ar en áður. Örugg farsímaþjónusta Dylgjur um samráð keppi- nauta á fjarskiptamarkaðnum eru fráleitar en að öðru leyti ekki svaraverðar. Vodafone á Íslandi er fjar- skiptafyrirtæki í eigu Teymis hf. sem skráð er í Kauphöll Íslands. Starfsmenn Vodafone eru um 350 talsins og þjónusta við- skiptavini á heimilum og hjá fyr- irtækjum um land allt með far- síma, síma, nettengingar og sjónvarp. GSM-dreifikerfi Voda- fone nær til 98 prósent lands- manna og með samstarfi við Vodafone Group, eitt öflugasta fjarskiptafyrirtæki í heimi, er viðskiptavinum Vodafone tryggð örugg farsímaþjónusta um allan heim. Höfundur er forstöðumaður almannatengsla Vodafone. Dylgjur um samráð fráleitar UMRÆÐAN aHrannar Pétursson Síminn óskar þess að fá að koma að sínum sjónarmiðum vegna greinarskrifa Þórðar S. Júlíussonar í 24 stundum föstudaginn 16. nóv- ember um samkeppni á fjarskipta- markaði á Íslandi. Auk þess mót- mælum við harðlega þeim órökstuddu sleggjudómum sem Einar Kristinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hive, setur fram í blaðinu undir þeim formerkjum að Síminn og Vodafone séu með „klárt samráð í gangi“ eins og ein millifyr- irsögn greinarinnar gefur til kynna. Grein Þórðar: Hann segir í grein sinni að minni leikendur á markaði ásaki stóru fyr- irtækin um vítaverðar samkeppnis- hömlur. Við viljum taka skýrt fram að engar slíkar kærur hafa verið bornar á Símann til þessa enda eng- ar forsendur fyrir slíkum kærum. Undir millifyrirsögninni „Hægt, dýrt og takmarkað“ er því haldið fram að gæði nettenginga á Íslandi séu með því minnsta sem þekkist á meðal OECD-ríkjanna. Þessum niðurstöðum erum við hjá Síman- um ekki sammála. Síminn byrjaði að veita ADSL-þjónustu árið 1999 en þá þótti mönnum 256 kb/s ásætt- anlegur tengihraði og mest var hægt að veita 8 Mb/s. Árið 2005 var ADSL-kerfið uppfært í kerfi sem nefnt er ADSL2+ og er mesti hrað- inn þar 25 Mb/s. Nú eiga 83 prósent af heimilum á Íslandi kost á að tengjast ADSL2+ kerfi Símans. Hraðinn á ADSL fer eftir því hve símalínurnar eru langar, á stuttum línum er hægt að ná miklum hraða en litlum á löngum línum. Símalín- ur í þéttbýli á Íslandi þykja afar stuttar sem þýðir að meirihluti heimila getur fengið meira en 15 Mb/s með ADSL2+ tækni. Með svo- nefndri VDSL-tækni getur hraðinn farið yfir 100 Mb/s en þá þurfa lín- urnar að vera mjög stuttar. Hægt er að setja VDSL-búnað upp í götu- skápum sem eru mjög nálægt heim- ilum og veita þannig mikinn tengi- hraða án þess að valda nokkru jarðraski, enda eru fyrirliggjandi símalínur nýttar. Síminn hefur þeg- ar hafið tilraunir með VDSL-teng- ingar á höfuðborgarsvæðinu sem lofa góðu. Fá ekki auglýstan hámarks- hraða Skýrsla OECD, sem nokkuð hef- ur verið til umræðu, byggir niður- stöður sínar á auglýstum bitahraða frá fjarskiptafyrirtækjum og teljum við það einkennilega aðferðafræði því hún segir ekkert um raunveru- legan meðalhraða í hverju landi. Enda kemur skýrt fram hjá OECD að viðskiptavinir fái almennt ekki þennan hámarkshraða sem auglýst- ur er. Einnig er sá hraði sem aug- lýstur er aðeins aðgengilegur á ákveðnum stöðum. Þrátt fyrir að Ís- land sé eitt mesta dreifbýli í heimi er aðgengi að ADSL-þjónustu með því mesta í heimi eða 94 prósent. Að- gengi að ADSL2+ er líklega það mesta í heimi, eða 83 prósent, en slík tækni gefur við bestu aðstæður allt að 25Mb/s eins og fram er kom- ið. Einnig er fjöldi ADSL-viðskipta- vina á hvert heimili sá mesti í heimi. Verðlagningin tekur mið af miklu dreifbýli þar sem þrír íbúar eru á ferkílómetra, mjög litlum markaði og háum fjarfestingakostnaði. Ekki má gleyma því að kostnaður við int- ernet-útlandasamband er allt að 10 sinnum meiri en á meginlandi Evr- ópu. Í grein sem birtist í 24 stundum þann 8. nóvember er kvartað yfir því að hér á landi sé einsleit tækni notuð og ekki samkeppni milli tæknilausna enda vanti hér kapal- kerfi. Þessu má í raun snúa við og fagna því að hér séu ekki kapalkerfi enda eru internettengingar um kap- alkerfi mun lakari en um DSL. Þar ríkir miklu meiri samnýting band- víddar, sem veldur lakari upplifun viðskiptavina. Íslendingar almennt ánægðir Vísað er til þess að Ánægjuvog Capacent hafi lækkað um 2,2 pró- sentustig frá árinu 2000 til 2007 á farsímamarkaði. Hérna viljum við benda á að árið 2005 gerði Capacent veigamiklar breytingar á fram- kvæmd Ánægjuvogarinnar þar sem bæði spurningum og kvarða var breytt. Það hafði í för með sér veru- lega