Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Page 26
KAU PSTAÐARFERÐ
Frh. at' bls. 241
djúpt og bratt, einkum neðst. Lé-
leg trébrú var yfir kvíslina í gil-
kjaftinúm.
Sú saga var mér sögðu í æsku,
þeghr ég var að alast upp í Keldu-
hverfi, að áður en brúin var sett
á, hcfði bóndinn frá Hóli í Keldu-
hverfi veriö að fara til Húsavíkur.
Hafði hann klyfjahest í taumi og
á jiohtim tvo tólgarbelgi til inn-.
lefegs. Venjulégt var að fara yfir
kvisiina, fast niður við flæðarmál-
ið vegna stór grýtis ofar í farveg-
inum. Þræddi bóndi þessa lcið að
vanda. Nokkur kvika var á, og veit
hann ekki fýrr'til, en ólag skellur
á hanú og hcstana og fætir þá að
miklu ieytl i kaf. Hafði hóndi nóg
að starfá áð bjargá sér méð hest-
uiium úr þessu óvænta baði. 'En cr
hann kom uþp úr brotinu sá hann,
að tólgarbclgifnir voru horfnir.
Háfði þeim skoíað af klökknnum
við afailið. Sá hann það síðast til
þéirfa, að þeir bárust á öldutopp-
unum út á Skjálfanda. Hefur ekki
til þeirra spurzt síðan.
Yfir áðurnéfnt gil urðum við
Haildóra að fara, Var orðið. mcira
en liálfdimmt, er við' komum að
því. Sæmilega gckk að klöngrast
niður kambinn að surman. En er
yfir brúna kom, reis gilkamburinn
snarbrattur upp fyrir framan okk
ur og dálítil hengja efst í brún-
inni. Var því ekkí nm annað að
gera 'en skríða eða klifra alla leið
upp á brún. begar upp kom, var
orðið því nær aldimmt. Til þess
að ríá Syðritúngu þurftum við nú
að siiúa frá sjónum og stefna bcint
til fjalls. Var ekki laust við að
nokkur beygur væri i mér, þcgar
ég varð að- breyta stéfnunni og
halda beint í sortann. Ég reyndi
þó, að taká stefnu á bæinn eftir
því, seirí óg ðíeit rétt vera og héld-
um við þannig áfram um stund.
Allt í einu þóttist ég sjá svell-
glbtía fram undán mér. Þótti mér
það raunar undarlegt, því ég álcit,
að 'J’unguáin væri löngu komiu
undir ís'og snjó. Dálítil brekka var
niður að svelliuu og reniidi ég
rncr óhjkað niður. Vissi cg þá ekki
fyrri til cn ég stóð í krapi upp í
hné, skildi ég þá, en heldur seint,
hvers kyns var. Tunguáin hafði
bólgnað upp í hríðunum, hljóp nú
ofan á ísnum og myndaði þarna
uppistöðu. Ég hrópaði til Halldóru
að fara ekki lengra óg fór síðan að
klöngrast upp úr krapelgnum. —
Meðan ég var að komast til baka,
skaut þeirri hugsun upp hjá mér,
að ætti það fyrir okkur að liggja
að fara framhjá Tungubænum og
villast upp í heiði, mundu dagar
mínir taldir, éins og ég var á mig
kominn. Við þræddum nú norður
fyrir krapblána og síðan tók ég
stefnu á bæinn, eftir því, sem ég
taldi rétt. Þannig genguríi við um
stund, unz ég sá í þúfnakolla upp
úr fönninni. Við athugun þóttist
ég skynja, að hér væri um tún-
þýfi að ræða, og þótti mér þá hag-
ur okkar vænkast, erída rákumst
við rétt á cftir á fjárhús, er stóð
ncðarlega í túninu. Var þaðan tek-
in stefna á bæinn, ög tókst það vél.
Gkkur var tekið ágætlega í
Syðritungu, eins og yfirleitt öll-
um, sem Ieið áttu um heiðina, og
áttum við þarna ágæta nött og
hvíldumst vel. Morguninn eftir
vorum við snerama á fótum, því
vel varð að nota birtustundina.
Veður var svipað og þegar við
. Karitas fórum.. inn yfir heiðina.
Nokkur hríð og renningur en sæmi
lega ratljóst, bjóst ég við að veður
mundi ekki breytast til muna um
daginn og reyndist það rétt.
Við fórum Iiægt eins og fyrri
daginn enda skíðafæri fremur
vont. Þegar austur á heiðina kom
lægði vindinn og gerði'logndrífu.
En mér var sama um það, því nú
var ég á kunnugum slóðum. Kom-
um við í Lón að áliðnum degi og
höfðum verið um 7 tima á leiðinni
(um 17 km.) Daginn áður höfðum
við svipaðan tíma að fara tæpa 10
km.
Daginn eftir var enn kominn
blindbylur. En nú var eiginlcga
mínu ferðalagi lokið, þvi í Lóni
ætlaði ég að sitja jólín, enda mun
ég hafa talið mér þar heimili þetta
ár. En nú kom Halldóra til min
og fór þess á leit við mig, að ég
fylgdi sér eitthvað áleiðis upp í
sveitina. Kvaðst hún engan fó til
fylgcjar á bænum, því allir hefðu
sínum störfum að gegua. Körlutn
242 6U.NNyDAG6BÍ,Aí) - ALÞÝÐUBýADIÖ.
er oft tregt um að neita konum
um bænir þeirra. Svo fór mér, og
varð að samkomulagi, aS ég fylgdi
henni í Garð, hvað sem þá tæki
við. Var svo enn Jagt af stað út í
bylinn, og hafði ég engar áhyggj-
ur af að rata, því á leiðinni þekkti
ég svo að segja hverja þúfu. Ferða
lagið gekk hægt en öruggt og var
að því leyti skárra en þegar við
fórum út í Tungu, að nú höfðum
við storminn á hlið, en ekki í
fangið. í Garð komum við í rökk-
urbyrjun. Hefði þá enn mátt halda
lengra, en engan mann var þar að
fá til fylgdar, og var því ekki um
annað að gera fyrir Halldóru en
gista. Sjálfur nennti ég ekki að
brjótast til baka um kvöldið og
gisti þar líka. Var okkur vel fagn-
að í Garði og, skemmtu þeir bræð-
ur. Þórarinn og.Sv. Víkingur okk-
ur um kvöldið með skrítlum og
garríansögum eins og þeirra var
vandi, er gesti bar að garði.
Daginn éftir var aðfangadagur
og loks komið bjárt véður. För ég
þá I róleghéituin héinileiðis. Var
það 7. dagurính, er ég var á þessu
ferðalági ,hafði þó aðeins fárið um
80 km. alls. Þætti þáð lítil yfir-
ferð ríú.
Það er af Halldóru að segja, að
hún sáf jólin f Garði, því engan
fékk hún fylgdarmann þaðan fyrir
jól.
Mér verður oft hugsað til þess-
arar ferðar nú. þegar ég sé bilalest
irnar þjóta frarn og aftur út og
suður á öllum tímum árs, og allt
er talið ófært nema hægt sé að
fara þaö á bíl eða flugvél.
Þess rná að lokum geta, að ekk-
ei-t fékk ég greitt fyrir þetta íerða-
Iag, enda aldrei fram á það farið
af minni hálfu, eða til þcss ætlazt.
Ritstjóri: Högni Egilsson
Ötgefandi: Alþýffublaðiö
Prentun: Prentsmiöja
Alþýöublaösins