Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Side 6

Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Side 6
En það verður heldur lítið úr sumrinu. Hitinn fer sjaldan upp fyrir frostmark, og sumarmánuð- irnir líða án þess að nein merki sjáist þess að um ísinn sé að losna. Þegar langt er liðið á ág- úst, eru vonbrigðin farin að sjást á síðum dagbókar de Longs. „Hvað gagnar það manninn að hann búi yfir hreysti og orku, ef hann fær engin tækifæri til að beita henn.i?" skrifar hann. En síffa'n nær bjartsýnin altur yfir- höndinni: „Það verður þó að vona liið bezta. Það er alltaf dimm- ast rétt fyrir dögun“. 1. september flýtur skipið á íslausri rennu. En það kemur þeim að litlum notum, því að strax daginn eftir er skollinn á hörku- vetur. ísinn umlykur skipið á ný, n" þeir sjá fram á vetursetu í ísn- m ' *. víru befur þá rekið með ísnum allan tímann, stundum allt að því átta mílur á dag, en rekið er órégiulegt, og stundum rekur þá í öfuga átt. í ágúst eru þeir t. d. staddir talsvert suðaustur af þeim stað, sem þeir voru á í maí. Það er kaldara þennan vetúr en hinn fyrri, frostið er stundum svo mikið að kvikasilfrið í hitamæl- unum frýs, en að öðru leyti líður veturinn á svipaðan hátt og hinn. Dauenhower er sjúkur áfram, og aðrir leiðangursmenn kenna sér stöku sinnum einhvers kvilla, en enginn þeirra verður þó varan- lega sjúkur. Segja má, að heilsan hafi yfirlejtt verið góð, og mönn- um tekst að halda gleði sinni, jafn vel enn betur en fyrri veturinn. í maímánuði 1881 gerir leiðang- urinn fyrstu uppgötvun sína. Hann rekst á smáeyju, sem er gefið nafnið Jeanetteeyja. Viku síðar finna þeir aðra eyju, sem þeir gefa nafnið Henrietteeyja. Að öðru. leyti rékur þá áfram án þess að ‘neitt beri fyrir þá. Um- byltingar hafa verið tíðar .í ísn- um allan veturinn, en þær hafa yfirleitt verið kraftminni en vet- urinn áður, og skipið hefur átt auðvelt með að þola þrýstinginn. Vorið kemur snemma og virðist lofa góðu. Þeir sjá íslausar renn- ur víðs vegar kringum skipið, og strax þann 11. júní er Jeanette komin á auðan sjó. Nú er de Long vonbetri en nokkru sinni fyrr. En vonir hans áttu ekki eftir að rætast. Strax næsta morgun leggst ísinn aftur að skipinu, og nú með svo mikl- um þunga, að þeim verður ljóst, þegar á daginn líður að skipið getur ekki þolað þann þrýsting. Þeir hefjast handa við björgun- arstörfin. Allt, sem þeir telja sig hafa not fyrir, er tekið úr skipinu og flutt út á ísinn. — Um kvöldið slá þeir upp tjaldbúðum á ísnum, en um miðnætti verða þeir að flytja sig til, því að ís- inn var farinn að springa skammt frá þeim. Þeir eru talsverðan tima að flytja sig til á ísnum, en skömmu eftir að þeir hafa lokið því, sjá þeir að Jeanette, skipið sem hafði verið heimili þeirra í Þ'ö ár er að niðurlotum komin ? Q-, klukkan 4 um morguninn sekkur skipið. Leiðangurinn á nú ekki nema um eitt að velja. Reyna að kom- ast heilu og höldnu til byggða. Þá hefur nú rekið með ísnum samfleytt í 22 mánuði, og það eru að minnsta kosti 500 sjómíl- ur til næsta byggða bóls á norð- urströnd Síberíu. Þangað verða þeir leiðangursmenn að komast, hvað sem það kostar. En þeir eiga langa og erfiða ferð fyrir hönd- um, og vistirnar nægja ekki nema í tvo mánuffi. Þeir skipta öllu, sem þeir ætla að taka með sér, niður á fimm sleða, sem menn og hundar draga í sameiningu. Auk þess taka þeir með sér þrjá stóra báta. Síðan hefja þeir heimferðina. En hún gengur verr en þá hafði órað fyrir. ísinn er með eindæmum erfiður yfirferðar, hann er ó- sléttur og svo sprunginn, að þeir þurfa stundum að krækja marg- ar mílur úr leið til þess að komast fyrir ísrennur eða þá þeir verða að brúa þær eða stjaka sér yfir þær á jökum. Sleðarnir eru svo þungir að þeir verða allir að hjálpast að við að draga þá, en það þýðir að þeir verða að marg- ganga hvern spöl sem þeir kom- ast áleiðis. Oft komast þeir ekki nema eina eða tvær sjómilur á- fram á dag. Eftir tveggja vikna ferð verð- ur loks nógu heiðskírt til að de Long geti lekið sólarhæðina. Þá kemur í ljós að þeir eru staddir 28 sjómílum norðar en þar sem Jeanette sökk. Hann endurtekur mælinguna, en alltaf er útkoman hin sama. Þá hefur rekið hraðar í , norðurátt en þeir hafa gengið í suður. Þessu þorir de Long ekki að skýra mönnum sínum frá. Hann trúir aðeins Melville og lækninum fyrir því“. Við megum aklrei örvænta” skrlfar hanxi í dagbók sína þennan dag, og síðan skipar hann mönnum sínum að halda áfram, gefast ekki upp og vona liið bezta. Fyrst eftir mánaðarferð eru þeir aftur komnir á móts við staðinn þar sem Jeanette fórst. Og úr því fer þeim að ganga greiðara. í júlílok rekast þeir á oli-tó'-a r> i'i sem er skírð Benn- ’\r- i—lia't þeir • vlkutíma tll að hvíla sig og kanna eyna. Síðan halda þeir áfram. ís- inn er nú farinn að verða ótraust- ur, og þeir þurfa eins mikið að nota bátana og sleðana. Hund- arnir verða órólegir, þegar á að flytja þá í bát, og því eru þeir skotnir og skildir eftir. Aðeins einum eru gefin grið; þeir tíma ekki að skjóta hann. Þeir fara hraðar yfir eftir því sem meira verður um auðan sjó, þar sem þeir geta komið bátun- um við. í ágústlok koma þeir að einni Nýsíberíueyjanna og stíga þar á land. í fyrsta skipti í tvö ár standa þeir á auðri jörð, á grasi. Gleði þeirra á sér engin takmörk, og þó er þeim ljóst að þeir eiga mikla erfiðleika fram undan. Þeir mega engan tíma missa. Vistirnar eru að ganga til þurrðar. Að vísu tekst þeim að skjóta eitt hreindýr þarna, en það segir lítið. Sleðarnir eru skildir eftir á þessari ey, en leiðangursmennirn- ir skipta sér niður í bátana. de Long tekur sjálfur að sér stjórn eins bátsins, en yfir hina eru þeir Melville og Chipp settir. — Þeir hafa samflot til 12. septem- ber, en þá lenda þeir í ofviðri utan við Lenuósa og þar skilja leiðir. Fáeinum dögum siðar veður de Long í land mitt á milli kvísla Lenu, og með honum þrettán 550 SUNNUDAGSBLAÐ ~ - ALPÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.