Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Síða 8

Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Síða 8
hann sá, þcgar hann kom inn í forstofuna var gamla kistan, sem þau Peggy höfðu keypt á uppboð- inu um árið og stólarnir tveir, sem hann hafði sjálfur smíðað. Þetta kom honum til að stanza. Það, tem kom hjarta hans til að slá örar var borði, sem komið var fyrir á kistunni. Á honum stóð með rauðu, barnalegu letri: Vel- kominn heim pabbi. Iiann starði á þetta. Angarnir mínir, liugsaði liann, sofa uppi og bíða mín. Jæja, hann var nú einu sinni hingað kominn og kannski að þau vendust honum. Hann gekk varlega í gegnum forstofuna og opnaði dyrnar að .seturtofunni. Það logaði ljós á lampa í horn- inu og á milli glugganna tveggja stóð tréð. T1eegv hafði ger* sitt bezt? við " -’'revfa 'réð en ekki tet-izt t-að með öllu. Tréð ha’.laðist út á aðra hliðína, og hann vissi, að fóturinn olii því. Þetta minnti hann á gömlu árin, — þegar hann var að bisa við að nota stoðir til að styrkja það og rétta. Hann sá líka annað. Það var enginn engill á toppnum. Það hafði alltaf verið hans verk að klífa upp í stigann eftir að búið var að skreyta tréð, og setja vaxengilinn á sinn stað. Svo klifr aði hann niður og þau virtu handa verk sín fyrir sér með aðdáun. „Ég held næstum, að tréð sé fallegra núna en í fyrra, Jeff.“ ,,Þú segir það alltaf, elskan mín. Jæja við skulum fara að hátta. Þetta er nú loksins búið.“ Hann vissi, að hún myndi hafa skilið engilinn eftir að ásettu ráði svo að hann setti hann sjálfur á sinn stað.Hann lá í kassa á borð- inu og við hlið hans lá lítið spjald Þar bauð hún hann velkominn lieim. Hún hafði jafnvel skilið þarna eftir stigann, sem hann var vanur að nota. En hún hlaut að hafa verið orðin þreytt. Samt hafði henni tekizt að setja Ijósin á greinarnar og bómullina við fót inn, — bómullin var eins og síð- asta viðbragð magnþrota mann- eskju, — einn af vitringunum hafði fallið af trénu á liana og Peggy hafði ekki fengizt um að reisa hann við. Frh. á bls. 235. bíinum hans, annar. að bílskúrn- um og sá þriðji að húsinu. Og þar sem hann stóð þarna með lyklana í höndunum datt hon- um allt í einu í hug, begar hann lauk upp með þeim í fyrsta skipti, fyrir brúðkaup þeirra Peggyjar. „Jæja, við skulum nú skoða heim ilið okkar, vina mín,“ hafði hann sagt. „Það er .kannski full stórt, en eins og fasteignasalinn benti mér réttilega á, er mannfjölgunin í heiminum ör.“ Hun hafði roðnað og brosað við „Ég vona að hann hafi rétt fyrir sér,“ sagði hún. „Mig langar að eignast fjörlskyldu.“ — og þar sem hann stóð þarna þennan löngu liðna dag, með lyklana í höndunum, hafði hann vafið hana örmum og kysst hana. Krakkar, hugsaði hann, tveir krakkar, og hann hafði ekki séð þá í tvö ár. Og standandi þarna fyrir dyrum úti í þesum furðulega búningi fór hann að gerast hrædd ur við, að Peggy mundi stara kuldalega og tjáningarvana á hann Wally, sjö ára, mundi virða hann fyiir sér furðu lostinn, og Jói litli mundi snúa sér undan þessu ókunna andliti. Hann fann að. hann skalf og hann néri höndunum aftur sam- an. Það var heimskulegt. Það vár allt í lagi með þær. Allt var í lagi. Allt og sumt, sem hann átti að gera var að opna dymar og ganga hljóðlega inn. En það fyrsta, sem 224 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.