Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 16

Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 16
 VnBIMHHH íiííiví ' • •.••• $&>: >/V?; \* •! . :W:íí:WÍ: B ÞAÐ er seint I september árið 1148, litlu íyrir Mikjálsmessu, einn af þessum fögru haustdögum, sem skýtur allt í einu upp í miðjum illviðrarosanum, með sól á ský- lausum himni og alkyrru veðri, froststirðningur í morgunsárinu. Það hefur gránað í Suðurdala- fjöllin undanfarnar nætur, enda skammt til vetrar. Undir nónbilið þennan fagra haustdag, getur að líta mannareið mikla upp Svín- bjúgsdal, í áttina að Hitardals- heiði. Þeir reka fjölda hesta, suma lausa, aðra undir klyfjum. Götu- troðningurinn er grýttur og illur yfirferðar, það er ekki rúm fyrir tvo hesta í götunni samsíða, Iestin verður þess vegna býsna löng, þar sem hún silast í ótal hlykkjum upp dalþrengslin. Það glamrar í grjót- inu og skelþunnt íshemið á götu- pollunum brestur með ótrúlegum hávaða í fjallakyrrðinni undan járnuðum hrosshófunum. Flest bendir til þess, að hér séu engir innansveitarmenn á ferð, heldur langferðamenn og ekki af lakara Gestur Guðfinnsson taginu, enda eiga hörðdælskir heimamenn lítil erindi suður yfir fjöll um þetta leyti árs og sízt svo margir saman. Sú er líka raunin. Ilér er sem sé á ferð einn göfug- astur höfðingi landsins, Magnús Einarsson Skálholtsbiskup, ásamt fylgdarliði sínu, kominn úr yfir- reið um Vestfjörðu, hyggst gista hjá Þorleifi beiskalda í Hítardal næstu nætur. Innan stundar eru þeir á há- heiðinni. Framundan blasir við breiður dalur með háum fjöllum til beggja lianda og stórt stöðu- vatn í dalnum, framán við það gró- ið fell þvert um dalinn; síðan hraun. Þetta er Hítardalur og fell- iö Hólmsfjall eða Hólmur. Undir íellinu suðvestanverðu stóð fyrr- um samnefndur bær Bjarnar Hít- dælakappa, rétt við Hítará; síðan hann lét lífið í Hvitingsfjöllum þarna vestan við ána eru liðnir tæpir fimm aldarfjórðungar. Fram liggja feigs götur. Þeir ríða áfram sneiðingana niður í dalinn. Hvit- gufan stendur fram úr nösum gæð- inganna í andberu haustloftinu. Það liggur vcl á hópnum. Langri - BRUNINN í HÍTA 232 SUNNUDAGS8LAÐ - ALÞÝDUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.