Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Síða 27

Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Síða 27
ÞAÐ lá við hneyksli í hinni tignu söngakademíu Berlínar í marz ár- ið 1829, og menn vissu varla hvern ið við skyldi bregða. Það var verið að flytja í fyrsta sinn áður óþekkt verk, sem þurfti til hvorki meira né minna en tvo kóra og tvær hljómsveitir en af slíku höfðu menn ekki haft spurnir fyrr. Þetta var passía, sem byggð var á Matthe Usarguðspjalli. Passía þessi hafði ekki vakið minnstu athygli, er hún hundrað árum áður hafði verið frumflutt. Það lá við, að tónskáldið væri eins lítt þekkt og verkið sjálft. Nafn þess var Johann Sehastian Bach, og það hafði ekki verið á það minnzt síðastliðin 80 ár. Stjórnandi flutningsins að þessu sinni, hinn tvítugi Felix Mendels- sohn-Bartholdy, sem í fyrsta sinn á ævinni stiórnaði í senn hljóm- sveit og kór, átti heiðurinn af því að draga Mattheusarpassíuna og höfund hennar fram i dagsljósið eftir allan þennan tíma. Fjórtán ára að aldri hefði Mendelsohn af tilviljun rekizt á nótnabók með Mattheusarpassíunni í rusli hjá söngkennara sínvun og þegar í stað fengið hinar mestu mætur á þessu stórbrotna tónverki. En það var engum af samtíðarmönnum hans, sem fannst í fljótu bragði til um þetta uppátæki Mendelssohns að ráðast 1 flutning þessa gamla verks. Það var uppselt á fyrstu tónleik- ana vegna þess að meðlimir aka- demíunnar höfðu mikið rætt um æfingarnar og fregn borizt víða um, að þarna væri nokkuð sér- stætt á ferðum. Og það eru engar ýkiur að segja að áhorfendur hafi verið hugfangnir frá því að fyrsti tónninn hljómaði um salinn. Hátíð* leg kyrrð færðist yfir áheyrenda- bekkina strax í byrjun. Menn heyrðu ekki aðeins, þeir sáu einn- ig. Öllu var listilega fyrir komið í flutningnum. Þegar Kristur talaði heyrðist hverju sinni í hinum mörgu strokhljóðfærum, sem voru látin óma mjúklega. Og þegar Kristur var leiddur til Golgata líktist tónlistin fótsporum þjáðs manns, sem kominn er að þvi að kikna undir þungum krossi. Svo geysilega hrifningu vöktu tónleikarnir að þá varð að endur taka, ekki einu sinni, heldur tvisvar, — fyrir fullu húsi. Fyrir frumkvæði Mendelssohns fylltist fólk miklum áhuga fyrir Bach og verkum hans og tónskáld samtið- arinnar urðu ekki sízt hrifin. — Sjálfur Chopinráðlagði öllum tón- skáldum að kynna sér Bach vel. ,,Það er langbezti skólinn”, sagði hann. „Enginn mun nokkru sinni komast nær fullkomnun”. Nánari athuganir leiddu í ljós, að mörg af verkum Bachs, sem aldrei höfðu verið flutt opinber- lega, voru enn til í handriti, — nass’'vr. messur. óratóríur og ve’-k fvrir hlióm- sveiar, strengjahljóðfæri og síð- ast eh ekki sírt fyrir orgel. Hvar- vetna i Evrópu spruttu upp félög, sem höfðu það að markmiði að draga fram í dagsljósið áður ó-‘ þekkt verk eftir Johann Sebastian Bach og flytja þau. Nú á tímmn eru verk Bachs orðin ómissandi þáttur menning- arinnar. Aðeins Mozart og Beet- hoven eiga fleiri verk sin á Iong- playinghljómplötum. Hljómplötu- fyrirtækið Bach Guild sem gefur eingöngu út verk Bachs, hefur selt meira en milljón plötur. Og Bach hljómleikar eru árlega haldn ir í fleiru en einu landi hins sið- menntaða heims. Sálmamúsik Bachs heyrist á hverjum sunudegi í mörgum og ólíkum kirkjum livarvetna i héim- 'n”m. Hún er þrungin innri eldi og andagift. „Hljómlistin er guði til heiðurs og manninum til and- legrar hressingar”, skrifaði Bach einhverju sinni. Og á titilblöð margra tónverka sinna hefur hann skrifað þessa tileinkunn: ,,Guði sé lof”. Hið sérstæða sálarlif Bachs og fínleiki tilfinninga hans er síður en svo í samræmi við útlit hans. ALkÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 243

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.