Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Síða 22

Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Síða 22
ÓTlMABÆRT jólahald Frh. af bls. 219 ríkari. Nú eru jólin líka stund- um kölluð viðskiptahátíð —- há- tíð peninganna. Fjárausturinn er óhemja; mörgum vikum áð- ur byrja verzlanir að auglýsa vörur sínar með brauki og bramli, jólaskrauti og jólasvein itm. Og allt þetta er kennt við blessuð jólin — hátíð barnsins í jötunni lágu. Ósjálfrátt fljúga manni í hug orð þessa sama barns, þegar það var komið á legg: „Mitt hús á að vera bæna- hús, en þér hafið gert það að ræningjabæli.” Geipifé er varið til að skreyta götur bæjanna: risavaxin jóla- tré gnæfa á torgum og gatna- mótum; fólkið hnngsólar í fag- urgljáum skrautbifreiðum milli verzlunarhúsanna og kaupir — kaupir. Og seðlunum rignir — það glamrar glaðhlakkalega í peningakössunum. Og allt í einu er komið að- fangadagskvöld jóla, heilög nótt. Danskar gæsir og amer- ískir kalkúnar hafa víða útrýmt „Já, það er munur að eiga duglegan eiginmann. Hann bjó þennan lampa til úr gamalli flösku." hangiketinu íslenzka. Ojbará, sveitalegur og gamaldags mat- ur! Hjá jólatrénu mikla liggur mýgrútur jólagjafa, virði hund- raða eða þúsunda, eftir efna- hag heimilanna. En sálin, sálin — hvað hugs- ar hún þá? Hvað um hina sönnu jólaglcði? Er hún kann- ski daufari við bjarma allra raf- magnsljósanna en við glætu kertisins, „sem brann on’í stjakann?” í hana hafa ef til vill verið höggvin stór og læ- vísleg skörð. Það dregur úr á- hrifamagni sjálfrar sælunnar að taka forskot á hana — ekki sízt í svo stórum stíl sem nú er gert á jólagleðina. En það eru ekki bara kaup- sýslumennirnir, sem upphefja jólasönginn löngu fyrir hátíðar. Þeim er það líka nokkur vork- unn. Þeir eru nefnilega að sperrast við að græða á jóla- gleðinni, mannagreyin. En þeir, sem eru að rembast við að uppfræða æskulýðinn f skólum landsins, eiga enga fjárhags- von í því að teygja jólin fram á við, en þeir gera það samt, liklega af einhverri misskilinni áráttu til að gleðja börnin og unglingana. Við, kennararnir, sem leggjum á okkur mikla aukavinnu til að undirbúa þessi aukajól skólanna, sem kölluð cru hinu lágkúrulega nafni „litlu jól!” M.ö.o,- vasaútgáfa af „stóru jólunum.” (Þessi mannfagnaður ætti auðvitað að kallast jólafagnaður). Jólasálm ar, leikþættir o.fl. er æft af kost gæfni, og er það í sjáliu sér allra þakka vert. Skólastofur og gangar eru skreytt. Allt þetta getur verið gott og bless- að og haft sitt uppeldisgildi, cn þarf ekki endilega að miðast allt við jólin, sem eiga öðrum fremur að vera hátíð heimil- anna. Jafnvel viku fyrir jól dynur þessi ótimabæri jóla- fagnaður yfir með pompi og pragt. í sumum barnaskólum stendur fagnaðurinn yfir heil* 2|g SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLADS) Á an dag, byrjar í kolamyrkri á morgnana og stendur fram á rauðanótt. Nemendur koma í jólafötunum. í hátíðasal skólans gnæfir fjallhátt jólatré úr út- lendum skógi, glitrandi allt í stjörnum og borðum eins og forseti í drottningarveizlu. Upp- hefst síðan i stækkaðri mynd stæling á jólahaldi heimilanna. Nú kann einhver að segja, að þetta sé allt gert vegna barna, sem eiga að litlu að hverfa heima hjá sér á jólun- um; vegna fátæktar ellegar ömurlegs heimilisbrags. Aldrei hefi ég samt heyrt þess til- gangs getið, enda væri slíkum börnum líklega meiri þörf á annars konar hjálp. Nú, nú, svo rennur loksins upp hin rétta hátíð heima. — Legið getur við, að börnin séu orðin hálfþreytt og of södd á öllu tilstandinu í borg og skóla; finnist jólatréð lítið og viðhöfnin rislág. Er þá „for- skotið” ekki orðið full dýru verði keypt? Nú kann einhver að segja við mig, og það með réttu: „En góði maður, þú stjórnaðir sjálfur skóla árum saman. Af- namstu þá ekki þetta ótíma- bæra jólahald í þínum skóla?” Svar; Nei, það getur enginn einstakur skólastjóri. Venjan er orðin sterk. Hér þurfa að koma til umræður, nákvæm at- hugun og íhugun yfirvalda. Þau hlutast til um margt það í skólahaldi, sem minna máli skiptir en umrætt atriði. Valdimár Briem kallar jólin: liátíð gleðinnar, hátíð friðar- ins, hátíð frelsisins, hátíð ljós- anna og — síðast en ekki sízt: hátíð barnanna. Hátíð barnanna má ekki spilla með ótímabæru jólahaldi, né skerða tilhlökk- un þeirra, þá mætu guðs gjöf. Jólahald þárf ekki að vera rík- mannlegt, óhóflegt né margra vikna langt til þess að skapa fögur jól. Þorsteinn Erlingsson segir: „Þó nú sé af einglum orðið fátt og álfarnir burt úr hólunum, þá gleður það enn að gefa smátt að gamni sínu á jólunum.” rjóh.

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.