Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Side 21

Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Side 21
' ,.Ó, Jeff,“ sagði hún. ,;Jeí£, ást in mín. Velkominn heim.“ Allt var í lagi. Þegar hann vafði hana að sér var allur efi og ótti úr sögunni. Þetta var húsið hans, heimurinn hans, allt sem hojium var annast um í lífinu. Hann veik sér ekki einu sinni undan, þegar hún kysiti á örið á andliti hans. En þegar þau höfðu komið drengj unum í háttinn og stóðu við hvílu þeirra í'œddist í brjósti hans bæn, — bæn um, að drengjunum haris og konunni mætti vel vegna í framtíðinni. „Glcðileg jól, drengir,“ sagði hann. „Þetta er mikill dagur í lífi okkar allra.“ Það var næiTi kominn morgun, þegar Jeff kom aftur að búðinni í Mott Street. Hann vildi helzt ekki vekja gamls manninn, vegna þess að hann vi si, að hann var þreyttur, en barði þó léttilega á hurðina. Jólasvcinninn var samt sem áður vakandi. Hann var ekki einu sinni í rúminu. Hann var í gömlum flauelsslopp og með penna í hönd. „Ég gat ekki farið í rúmið. Þú hafði’- stoppað upp iólasveinabún- inginn þinn með koddmum min- um,“ sagði hann glaðleg.x. „Svo aö ég fór að krifa mér til dund- urs. Hvemig gekk, vinur?“ „Agætlega," sagði Jeff. ,,Dreng irnir gengu næstum af mér riauð um.“ „Ég veðja að þeir hafi ekkert fundið athugavert vtð þig.“ „Nei, svo sannarlega ekki,“ sagði Jeff. „Og þeir urðu fegnir að sjá mig. Hérna er jólasveina- búningurinn þinn. Og ég ætla að taka með mér kassann, sem ég skildi eftir í gærkvöldi. Það er loðfcldurinn, scm ég ætlaði að gefa konunni minni, og þú get- ur liengt þig upp á, að hún þigg ur hann. Hérna hefurðu svo rent urnar af fataláninu, — fimmt- íu dollarar, þær rentur sem ég hef borgað glaðastur." „Þetta gleður mig að heyra,“ sagði jólasveinninn. „Og mér þykir vænt um að fá aftur kodd- ann minn. Eg kann illa við mig í rúminu koddalausu.“ Jeff hló. Hann gat ekki varizt Frh. á bls. 246 James Thurber Ég mundi éngum ráðleggja að verða sér úti um jafnmarga hunda og ég hef eignazt um ævina. Ekki svo að skilja, að þeir hafi ekki veitt mér ánægju, því að það hafa þeir vissulega gert, — með einni undantekningu þó, airdalehund- inurn Mugg, sem olli mér meiri á- hyggjum en hinir 55 til samans. Heyndar átti ég Mugg alls ekki, — það er bezt að taka það strax fram, —■ það var bróðir minn Rey, sem kom einu sinni rneð hann heim, þegar ég var í sumarfríi. Muggur var stór, kraftalegur og stórgeðja jötunn, sem frá því fyrsta kom fram gagnvart mér eins og ég tilheyrði alls ekki f jölskyld- unni, heldur væri honum bráð- ókunnugur. Og auðvitað var hann alltaf sýnu illvtgari við ókunnuga. Við í fjölskyldunni skiptumst á um að færa honum matinn en ekk- ert okkar batt hann þó tryggð við nema móður mína. Okkur hin glefsaði hann í og beit oftar en einu sinni þegar honum mislík- aði en móður minni snerti hann ekki við utan einu sinni, þegar hún vildi setja liann til rottuveiða niður í kjallara þvert á móti vilja hans sjálfs. Þá glefsaði hann til mömmu en blóðsá eftir því eftir á að því er mamma sagði. Mamma sagði, að hann sæi ævinlega eftir því, er hann beit einhvern, en hvernig hún fann það út er mér hulin ráðgáta, enda sá ég aldrei nein iðrunarmerki á hundkvikindi þessu. Á hverjum jólum hafði mamma bann sið að senda öllum fórnar- lömbum Muggs, þ. e. a. s. þeim, ■scm hann hafði bitið, konfekt- kassa í afsökunarskyni, og sá listi fór vaxandi með hverju ári. Ég man að hann nálgaðist einu sinni 50 manns. Síðasta árið, sem Mugg- ur lifði, en hann varð hvorki meira né minna en 11 ára gamall, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir reiðra ná- granna að ráða hann af dögum, komst sjálfur borgarstjórinn á þennan „konfektkassalista”. Hann lxafði komið að hafa tal af fðður minum í embættiserindum og gerði .Muggur sér þá lítið fyrir og beit hann, en faðir minn varð af vænum bitlingi fyrir bragðið og var reiður yfir. Móðir mín var hins vegar i sjöunda himni vegna bess að henni geðjaðist ekki að borgarstjóranum og lofaði hún Mugg hástöfum fyrir að liafa strax séð, hvern mann borgarstjór inn hafði að geyma. Muggur beit engan nema emu sinni — I livert skipti. Það fannst móöur minni ákaflega lofsvert og taldi það bera vott um, að Muggur væri bráðeeðia en rynni fljótt reiðin. Ég held. að mamma hafi lialdið svona mikið upp á hund- kvikindið vegna þess, að það var alls ekki noi'malt. ,,Muggur er ekki sterkur”, sagði mamma oft í afsökunarskyni, en það var hrein firra. Muggur var sennilega ekki normal, en sterkur var hann, - það mátti hann eiga. - Frh. á bls. 245 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 237

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.