Sunnudagsblaðið - 11.11.1962, Qupperneq 9
SIH ROY Welensky er heimsþekkt
stjórnmálafígúra, forsætisráðherra
Breta í Rliodesíu. Hann er einn af
þessum fáu hættulegu mönnum,
sem enn gegna ábyrgðarstöðum á
heimsmælikvarða og stríða gegn
sögulegri þróun heimsmálanna
með öfgafullri baráttu gegn þeim
íbúum landa, sem þar hafa átt
heimili þúsundir ára.
Hann er einn af þessum mönn-
um, sem skapa kommúnisma und-
haft alla mögulega aðstöðu til að
segja söguna Sir Roy í vil — ef
til vill með hjálp forsætisráðherr-
ans og að hans undirlagi?
Að öllum getgátum slepptum,
verður ekki annað sagt, en saga
þessa manns sé allstórbrotin og
forvitnilegt lesefni.
Hann er af gyðingaættum —
faðir hans var gyðingur. í æsku
leið hann nauð vegna fátæktar
fjölskyldunnar og hóf snemma að
ir því kjörorði, að þeir séu að
forða frá kommúnisma.
Hann er einn af þeim mönnum,
sem vinna ötullega að því að
veikja stórveldi undir því kjörorði,
að þeir séu að viðhalda heimsveldi.
Maður nokkur Garry Allighan
að nafni hefur nýlega tekizt á
hendur að skrifa ævisögu þessa
manns. Allighan þessi virðist hafa
vinna fyrir sér á ýmsan hátt. Að
lokum komst hann að við járn-
brautirnar ensku, þar sem hann
vann sig upp í starf vélstjóra.
Hann tók á sínum yngri árum
mikinn þátt í starfsemi verkalýðs-
félaganna og var um skeið starfs-
maður þeirra. Hann þótti þá ekki
síður harður í horn að taka við
sín störf en nú.
Það er annars einkennilegt,
hversu lífsbraut Sir Roy Welens-
kis hefur tekið furðulega stefnu.
frá ákafri baráttu fyrir réttindum
verkalýðsins hefur liann sveigt æ
meira til hægri, unz svo er komið,
að hann er orðinn öfgafullur
hægrimaður — sumir vilja ganga
svo langt að kenna hann við fas-
isma.
Um skeið var Roy Welensky
hnefaleikamaður og mjög hændur
að þeirri „Iþrótt” (það má reyndar
spyrja, hvort maðurinn sé
það ekki enn í meira lagi. Hann
virðist hafa mjög áberandi vilja
til að láta hnefaréttinn skera úr
deilumálum enn sem fyrr).
Sir Roy hefði líklega endað, sem
útflatt kjötfjall á hnefaleikasvið-
inu, hefði hann ekki orðið fyrir
þeim ósköpum að verða ástfanginn
af konu, sem ekki tók það í mál
að giftast honum, nema hann
fleygði frá sér hnefaleikahönzkun-
um fyrir fullt og allt.
Eftir að Sir Roy giftist sveigði
hann fljótlega frá fyrri skoðunum
og háttum og hann varpaði sér út
í stjórnmálabaráttuna, með því
eindæma þreki og hörku, sem hon-
um er lagið.
Lok þeirrar sögu þekkir allur
heimurinn.
Hin fádæma þrjózka Sir Rojts
við að viðurkenna staðreyndir —
sætta sig við það óumflýjanlega,
á sjálfsagt rætur sínar í því mót-
læti, sem hann mátti þola í upphafi
ævi sinnar, þeirri lífsbaráttu, sem
hann hefur sigrast á með fádæma
hörku. Hann hefur unnið sig á-
fram skref fyrir skref, án þess að
fá nokkuð gefið.
Hann mun ekki víkja úr sessi
fyrir neinu, sem ekki er sannan-
lega sterkara en hann sjálfur.
Hafi menn áhuga á að eignast
þessa ævisögu forsætisráðherrans,
nefnist hún The Welensky story og
er gefin út af MacDonald útgáfu-
fyrirtækinu í London.
