Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Side 25

Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Side 25
KAUPSTAÐARFERÐ Frh. af bls. 227. urina að sér, því þetta var síra Jón. Svo hélt hann áfram. „Hvernig gat ykkur dottið í hug að leggja af stað í þessu veðri? Ég, sem var að fara ofan í bæ og ætlaði að ná í sítha á Víkingsvatni og biðja fyr- ir orð til ykkar að leggja ekki af stað fyrr en veður batnaði, og þá ætluðum við að senda mann á móti ykkur austur á heiðina. En þetta gat okkur ekki dottið í hug. Hér hefur verið versta veður í all- an dag”. Hátti á öllu skilja, að prestur taldi sig dótturina úr helju heimt hafa. Ég: svaraði því til, að nú væri orðið stutt til jóla og ekki yrði á veður kosið á þessum árs- tíma, en okkur Ólafi á Fjöllum hefði komið saman um að færl mundi yfir heiðina um daginn, ef veður breyttist ekki til hins verra. Eins og gefur að skilja var okk- ur harla vel tekið af heimafólki. Eyddum við kyöldinu Við spil og samræður eins og gengur. Einhverjar stúlkur af heimilinu fóru niður í bæ run kvöldið. Þegar þær komu aftur, sögðust þær vera með orð til mín frá stúlku, sem stödd væri í bænum og vildi fyrir alla muni komast heim fyrir jól- ín. Bæði hún mig að lofa sér að fylgjast með norður. Mér varð sannast að segja fremur illa við. Ég bjóst við, að ég liefði mig ein- hvernveginn norður, þó illa viðr- aði. 'Er. að taka ábyrgð á kven- manni vfir vondan fjallveg í slík- tun veðraliam var gamanlaust. Ég spurði, livér stúlkan væri. Mér var svarað, að það væri Halld. Gunn- laugsdöttir frá Hafursstöðum í Axarfirði, (systir þeirra HáfursT staðabræðra Theódórs og Helga, sem margir kannast við. Halldóra er nú húsfreyja á Ærlæk í Axar- firði, nýlega orðin sjötug, þegar þetta er ritað, og hefur þótt at- kvæðakona í félagsmálum þar norðurfrá. Þótt kynni okkar Halldóru væru ekki mikil, vissi ég, að hún var dugmikil stúlka, en þó ekki eins létt upp á fótinn og dóttir prests- ins. Hér var úr vöndu áð ráða. Halldóra vildi komast heim alveg eins og hin stúlkan og alveg eins og allt ungt fólk, sem alizt hefur upp á góðum heimilum og vill því halda jólin heima. Gat ég neitað henni um samfylgd, úr því ég hafði gert mér ferð með hina stúlkuna alla leið til Húsavíkur? Nei, nei, það var ekki hægt. Eg sagði því stúlkunum, að ég mundi gera kost á þessu- Þær spurðu, hvort ég mundi leggja af stað, ef vont yrði veður. Ég sagði, að ég mundi leggja af stað ekki seinna en kl. 9 næsta morgun, hvemig sem veður yrði. Með þau orð fóru þær. Eeið nú nóttin. Þegar ég kom á fætur, sá ég, að úti var iðulaus stórhríð. Þótti mér það ekki mið- ur, því ég gerði ekki ráð fyrir, að nokkur kvenmaður mundi leggja út i slíkt, og þá var ég frjáls ferða minna. En þegar ég var að leggja af Stað fékk ég orð um, að Hall- dóra mundi verða með. Hitti ég hana svo, þar sem vegurinn frá prestssetrinu mætti aðalgötu þorps ins. Var hún ótrauð að fara og í. vetrarklæðum. Var síðan lagt norður í hríðarmyrkrið. Áætlun mín var sú að ná út í Syðritungu um daginn og gista þar. Gerði ég ráð fyrir, að veður yrði eitthvað skárra næsta dag. því sjaldan fara saman tveir hríð- ardagar jafnvondir. Þar sem dag- leiðin var áætluð aðeins 10 km, þurftum við ekkert að flýta okk- ur, enda ekki hægt um vik, því skíðin gengu illa' og veðrið stóð nokkurn veginn beint í fangið og varð manni að nema staðár í verstu kviðunum. Við fórum því lafhægt. Ekki veitti af að spara kraftana. Ég sá skjótt, að ekki mundum við hafa mikið gagn af símastaurunum, því milli þeirra glórði aðeins endj-um og eins. Hins vegar blánaði nokkuð í átt til sjáv- ar, þó aldrei sæi í sjóinn sjálfan. Ég treysti þessum bláma og vind- stöðunni, en lét Símalínuna lönd og leið. Þannig þokuðumst við út Tjörnesið. Man ég ekki, hvort VÍB fónjm rétt hjá túngarðiniun. Á leiðinni út Tjörnesið eru mörg gil eins og vegfarendur á þessum slóðum mun reka minni til. Eitt þejrra nefnist Köidukvísl- argil. Eftir giiinu fellur stórgrýtt og straumþung kvísl. Gilið er all „Viff erum nýbúin aff fá tjörnina. Þaff var fallegt af ykkur aff taka eftir henni." ALpÝÐUBLAÐlÐ - SUNNTJDAGSBLAÐ 241

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.