Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Blaðsíða 5

Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Blaðsíða 5
veru og tilbreytlngaleysl. Þeir hafa meðferSis nægar og góðar vistir, en stundum reynist erfitt að ná í drykkjarvatn, Þeir bræða snjó, þegar snjókoma er, en þegar ekki snjóar, eima þeir ísvatn. Það kemur fyrir í eitt skipti, að eim- ingartækið bilar, og þá vill svo illa til, að ekki snjóar neitt held- ur. Þeir verða því að drekka salt- blandað vatn, en í varúðarskyni er þeim gefinn sítrónusafi með vatninu, svo að þeim verði ekki meint af því. Þeir eru á varðbergi gagnvart öllu. Loftið í káetum þeirra er rannsakað með vissu millibili og loftræstingin bætt. — Þeir taka sér gönguferðir um ís- inn eða leita að veiðibráð á hon- um, svo að þeir stirðni ekki. Og þeir iðka meira að segja íþróttir, aðallega knattspyrnu, á ísnum. Að öðru leyti verja þeir tímá sínum i' yinriu. Þeif 'ganga vaktir eins og'þeir 'váeru á siglingu, og auk þess þúrfa þeir að géra regiu- bundnar mælingar og atliuganir í hitastigi, straumum, vindi, ís- mynduri og fjölmörgu öðru. Guðs- þjónustur eru haldnar alla sunnu- daga, og de Long veitir þeim sjálfur forstöðu. Þannig líður tíminn. Dagarnir verða stöðrigt styttri, og 27, nóv- ernber kemur sólin alls ckki upp. Vetrarnóttiri er skollin á, Frostið eykst jafnt og þétt, það kemst upp i 20, síðan 30 og jafnvel upp í 40 stig. Þannig líður tíminn fram yfir áramót, án þess að neinar hreyíingar verði á högum þeirra. ».Við getum ekki gert neitt nema beðið og horft í áttina” skrifar de Long í dagbókina. Þótt líf þeirra í ísnum sé til- breytingarlítið, er það engin skemmtiseta, og erfiðleikarnir eru ærnir. Rakinn, sem stöðugt leitar á vistarverur þeirra, veldur þeim miklum erfiðleikum. Vatnið seitl- ar um alla veggi og öll loft, það leitar bak við skápa og rúm, og það verður erfitt að hreyfa skúff- u.r og loka ‘dyrum. ‘Enn 'verra er að Dauenhower fær augnverk, svo að hann verður nærri því blindur og getur ekki komið út undir bert loft eða í birtu. Hann verður að loka sig inni í dimmum klefa sínum, og þar þjáist hann mánuðum saman. Honum tekst þó að halda geðró sinni. Hinir eru flestir við hestaheilsu; aðeins tveir þurfa læknisíyfja við um veturinn: de Long sjálfur og læknirinn. Mesta áhyggjuefni þeirra var ísinn. Hann hreyfist litið ltngi vel, en í nóvember fer hann að ganga nokkuð lil. í hann koma sprungur, og eina nóttina vakna þeir við brak óg bresti. Þegar leiðangursmenn- irnir koma upp á þilfar sjá þeir að ísinn ryðst allt í kringum skip- ið og hávaðinn er óskaplegur. ,,Ég þekki' ekkert hljóð í landi, sem getur jafnazt á við þetta”, skrifar de Long. „Það minnir einna helzt á þrumu, öskur, stunu eða skruðn- inga, eins og hús væri að hrynja, allt í einu hljóði”. Þetta sama endurtekur sig næstu nætur. Stórir ísjakar ryðjast hver yfir annan og velta áfram eins og brimgarður, og þá nótt sem mest er um að vera hreyfist þessi garð- ur eins hratt og maður gengur. Hann stanzar þá aðeins fáéina metra frá skipinu. Þá tekur ísinn aftur á rás við skipshliðina, jak- arnir þyrlast aftur með skips- skrokknum, og svo er allt hljótt. Leiðangursmennirnir standa við björgunarbátana, en þeir þui'fa ekki á þeim að halda að þessu sinni. Eftir þessar liaustnætur fcr dc Long ekki af fötum. ísinn lykur skipið íastar og fastar í greip sinni, og það er aldrei að vita, hve lengi Jéanette getur staðizt þann óhemju þrýsting. Marga menn þarf orðið til að opna allar dyr á skip- inu og gildir þverbitar sökkva inn í byrðinginn. 19.janúar kemur líka leki að skipinu. Hann er þó ekki rrieiri en svo, að dælurnar hafa undan, en upp frá þvi heyrast reglubundin högg þeirra dag og nótt án afláts. 26. janúar sést sólin aftur. — Leiðangursmcnnirnir eru þá orðn- ir svö vanir frostinu, að þeir vcrða að fækka íötum við vinnu sína, ef hitirin fer yfir írostmark. Og birtan, sem fylgir hæhkandi sól, ertir þá í augun. „Það væri betra, ef snjórinn væri svartur”, segir de Long. En þrátt fyrir þcnnan vanda eykst bjartsýni þctrra með vorinu og þeir iagna hverju nýju merki um þetri tjma. ' Je^nette sekkur í h'orður.Isb^finu ALÞÝÐUELAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 549

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.