Sunnudagsblaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Qupperneq 13

Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Qupperneq 13
4 WM v:—, samt leið mér ekki vel. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég var ekki heima á jólunum. Ég reyndi að leggja við hlustir og hlýða á sálm ana en æ ofan í æ hvarflaði sú hugsun að mér, að ég væri ekki hæfur læknir og bezt væri fyrir mig að segja skilið við sjúkrahús- ið fyrir fullt og allt. Kórinn lauk söng sínum með Lofgjörð úr Messíasi eftir Handel og fór siðan út í sjúkrahúsið til þess að syngja fyrir sjúklinga hinna ýmsu deilda. í sama bili og ég sneri mér við til að ganga út sá ég að dyravörð- urinn við aðalinnganginn veifaði til mín. Hann rétti mér böggul, sem váfinn var í brúnan pappír og bundinn með rauðu bandi. Hann sagði að svertingjakona nokkur hefði komið með liann og spurt eftir mér. Dyravörðurinn kvaðst eldci geta ónáðað mig á meðan á söngnum stæði, en hún hafi þá sagzt þurfa að ná i áætlunarbíl eftir 20 mínútur og ekki geta beð- ið. Hefði hún því beðið hann að taka við bögglinum og fá mér hann, þegar söngurinn væri úti. Ég fór með böggulinn upp á herborgið mitt, og opnaði hann. Utan á krumpuðum brúnum papp- írnum var fátæklegt jólaskraut, sem auðsjáanlega hafði verið klippt úr dagblöðum. Innan í var svo pappaaskja og á henni lím- miði, sem áður hafði verið notað- ur til áskriftar. Þar var strikað yfir ókunnugt nafn en nafnið mitt párað fyrir ofan með stirðri, ó- lærðri rithendi. í öskjunni lágu nokkrir þyrnikvistir með rauð- berjum, auðsjáanlega nýlega tíndir. Ég sá strax, hver gefandinn mundi vera og hvers vegna hann hafði ekki getað beðið mín. Svert- ingjakonan liafði tekizt á hendur langa og erfiða ferð til Baltimore í þeim tilgangi að tjá mér vináttu sína og færa mér þá einu jólagjöf, sem hún með nokkru móti gat gefið af slnni óumræðilegu fátækt. Svo varð hún að ná áætlunarbíln- um aftur hcim og hristast í hon- um í f jórar klukkustundir í viðbót. Nýtíndir þyrnikvistir í fátæk- legri pappaöskju, — gjöf óupp- lýstrar, örsnauðrar manneskju, sem langaði til að tjá mér hug sinn, — þetta var bezta og dýrmæt- asta jólagjöf, sem ég lief nokkru sinni fengið. Ég leit ut um glugg- ann og horfði á stjörnur himinsins, og mér varð hugsað til þessa sama kvölds fyrir 2000 árum. í fjarska heyrði ég sönginn um vitringana, sem færðu Jesúbarninu gjafir .. Skyldu þær hafa verið dýrmæt- ari en mín? Efinn, sem hafði nagað hjarta mitt, var horfinn. ALÞÝÐUBLAÐlÐ - SUNNUDAGSBLAÐ £29 'N

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.