Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Síða 28

Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Síða 28
> •' • .' . \ VMy.y.v>I|.>ív.v ” ......_ í. mm ■ Myndir af honum sýna, að hann hefur verið þrekinn maður með mikla framstæða kjálka. Nefið virðist breitt og hann er- örlítið rangeygður. Útlit hans í heild bendir til þess, að hann hafi ekki aðeins þekkt gleði og fögnuð lífs- ins lieldur einnig raunir þess. Hann, sem lofsöng guö í ódauðlcg- um snilldarverkum, var aðeins maður, sem var á höttunum eftir betur iaunaðri vinnu og, átti fullt í fangi með að sjá fyrir þeim cll- efu börnum, sem lifðu af tuttugu fæddum börnum hans. Sem organisti skrifaði Bach þús- undir tónverka til að nota við guðs þjpnusturnar. Söfnuðurinn leit á þessar tónsmíðar eins og ekkert væri sjálfsagðara og sjálfum datt Bach aldrei í hug að fá eina ein- ustu þeirra gefna út. Mestur hluti U'mverkanna var lagður í skáp einn i skóia lúrWunnar og sagt er að nemendurnir hafi notað nótnablöð- in til að vefja utan um’nestið sitt. Það hefði áreiðanlega valdið Baeh mikilli undrun, ef hann liefði mátt vita, að 200 árum síðar myndu þessar nótur verða fastur liður í hljómleikahaídi þekktustu hljóm- leikahúsa heimsins. Johann Sebastian Bach fæddist 1685 í litla norðurþýzka bænum Eisenach. í hér um bil 200 ár liöfðu forfeður hans þá verið þar þekktir tónlistarfrömuðir, — kirkjuorgan- istar og hljóðfæraleikarar. Svo mikið orð fór af ættinni, að sagt er að einu sinni hafi tónlistarmað- ur nokkur verið ncfndur „liálfgerð- ur Bach”, cr honum hafði tekizt óvenjulega vel. Johann Sebastian Bach var að- eins tíu ára gamail, þegar foreldr- ar hans dóu. Þá var honum komið í fóstur til eldra bróður síns, sem öfundaðigt núög af tóniiötariweíi- 244 SUNNUÞAG5BÞAÐ - ALÞÝÐUB&AÐH* leikunum og reyndi allt sem í hans valdi stóð til að bægja Jo- hanni litla frá tónlistariðkunum. Eldri bróðirinn átti til dæmis nót- ur, sem hann reyndi að fela fyrir Johanni, en snáðinn skreið úr bölinu á hverri nóttu, er aðrir sváfu, og klifraði upp í efstu hiliu bókaskápsins á heimilinu, þar sem nóturnar voru geymdar, dró þær fram og lá í þeim alla nóttina. Hann skrifaði þær upp við bjarma tunglsins og lagði þær aftur á sinn stað, er morgnaði. Þegar eldri bróðirinn komst að þessu tiltæki snáöans gerði hann eftirrit hans þegar í stað upptæk, og það eina, sem Johann liafði upp úr þessu, var stórlega skert sjón af því að grína í bækurnar, er myrkt var af nóttu. Þegar Johann Sebastian var fimmtán ára gamall barst honum eitt sinn til eyrna, að í Liineburg væri skortur á söngvurum. Lunc- burg var 320 kílómetra frá Eisen- ach en samt stóðst piltur ekki mátið heldur hélt þangað þegar í stað fótgangandi. Hann var um þriggja ára skeið í Luneburg, söng i kór, lék i hljómsveit og sat lang- tímiun saman við orgelið og sem- balóið. Þegar hann síðar á ævinni var spurður hvernig hann hefði öðlazt sína ótrúlegu fingralipurð, sagði liann: Ég á hana iðni minni allt frá æsku að þakka”. Smám saman barst hróður Bachs svo víða, að honum var boð- in staða sem hirðorganisti í Weim ar. Þar skrifaði hann hinar frægu orgel-tokkötur sínar og margar hinna flóknu fúga. Svo mjög óx orðstír lians um þessar mundir, að einU sinni, þegar hann kom í þorp nokkux-t, þar sem enginn þekkti hann í sjón, og settist við orgel þoi-pskirkjunnar, sagði organisti staðarins: „Þér leikið eins og eng- 111, — eins og sjálfur Bacli”. Aldrei kunni Bach fullkomlega við sig í Weimar. Honum gazt ekki að hirðinni og hann kunni heldur ekki vel við sig í næstu stöðu scm hann hrcppti, en það var starf kammermúsikstjórnanda hjá hej- toganum af Köthen. Þess vegna sneri hann baki við „kóngalífinu” 38 ára gamall og sótti um lausa stöðu forsöngvara við Kirkju heil- ags Tómasar í Leipzig.Launin vom ferfalt laegri eu við liiröiua og

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.