Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Side 29
starfið auk þess erfitt og leiðinlegt
á köflum en Bach lét það ekki á sig
fá. Hann vann að tónsmíðum með
starfi sínu í kirkjunni en til að
framfleyta lífinu sómasamlega
varð hann auk þess að kenna lat-
ínu og músik og hafa eftirlit með
nemendum kirkjuskólans.
Hann var alís 27 ár í Leipzig,
þó að hann kvartaði yfir að vera
,,narraður, öfundaður og ofsótt-
ur“ í daglegu lifi. Allur þessi mót-
byr megnaði þó ekki að stanza
hann í göfugri viðleitni. Fyrstu
tuttugu árin skapaði harin hvert
verkið öðru fégurra: 300 kantöt-
ur kirkjulegra helgidaga, tvær
óratóríur, messur og mótettur, Jó-
hannesarpassíuna, Mattheusar-
passíuna og hina frægu h-moll-
messu.
En hið langa og þreytandi starf
yfir nótnablöðunum og allar næt-
urnar, sem hann sat uppi og spil-
aði, það sem hann hafði skrifað á
daginn, höfðu slæmar afleiðingar
fyrir sjón hans, sem aldrei hafði
verið góð. Að lokum varð hann
steinblindur. Hann fylltist þó von
unj að fá sjónina aftur, þegar
frægur enskur augnlæknir gisti
Leipzig, og gekk undir tvo upp-
skurði hans. Þcjr misheppnuðust
þó báðir og Johann Sebastian
Bach hélt áfram að vera blindur.
En þrátt fyrir myrkrið og hnign-
andi heilsu hélt Baeh áfram að
yrkja ódauðleg meistaraverk í tón-
um.
í julímánuði árið 1750 fékk Bach
skyndilega sjónina á nýjan leik,
en skömmu síðar fékk hann slag.
Hann lézt aðeins tíu dögum síðar
en vannst þó.tími til að ljúka að
fullu við eitt af meiri.háttar verk-
um sínum, — sálminn „Yor Dei-
nem Thron tret, ich hiermit”. —
Bach lézt eins og hann hafði lifað,
syngjandi Guði lof með hljómlist
sinni.
HUNDURINN..........
Frh. af bls. 237
Einu sinni fór mamma til konu
nokkurrar er fékkst við einhvers
konar - andalækningar og hafði
haldið eríncji um það, er hún
nefndi „harmónískar víbrasjónir”.
Mamma spurði konuna, hvort ekki
væri hægt að fá Mugg til að hegða
sér ögn meira í samræmi við háttu
heimilisfólksins og annarra sið-
aðra manna. ,,Muggur er stór air-
dalehundur” sagði mamma máli
sínu til skýringar. Andatrúar-
kvendið kvaðst að sönnu óvön að
kukla með dýr en kvaðst þó skyldu
reyna og yrði mamma að trúa því
statt og stöðugt, að Muggur vildi
alls ekki bíta fólk, til þess að lækn-
ingin bæri nokkurn árangur.
Mamma fór því að rembast við að
trúa á sakíeysi Muggs, en ekki bar
trú hennar meiri árangur en svo,
að þegar næsta morgun felldi
Muggur mjólkurpóstinn um koll,
og lagðist ofan á hann. En mamma
var ekki á því að láta af trú sinni.
Hún kenndi veslings mjólkurpóst-
inum sjálfum um allar hans ófar-
ir og sagði: ,,Ef þér hefðuð trúað
því að hann biti yður ekki, þá
hefði harin ekki gert það. Þér meg-
ið því sjálfum yður um kenna!”
Þetta hefur póstgreyinu að lík-
indum þótt furðuleg röksemda-
færsla.
Þegar ég morgun einn átti leið
fram hjá Muggi bejt hann mig svo
að ég átti ekki annars kost f
sjálfsvarnarskyni en grípa í hina
stuttu rófu hans og draga hann á
loft. Ilann hékk utan í mér á róf-
unni og urraði og gnisti tönnum
og ég hélt dauðahaldi í rófuna,
því ég vissi, að ef ég gæfist uþp og
sleppti, þá yrði það mjnn bani.
