Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Qupperneq 12
SÚ MIKLA ábyrgð á lífi og lim-
um annarra, sem lögð er í hendur
ungs læknis rennur fyrst upp
fyrir lionum, þegar hann byrjar
fyrir alvöru að starfa á sjúkra-
húsum, og verður að færa sér
það í nyt, sem hann hefur lært í
skólanum. Og hugsunin um þessa
miklu ábyrgð getur oft lagzt sem
farg á hann og valdið honum
þungum áhuggjum um að hann sé
alls ekki fær til starfs síns. Smám
saman styrkist þó sjálfstraust
lians, ekki hvað sízt í viðræðum
við sér eldri og reyndari starfs-
bræður, sem ekki voru neitt hug-
djarfari á yngri árum en hann nú.
En þetta tekur vitanlega sinn
tíma.
Um það bil, sem ég var að ljúka
starfsskyldu minni sem lækna-
kandidat á John Hopkins sjúkra-
húsinu í Baltimore var ég enn í
svo miklum vafa um hæfileika
sjálfs mín, að ég var komlnn á
fremsta hlunn með að hætta við
að leggja fyrir mig læknisstörf. En
þá gripu örlögin inn í. »
Laugardagsmorgun einn var fá-
tæk og vesæl blökkukona, 39 ára
gömul, lögð inn á sjúkrahúsið okk-
ar. Hún gerði ekki annað en tæta
sængurfötin og rífa í hár sér, og
fjölskylda henriar gaf þá skýringu,
að hún hefði verið skrýtin um
hríð. Hún vildl ekkert leggja sér
til munns og smám saman dasaðist
hún svo að hún reisti ekki höfuðið
frá koddanum. Hún sýndist kæra
sig kollótta, hvar hún var niður-
komin, enda fylgdi henni læknis-
vottorð, sem sagði, að hún væri
sálsjúk og ætti hvergi heima nema
á geðveikrahæli. En fjölskylda
hennar hafði afráðið að leita fyrst
til okkar í Baltimore til að freista
þess, hvort við gætum ekki eitt-
hvað hjálpað.
Síðar um daginn rannsakaði ég
liana ásamt öðrum lækni og kom-
umst við að þeirri niðurstöðu, að
hún þjáðist af alvarlegum blóð-
skorti, óeðlilegri hjartastarfsemi
og ofvexti skjaldkirtilsins. Við
settum hana strax í joðkúr til að
laga skjaldkirtilinn og gáfrun
henni að auki digitalis við hjart-
anu. Næsta dag sýndi röntgen-
mynd, að hún hafði magasár. Við
rcyndum einnig að gefa henni við-
eigandi meðferð við magasárinu
og auk þess blóðvökva og örvandi
spraurur.
John Hatvey
Smárri saman varð hún rólegri
og byrjaði að nærast. Hjartað fór
að slá eðlilega, blóðskorturinn var
úr sögunni og hún varð sem önn-
ur manneskja.
Ég kynntist henni vel þá mán-
uði, sem hún átti í sjúkralegunni.
Þekking hennar var ekki mikil,
enda hafði hún notið lítillar skóla
menntunar, en ást hennar til með-
bræðra sinna var djúp og einlæg,
enda var hún gædd góðri skyn-
semi. Margar stundir sat ég á
rúmstokknum hjá henni og hlust-
aði á hana segja frá lífinu á litla
kotbýlinu, sem hún átti heima á,
— frá uppskerunni, matartilbún-
ingnum og fjölskyldunni. Hún
hafði mikið yndi af blómum en
hafði ekki ráð á eigin garði og varð
því að láta sér nægja þau villtu
blóm og jurtir, sem uxu umhverf-
is bæinn. Uppáhaldsplantan henn-
ar var þyrnir, sem óx villtur
skammt frá bænum.
Svo kom dagurinn, þegar hún
skyldi útskrifast af sjúkrahúsinu
og fara heim til sín. Hún rétti mér
höndina og sagði einlægri röddu:
„Kærar þakkir, læknir”,-
Við komum því í lcring, að lækn-
ir í nágrenni við heimili hennar
liti eftir heilsu hennar við og við,
því að hún hafði ekki efni á að
takast á hendur fcrðir til Balti-
more til að hægt væri að rann-
saka heilsu hennar. Hún hélt líka
að sér yrði ofviða að vera mikið
á ferðinni svo langa leið. Læknir-
inn, sem fenginn hafði verið til að
líta eftir lienni, sendi svo skýrslur
um heilsufar hennar með jöfnu
millibili til sjúkrahússins, svo að
við gátum fylgzt með henni.
Svo komu jól. Sjúkrahúsið var
skreytt með alls kyns jólaskrauti
og hátíðleg stemning færðist yf-
ir okkur öll. Á jóladag fór ég yfir
í aðalálmu sjúkrahússins þar sem
kirkjukór bæjarins var að syngja
jólasálma fyrir starfsfólk sjúkra-
hússins. Starfsfólkið sat á svölum
og horfði á kórinn, sem stóð á gólf
inu fyrir neðan og söng eitt lagið
eftir annað. Þetta var ákaflega liá-
tíðleg stund ekki sízt fyrir þær
sakir, að þarna var saman komið
fólk úr öllum áttum, fólk, sem
saknaði vina og ættingja á fjar-
lægum stöðum. Og þarna niðri á
gólfinu stóð kórfólkið í hvítu kyrtl-
unum sínum umliverfis marmara
styttuna af Jesúm Kristi.
Söngurinn var yndislegur en
228 SUNNUPAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLADIÐ
J