Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Side 19

Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Side 19
sjö prestar aðrir og allir göfgir.” En alls létu líf sitt í húsbrunan- um í Hítardal ásamt biskupi átta- tíu og tveir menn, að því er hermt er í Hungurvöku. Magnús biskup stóð á fimmtugu, þegar þessi hörmulegi atburður gerðist. Lik Magnúsar biskups og Tjörva prests voru færð í Skál- holt til greftrunar. „En Gereonis- dag váru líkin niðr sett hjá grefti inna fyrri byskupa, ok hefir eng- an vetr meir til óyndis hagat en þá, er menn urðu svá nauð- skilja, at náliga varð hverr við sinn ástvin at skiljast í Hítar- dal.” V. Þorleifur beiskaldi lifði Iengi cftir þctta og varð gamall mað- ur. Fráleitt hefur honum þó nokkurn tima úr minni liðið hin ógnþrungna októbernótt i Hítar- dal haustið 1148. í þann tíð voru deilur miklar og óvægilegar með höfðingjum og fór Þorleifur ekki varhluta af þeim. Fátt var með þeim Þorleifi og Hvamms-Sturlu, enda veitti Þorleifur Einari Þor- gilssyni, fjandmanni Sturlu, að málum. Segir af því í Sturlungu, að eitt sinn fóru þeir Þorleifur og Einar stcfnuför I Hvamm. Urðu allhvöss orðaskipti með þeim Sturlu og Þorleifi. „Sturla kvað Þorleif hafa jafnan stórræði fyrir hendi, þótt ekki mætti við þat jafnast, er hann brenndi inni Magnús byskup í Hítardal, en var sjálfur dreginn grátandi ór eld- inum. Þorleifur svarar: „Engum mun þau tíðendi verri þykkja en mér. En eigi erum vit enn þaðan komn- ir, at þat sé víst, at sá hafi betr, er einskis þykkir um þau tíðendi vert. En ekki gerla mantu þat nú, at þú myndir drepinn hjá garði þínum sem melrakki hjá greni, ef ek stæða eigi fyrir. En þess viln- umst ek, at færi gangi höfuðlaus- ir fyrir mik á dómsdegi en fyrir þjk, cr þú hlær nú at glæpum þín- um”. Bruninn í Hítardal cr af sagn- fræðingum talinn orsök þess, aö Þorleifur hófst handa um Jdaust- urstofnun á staðnum. Talið er, að Hítardalsklaustur hafi verið sett um 1168, cn staðið skamma hríð. ' VI. ÉG hef oft komið i Hítardal og aldrei fengið mig fullsaddan af feg urð og stórmerkjum staðarins. Þetta er sannkallaður unaðsdalur frá náttúrunnar hendi. En ekki veit ég, hvort öðrum fer sem mér. í hvert sinn, sem ég kem í Hítar- dal verður mér tíðhugsað til þeirr- ar sögu, sem hér hefur lítillega verið rakin. Samt er þar nú ekk- ert lengur ofanjarðar, sem minnt geti á hinn hörmulega atburð. En djúpt undir grónum grassverðin- um austan við bæjarhúsin mundi þó mega finna svart öskulag, ef til væri leitað, eitt lítið sönnun- argagn um mannskæðasta elds- voða, sem orðið hefur á íslandi, húsbrunann mikla í Hítardal árið 1148. Gestur Guðfinnsson. HEIMKOMA.... Frh. af bls. 224 Hann tók engilinn upp. Hann var beyglaður og annar vængur- inn var laus, en um morguninn þegar Peggy sæi hann á trénu, þá vissi hún, að hann væri kominn á. Þá var bara eftir að standa aug- liti til auglitis við Peggy og börn- in. Ef hún yrði hrædd við andlit hans, ef nú börnin.... Hann klifraði ekki strax upp í stigann. Af gömlum vana skyldi engillinn settur síðastur á topp- inn. Fyrst kom hann gjöíum drengjanna fyrir undir trénu og hann fór fram í forstófuna að sækja þær. Það var bá, sem hann sá Peggy. Hún hvíldi í litla sóf- anum í hinum enda forstofunnar og steinsvaf. Svo að hún hafði beðið eftir honum. Hann stóð og virti hana fyrir sér. Hún hlýtur að hafa verið úttauguð, hugsaði hann. Hún hafði ekki aðeins unnið verk sitt um kvöldið heldur einnig hans, og hann fann til sektarkenndar yfir að hafa brugðizt henni. F.n jafn^el nún^, þegar hann var vandlega dulbúinn í jólsveina- gervið, gerði liann sér ósjálfrátt far um að snúa lýtta vanganum frá henni, svo að hún sæi liann ekki. Nei, hugsaði hann. Ég verð að hætta þessu. Læknirinn hafði aðvarað hann. „Ekki að reyna að íela örið,“ hafði hann sagt. ,,Það getur orð- ið að áráttu, ef þú passar það ekki. Enginn mun skeyta um það nema þú. Það er undravert hvað fólk cr fljótt að venjast likams- lýtum. Og sjáðu bara alla hina Frh. á bls. 336 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ £35 „Já, en Gulli, þú hefur aldrei kysst mig svona fyrr.“

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.