Smám saman tókst mér að þoka
mér að eldhúsdyrunum og gat ég
smeygt honum þar út og skellt í
lás á fésið á honum.
En ég hafði gleymt bakdyrum
hússins, því að óðar en varði var
Muggur kominn í flasið á mér
liálfu óðari en fyrr og tróð mér
nú miskunnarlaust upp í eitt
horn dagstofunnar, þar sem hann
þjarmaði að mér, Fyrir einhverja
guðs mildi heppnaðist mér að
klifra upp á arinhilluna, en þá
tókst ekki betur til en svo að hún
]ét undan og ég steyptist ásamt
vösum og öðrum skrautmunum
niður á gólfið. Þar lá ég svo innan
um glerbrot og leirbrot eins og
illa gerður hlutur.
En þegar ég stóð upp og litað-
ist um, varð mér ljóst mér til mik-
illar undmiar, að Muggur var all-
ur á bak og burt. Og við höfðum
ekki upp á honum fyrr en um
kvöldið, er nágranni okkar, frú
Detweiler, kom í heimsókn. Mugg-
ur hafði einu sinni bitið hana, og
var þetta í fyrsta sinn, sem hún
vogaði sér inn á heimili okkar síð-
an þá, enda höfðum við að þessu
sinni sannfært hana um, að Mugg-
ur hefði ekki sézt allan þennan
dag. En sem nú frú Detweiler er
sezt í stofu sóffann rekur Mugg-
ur trýnið undan honum og bítur
frúna svo óþyrmilega í fótlegginn,
að sækja þurfti sáraumbúðir. —
Heillakarlinn hafði semsé legið í
felum undir sóffanum frá því hann
framdi skammarstrikið fyrr um
daginn, og ekki fundið hjá sér
hvöt að skríða fram í dagsljósið
fyrr en þetta. Og frú Detweiler
taldi sig illa svikna og vandaði
okkur ekki kveðjurnar þegar hún
staulaðist heim til sín.
Margar kærur bárust frá ná-
grönnunum til lögreglunnar yfir
framferði Muggs en vcgna þess að
faðir minn var háttsettur einb-
ættismaður í borginni var lífi
hans ávallt þyrmt. Oft kom til
orða að geyma Mugg tjóðraðan til
að afstýra frekari vandræðum af
lians völdum, en mamma máttl
ekki lieyra það nefnt vegna þess,
að hún sagði að það mundi valda
honum kompleksum og spilia mat-
arlyst hans. Muggur lék ávallt
lausum hala, hversu langt sem
hann gekk í geðvonzku sinni.
.Síðustu æviár sín .mátti segja að
Muggur fengist ekki til að koma
inn fyrir hússins d.vr, lieldur hélt
hann sig alla jafna fyrir utan
húsið með þeim árangri, að hvorki
bréfberinn, mjólkurpósturinn eða
sendlarnir frá þvottahúsinu þorðu
fyrir sitt litla líf aö stiga íæti inn
fyrir garðshliðið. Þetta oili því, að
við urðum ávallt að fara á móti
þeim og taka við því, sem þeir
komu með en færa þeifn það, er
þeir skyldu flytja. Var þotta að
sjálfsögðu ákaflega þreytandi til
lengdar.
Loks hugkvæmdist okkur ráð til
að fá Mugg inn í liúsið; Það var
aðeins eitt, sem hann óttaðist og
það var þrumuveður. Þá leitaði
hann ekki aðeins inn í húsið held-
ur skreið undir rúm eða inn í
skápa. Þetta. notíærðum við okk-
ur mcð þvi að útbúa eins konar
„þrumuvél,” sem var aðallega
AtþýpUBþAOIP - 5UNHUPAGSBLAÐ 245