lækkun gilda fyrir nær alla markaði. Ánægjuvogin á farsíma- markaði var í 61,9 stigum árið 2005 en hækkaði upp í 64,4 stig árið 2006 sem gefur til kynna að viðskiptavin- ir á Íslandi séu almennt ánægðari með farsímafyrirtækin árið 2006 en 2005, sem er afar ánægjuleg þróun. Nýlega kom fram í Þjóðarpúlsi Gallup könnun á því á hvaða svið- um fólk teldi mesta samkeppni ríkja. Var íslenski fjarskiptamarkað- urinn þar í fyrsta sæti á undan mat- vörumarkaðnum, flugsamgöngum til og frá landinu, banka-, trygginga- og eldsneytismarkaðnum. Upplifun almennings virðist því alveg öfug við fullyrðingar sem fram komu í 24 stundum. Viðtal við Einar: Framkvæmdastjóri Hive fer vís- vitandi með rangt mál hvað viðvík- ur umfjöllun hans um HÍN. Til- gangur HÍN er að annast skráningu fluttra símanúmera og er ekki gerð krafa um arðsemi af rekstri félags- ins. Öllum fjarskiptafélögum, sem hafa heimild til fjarskiptastarfsemi og hafa fengið úthlutað símanúm- erum hjá PFS, stendur til boða að gerast hluthafar í félaginu á jafnrétt- isgrunni, þ.e. með jafnan eignarhlut á við þau sem fyrir eru. Nýlega gerð- ist Nova ehf. einn þriggja eigenda HÍN með kaupum á hlutafé í félag- inu. Nova á þriðjungshlut í félaginu, jafnmikið og Síminn og Vodafone. HÍN hefur átt í viðræðum við Hive og fleiri aðila sem hefur verið boðið að eignast hlut í félaginu á sömu forsendum og Nova. Ásakanir um yfirverð eru því ekki á rökum reistar. Aðgangur að farsímakerfi Því er haldið fram að Síminn beiti samkeppnishindrandi aðgerðum gegn því að aðrir noti farsímakerfi hans. Síminn hefur um árabil veitt farsímafyrirtækjum aðgang að far- símakerfi sínu með gerð reikisamn- inga. Síminn hefur birt viðmiðunar- tilboð um reiki sem stendur öllum farsímafyrirtækjum til boða. Þá er fjarskiptafyrirtækjum mögulegt að veita NMT-þjónustu með gerð end- ursölusamnings við Símann. Í ná- lægri framtíð mun Síminn svo bjóða fjarskiptafyrirtækjum að gera samn- ing um sýndarreiki (MVNO) og möguleika á endursölusamningi um GSM-þjónustu Símans. Því má segja að fjarskiptafyrirtæki geti valið úr leiðum vilji þau bjóða farsíma- þjónustu yfir farsímakerfi Símans. Staðhæfing um að Síminn hindri aðgang annarra fyrirtækja að far- símakerfi sínu á því ekki við rök að styðjast. Höfundur er forstöðumaður samskiptasviðs Símans Engar kærur bornar á Símann UMRÆÐAN aLinda Björk Waage Þrátt fyrir að Ísland sé eitt mesta dreif- býli í heimi er aðgengi að ADSL-þjón- ustu með því mesta í heimi eða 94 pró- sent. 24stundir/Sverrir Gott aðgengi Aðgengi að ADSL2+ er líklega það mesta í heimi, eða 83 prósent, en slík tækni gefur við bestu að- stæður allt að 25Mb/s . 18 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 24stundir MasterCard Mundu ferðaávísunina! Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 E N N E M M / S IA • N M 3 0 73 5 Heimsferðir bjóða þér nú til glæsilegrar vetrarveislu á Kanaríeyj- unni vinsælu Tenerife í lok janúar og byrjun febrúar. Tenerife, sem er stærst Kanaríeyjanna, býður frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn; fallegar strendur, glæsilega gististaði, fjölbreytta afþreyingu og stórbrotna náttúru. Við bjóðum glæsilegar ferðir á ótrúlegum kjörum og vinsæla gististaði. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta og íbúða í boði á þessu verði! 39.995 kr. verð frá aðeins - Ótrúleg sértilboð á síðustu sætunum29. janúar og 5. febrúar E N N E M M / S IA • N M 3 0 73 6 Vetrarveisla á Tenerife * Ótrúlegt verð El Cortijo – íbúðir Kr. 39.995 *) Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í viku, 29. janúar. Brottför 5. feb. kr. 4.000 aukalega. Kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð í viku, 29. janúar. Brottför 5. feb. kr. 4.000 aukalega. Aguamarina Golf - íbúðir Kr. 43.895 Netverð á mannm.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í viku 29. janúar. Brottför 5. feb. kr. 4.000 aukalega. Kr. 55.490 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð í viku, 29. janúar. Brottför 5. feb. kr. 4.000 aukalega. Hotel Jacaranda með hálfu fæði Kr. 69.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði, 29. janúar, vikuferð. Brottför 5. feb. kr. 4.000 aukalega. Hotel Bahia Principe með allt innifalið Kr. 89.190 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með öllu inniföldu, vikuferð, 29. janúar. Brottför 5. feb. kr. 4.000 aukalega. Sértilboð!

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.