Dylan Thomas, skáidið fræga
var ekki við eina fjölina felldur,
drykkfelldur róstusamur og
gerði konu sinni á margan hátt
Iífið leitt. Þegar hann dó árið
1953 vakti það gífurlega athygli
og varð mörgum til ásteitingar, að
kona lians, Catlin Macnamara
Thomas, gaf út bók um ævi sína
mcð Dylan Thomas, bókina nefndi
hún Leftover Live to Kill. í bóli
inni skýrði hún hömlulaust og
skilmerkilega frá samlífi þeirra
hjóna, árekstrum þeirra og einka-
málum.
Ilneikslið, sem þessi bók vakti,
virðist ekki hafa farið að ráði í
taugarnar á ekkjunni Caitlin, því
að enn er hún í þann veginn að
scnda frá sér bók, sem að líkind-
um mun ekki vekja minni athygli
og umtal en hin fyrri. Bókina nefn-
ir hún: Bréf til dóttur minnár,
skrifuð áður en ég skil við. Cait-
lin Thomas er nú 47 ára að aldri,
en hún virðist bitur og alls frábit-
in því að skilja aðdáendum Dylan
Thomas annað eftir en öskuna
eina. Hún lýsir sjálfri sér i bókinni
sem ungmeyjarrekaldi og ráðlegg-
ingar hennar til dóttur sinnar eru
sprottnar af sárri reynzlu.
í bókinni segir hún meðal ann-
ars þetta um Dylan Thomas: Dylan
hætti aldrei að segja mér það, þó
að ég lærði ekki af því, að staður
konunnar væri í rúminu og við
vaskinn og ekki annars staðar.
Kona ætti aldrei að fara lengra
en svo, að leið hennar lægi frá
rúminu að vaskinum og til baka.
Bók þessi kemur út snemma á
næsta ári.
H. E.
BOTNI
ARGASTA kot í Helgdfellssveit heitir í Botni, þar sér hvorki sól né sum-
ar. Þar var einhverju sinni maður, allra sveita kvikindi, og hét Árni og
var kallaður Árni í Botni. Einhverju sinni bjó hann sig út með nesti og
nýja skó, lagði á drógar sínar og hélt suður á Iand svo Iangt, að enginn
þekkti Árna í Botni. Hann kom loksins að stóru og reisulegu prestssetri
og var þar um nótt. Presturinn átti unga og fríða dóttur. En þegar Árni
vaknaði og skyggndist til veðurs sagði hann við sjálfan sig: „Og skyldu þá
bátar mínir róa í dag?” Þetta sagði hann eður annað því líkt þrjá morgna
í rennu. Presturinn og dóttir hans tóku eftir þessu og grunaði að hér
mundi kominn stórhöfðingi af Vesturlandi. Það er ekki að orðlengja að
Árni bað prestsdóttur og fékk, og voru nú settir undir þau gæðingar og
þau héldu vestur um land. En við hvern stórbæ sem fyrir þeim varð á
leiðinni sagði hún við bónda sinn: „Og er þetta bærinn þinn, elskan?” „Og
ekki enn, sagði hann. Ríða þau nú lengi, lengi, þangað til eitt kveld í
niðamyrkri að þau koma að koti einu, allt grafið í jörð niður. Ilér fer Árni
af baki og tekur af baki konu sína. „Er það bærinn þinn að tarna, elskan?”
segir hún. „Já”, segir Árni. Nú ber Árni að dyrum og kemur kerlingar-
skrukka móðir Árna til dyranna og spyr hver kominn sé og segir Árni til
sín og kallar inn því ekki sá handaskil í niðamyrkrinu: „Kveiktu á gull-
stjakanum“. „Og ekki gct ég það“, sagði Kerling. „Kveiktu þá á silfurhjálm-
inum“, sagði Árni. „Og ekki get ég það’, sagði kerling. „Og kveiktu þá
á helvízkri kolskörunni”, sagði hann. „Og það skal ég gera”, sagði kerling
og hljóp til og kveikti. Um sambúð þeirra Árna og prestsdóttur er ekki
getið. Um Árna í Botni er þetta kveðið:
„Árni í Botni allur rotni,
ekki er dygðin fín;
þjófabæli, það er hans hæli,
þar sem aldrei skólin skín“.
(fslenzkar þjóðsögur og ævintýri).
?A.IH2t3ArnmMUE — GTÖAJíJUWyajt. r<
ALÞVÐUBLAÐIÐ - SUNXUDAG SBLAÐ 3