Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 10
J óhannes Guðmundsson: KAUPSTAÐ- ARFERÐ Á JÓLAFÖSTU '’AÐ var veturinn 1916—’17, viku íyrir jói. Ég var síaddur í Austur- görðum þar sem ég hafði verið heimiliskennari um tíma. Það var tekið að rökkva, og síðasta tíman- um að verða lokið. Þá þóttist ég heyra að korainn væri gestur inn í frambaðstofuna, enda reyndist svo. Gesturinn var Kári Stefáns- son, sem þá bjó á parti úr Garði í Kelduhverfi og var giftur systur séra Sveins Víkings. Hann kvaðst eiga erindi við mig og spurði, hvort ég hefði ekki lokið kennslu fram yflr jólafrí. Ég játti því. „Þá vil ég spyrja þig”, mælti Kári, hvort þú getir ekki leyst vandræði stúlku, sem hjá okkur liefur verið við sauma. Hún er dóttir síra Jóns Arasonar í Húsavík og langar til að komast heim fyrir jólin, eins og gerist og gengur, en enginn er hjá okkur til að fylgja henni; allir hafa nóg með sín heimastörf. Mundir þú fáanlegur til að fylgja henni heim til sín?” Ég átti ekkert erindi til Húsavíkur — þurfti ekkert að verzla þar. Hins vegar gat ég ekki neitað því; að ég var engum störf- um buridinn þessa daga fram að jólunum. Það mátti þyí halda stirfni eða jafnvel leti, ef ég segði nei. Ekki bjóst ég við, að þetta yrði nein skemmtiferð, enda meira gaman að fylgja ungum stúlkum i gróandanum á vorin en í skammr degisbyljum vetrarins. Eftir stutta umhugsun gaf ég kost á því að fara en sagði, að bezt væri að leggja af stað þegar um daginn og komast undir heiðina, því veður var ótryggt og hríðarveðnr höfðu verið undanfarna daga. Ég kvaðst mundu koma að einni stundu lið- inni, og væri þá bezt að stúlkan væri ferðbúin. Ég tók nú að búast til.ferðar, sem ekki tók langan tíma, því ég var sæmilega vanur vetrarferðum, kvaddi síðan heimafólk og óskaði því gleðilcgrg hátíða. Þegar ég kom að Garði, var stúlkan, sem heitir Karitas Jónsdóttir, og er nú gift kona í Reykjavik, ferðbúin. í Garði fékk ég skíði til fararinnar, því allmikill snjór var á jörðu og gangfæri illt. Frá Garði að Lóni í Kelduhverfi munu 8—9 km. og taldi ég það liæfilega göngu til að byrja með. Veður var stillt, en mikil logndrifa og mjög blindað, enda komið náttmyrkur. En þar sem ég var nákunnugur leiðinni, varð mér engin skotaskuld úr að rata, og komum við að Lóni sam- kvæmt áætlun og áttum þar ágæta nótt. Næsta dag var iðulaus stórhríð og ekki viðlit að leggja á Tungu- heiði, sem er 15 km. löng milli byggða og varasöm yfirferðar vegna gilja og jafnvel snjóflóða, ef ekki er rétt farið. Við héldum því kyrru fyrir í Lóni um daginn fram undir rökkur. Þá ákvað ég að fara að Fjöllum, sem er næsti bær og stendur rétt undir heiðinni. — Vildi ég vera við því búinn að leggja á heiðina strax næsta morg- un, ef veður yrði fært. Næsta dag var veður töluvert betra, veðurhæð minni og hríðar- lítið með köflum, svo oftast var hægt að sjá milli varða eða síma- staura, sem lágu nærri veginum á stórum köflum. Ég spurði Ólaf Jónsson (hann var föðurbróðir Jóns borgarlæknis í Reykjavík) bónda á Fjöllum, hvernig honum litist á ferðaveðrið, því hann var ’-aður g'öggur á veður og þaui- kannugur veðurfari á heiðinni. og minnl lfkur til, að veður spillt- ist lun daginn eftir nýafstaðið ó- veður. Við Karitas lögðuin því af stað í hálfbirtingu. Fórum við hægt upp Fjallabrekkurnar, því ekki þótti ráðlegt að lýja sig eða svita á fyrsta sprettinum. En Kari- tas reyndist harðdugleg til göng- unnar, enda grannholda og frem- ur létt á sér. Skíðafæri var frem- ur þunfet víða, því skíðin sukku í, þó sóttist ferðin eftir vonum, og aldrei varð svo dimmt, að ekki sæi milli símastaura. Frost var allmik- ið, en ekki amaði það okkur, sem þá vorum baéði á bezta aldri og ekkl kulsæl. Þegar halla tók vestur af heið- inni, töldum við okkur borgið, sem og líka var, því veður var öUu bjartara vestan heiðar en austan. Þegar við komum niður undir Syðritungu, sem er fyrsti bær vestaniieiðar á þessari leið spurði ég Karítas, hvort liún vildi ekki hvila sig þar og fá hressingu. Hún taldi það ástæðulaust, hún mundi vei geta gengið þá 10 km, sem þá voru eftir til Húsavíkur án livnd- ar. Dimmt var orðið af nótt, er við Frh. á bls. 227 226 sunnudagsblað - alþýðublaðíð

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.