Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Side 17

Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Side 17
og erfiðri ferð er bráðum lokið. Síðasti fjallvegurinn að baki, að Bláskógaheiði einni undanskilinni. Að viku liðinrii verða þeir í Skál- holti. Engan órar fyrir þeim skelfingum, sem bíða þeirra á næstu grösum. Sagan er fáorð um þessa ferð, hina miklu örlagaferð Magnúsar biskups og förunauta hans. Við verðum að geta í eyðurnar. En meðan fylkingin þokast áfram nið- ur með Hítardalsvatninu í haust- kyrrunni, skulum við atliuga, hvað höfundur Hungurvöku hefur um Magnús biskup að segja. n. „Magnús var sonr Einars Magnús- sonar, Þorsteinssonar, Hallssonar af Síðu, og Þuríðar Gilsdóttur, Hafrssonar, Svertingssonar, Hafr- Bjarnarsonar, Molda-Gnúpssonar. Magnús var upp fæddr með Einari, föður sínum, ok Oddnýju, stjúp- móður sinni, dóttur Magnúss prests Þórðarsonar ór Keykjaholti. Þessum kváðust þau mest unnat hafa af öllum sínum börnum. Magnús var til bækr settr ok vigðr öllum vígslum, áðr hann var prestr. —------- En þá er Þorlákr byskup hafði andazt áðr um vetrinn, þá var Magnús körinn til byskups eftir um sumarit, ok þat sumar ætlaði hann til utanferðar ok varð aftr- reka í Blönduós ok var þá í .Skála- holti um vetrinn ok fór utan annat sumar eftir til Nóregs. Þat sumar fór liann utan, er þeir Magnús Sigurðarson ok Haraldr gilli börð- ust á Fyrileif. ok stökk'þá Hæ-nldr undan suðr til Danmerkr. Magn- ús byskupsefni fór ok suðr til Dan- merkr it sama haust ok gaf gjafir Haraldi konungi, ok tókst þá vin- fengi þeirra mikit. Magnús fór á fund Özurar erkibyskups, ok tók hann við honum virðuliga ok vigði hann til byskups á Simonis messu- dag. Þann vetr inn næsta var Magn ús byskup í Sarpsborg, þar til er Haraldr konungr varð innlendr. Þá fór hann til hans, ok tók konungr fegi.nsamliga við honum ok m.eð inni mestu sæmd ok virðingum, ok var með honum, þar til er hann fór út aftr til íslands, ok þá af konungi virðuligar gjafir, borðker, er vá átta merkr, ok var þar, síðar káleikr ór gerr, ok margar gjafir aðrar, því at konungr var örr ok stórlyndr við vini sína. Magnús byskup kom út til ís- lands um alþingi ok kom í Eyja- fjörð ok reið til þings ok kom þar, þá er menn váru at dómum ok urðu eigi ásáttir um eitthvert mál. En þá kom maðr at dómin- um ok sagði, at Magnús byskup riði á þingit. En menn urðu svá fcgnir þeiri sögu, at þegar gengu allir menn heim. En byskup gekk síðan út á hlaðit fyrir kirkju ok sagði þá öllum mönnum senn þau tíðcndi, er gerzt höfðu í Nóregi, meðan hann var utan, ok þótti öll- um mönnum mikils um vert mál- snilld hans ok skörungskap. Þá reyndist og brátt, hverr ágætis- maðr hann var í sínu stórlyndi ok forsjá bæði fyrir sína hönd ok annarra, af því at hann sparði aldrei fjárhluti til, meðan hann var byskup, at sætta þá, sem áðr váru sundrþykkir, ok lagði þat jafnan af sinu til, er þeira var i milli, ok urðu af því engar deild- ir með mönnum, meðan Magnús var byskup. Hann helt inu sömu lítillæti sínu við alþýðu sem áðr, þótt væri byskup, ok var hann af því vinsælli cn flestir menn aðrir ok hafði þar marga stóra hluti til þcss gcrt. Magnús byskup lét auka kirkju i Skálaholti ok vígði siðan ok var kirkjudagr settr á Selju- mannamessu. En áðr hafði veiát krossméssu á vár, þá er Gizur byskup bafði vígt. Magnús lét tjalda kirkju borða þeim, er liann hafði út haft, ok váru þat inar mestu gersemar. Hann hafði ok út pell þat, er hökull sá var ór gerr, er skarmendingr heitir. Magn ús byskup cfldi ok svá mjök stað- „EÞeir ríia á- frarsi sKciSlsig- ana niSur í dal- inn . . . engan drar fyrír þeim skeKfingum, sem bíða þeirra á næsiu grös- um.“ inh í mörgum tillögum, þcim er lengi hafa mest gæði at verit, bæði staðnum ok svá þeim, scm hann hafa siðan varðveitt. Hann keypti til staðarins í Skáiaholti Árnes ok Sandártungu og nær allar Vest mannaeyjar, áðr en hann andaðist, ok ætlaði þar at setja munklífi, en honum endist ekki til þess lif.” III. MAGNÚSI biskupi og fylgdarliði hans er tekið mcð kostum og kynj- um í Hítardal. Líklegt má telja, að biskup hafi gert boð á undan sér, þar scm uiji svo fjölmenn- an hóp var að ræða. Þarna ætlar hann að staldra við, hvíla sig og lið sitt og njóta gestrisni Þor- leifs beiskalda, hins ættgöfuga héraðshöfðingja og goðorðs- manns. Þorleifur beiskaldi var sonur Þorleiks auðga og einn af ai'kom- endum Þórodds landnámsmanns i Hitardal, sonar Steins mjög- siglanda, er nam Skógarströnd. Er augljóst, að Þorleifur hefur búið Frh. á bls. 234 ’DAL ÁRIÐ 1148 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAP ggg

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.