Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Page 9
1 •• • . ,
Séra Jón Halldórsson í Hít•
ardal á 300 'ára afrriæli um
þessar mundir. Hann fæddist
í Reykholti í Borgarfirði 6.
nóvember 1665, en sú dagsetn-
ing er miðuð við gamla stíl,
sem þá var enn í gildi; sam-
kvæmt núgildandi timatali
væri afmælisdagur hans 16.
nóvember.
Forfeður hans höfðu mann
fram af manni verið prestar
i Reykholti, en séra Jón fékk
þó ekki þann stað, heldur Hit-
ardal. Þar var hann prestur
i liðlega fjörutíu ár, og pró-
fastur i 35 ár.
Séra Jón l Hitardal þótti
með merkari prestum á sinni
tlð, og hvað lærdóm snerti
bar hann höfuð og herðar yf-
ir flesta stéttarbræður sína.
Af þeim sökum fékk Jón bisk-
up Vidalín liann til að taka
að sér skólameistarastarf i
Skálholti 'ieftir að stórabóla
liafði geisað og fellt margan
efnilegan drervg i valinn, og
gegndi séra Jón því embætti
í tvo vetur, 1708—10.
Þegar Jón biskup Vldalin
andaðist, þótti sunnlenzkum
prestum enginn hæfari til að
verða eftirmaður hans en séra
Jón í Hítardal. Hann var
skipaður til að gegna biskups-
störfum meðan biskupslaust
væri, en svo fór, að biskups-
tignina Ivreppti hann ekki,
heldur Jón prófastur Árna-
son á Stað í Steíngrimsfirði,
og var talið að sú veiting væri
runnin undan rifjum Árna
Magnussonar prófessors, en
hann var þremenningur við
Jón Árnason að frændsemi.
Það eru þó ekki embættis-
störf séra Jóns í Hítardal, sem
hafa gert hann frægan, heldur
miklu fremur ritstörf hans, en
séra Jón má hiklaust telja
einn merkasta brautryðjanda i
íslenzkri sagnaritun og sagn-
fræði á síðari öldum. Finnur
biskup, sonur hans, segir þó,
að séra Jón hafi ekki farið að
stunda ritstörf að marki fyrr
cn hann var kominn um fimm-
tugt, cn engu að síður ligg-
ur ótrúlega margt eftir hann.
Helztu ritverk lians eru Bisk-
upasögur í tveimur bindum, og
hefur hluti þeirra komið út
á vegum Sögufélagsins, Skóla-
meistarasögur, einnig gefnar
lit af Sögufélaginu, Hirðstjóra ■■
annáll, prentaður í Safni til
sögu. íslands, Hítardalsannáll,
gefinn út í annálasafni Bók-
menntafélagsins, Prestasögur
Skálholtsstiftis, óprentaðar, og
Klaustursaga íslands, sem er
meginstofninn að einum kafla
l kirkjusögu Finns biskups.
Þá er einnig til bréfabók séra
Jóns yfir tímábilið 1701—1720,
og geymir hún margvíslegar
upplýsingar um ævi hans.
Séra Jón í Hítardal var
kvæntur Sigríði Björnsdóttur
frá Snæfoksstööum í Grims-
nesi, og áttu þau saman sex
börn, én aðeins tveir synir
komust til fullorðinsaldurs:
Finnur biskup l Skálholti og
Vigfús, sem prestur varð í
Hítardal eftir föður sinn. Er
mikil ætt frá séra Jóni komin.
í tilefni 300 ára afmælis
séra Jóns Halldórssonar í
Hitaldal vill Sunnudagsblaðið
minnast hans með þvi að birta
nokkra kafla úr ritum hans.
Hafa biskupasögurnar orðið
fyrir valinu, og birtast hér
nokkrir kaflár ur þeim, lýsing-
ar á allmörguúi Skálholtsbisk-
upunu
eigið borð fengu daglega mat í borðstofunnl allír
embættismenn á stólnum, svo og skikkanlegir gestir,
betri bændur og góðra manna sendimenn. Voru
ætíð yfir borðum einhverjar diskræður eður dis-
putatiur um andlegt eður veraldlegt, lögmálasóknir,
liistoríur eður hvað helzt þá féll til ræðu, svo frá
hans bprði máttu menn ganga bæði mettir og fróð-
ari. En fyrirmönnura eður ypparlegum gestum og
góðum vinum hélt hann borð i sinni baðstofu,
drakk og veitti stórmannlega, þá hann tók það
sér fyrir hendur, svo þá tjáði ekki undan að mælast
og þoldu fáir til jafns við hann. Við vini sína og
presta, sem honum þóknuðust, var hann trúfastur,
einlægur, sléttur og metnaðarlaus; við sér minni
menn litillátur og ávarpsgóður; þótti oft gaman að
tala við skynuga og skilgóða; bændur um búnaðar-
háttu og sveitanna tilstand; þykktist ei heldur við,
þótt þeir héldu svari sínu, þá stóð á nokkrum stofni.
Við þóttámikla og yfirlætisspreitinga var Ilann oft
íináglettinn og viðkvæmur i orðum; en vÉS stolta
og stórbokka 'gat bann verið stór pg skorinorður.
Gejrffu altfá&SUr sig til úö gajiga á haqs hlut. Bana
var og ekki þrætukær eður áleitinn við aðra menn
og átti mjög sjaldan í lagadeilum..
Að andlits ásýnd og líkamsgervi var M. Brynj-
ólfur hinn öldurmannlegasti maður á vöxt og með
hærri mönnum, þrekinn og karlmannlega vaxinn,
liraustmenni, oftast heilsugóður; raustin röksamleg
og riðaðí jafnan nokkuð með höfðinu. Sitt höfuðhár
liafði hann ei síðara en jafnt neðstu eyrnablöðun-
um, en hans rauða skegg, þykkt og mikið, breiddist
ofan um bringuna og út á báðar axlir, og eftir hon-
um þótti mörgum nafnbótamönnum andlegum og
veraldlegum virðing að hafa skegg sem mest. Og
þótt hann væri lítillátur og ávarpsgóður, samt stóð
flcstum, sérdeilis unglingum og minna háttar fólki,
ótti af honum....
Almennilega var haldið, það með hans komu
til biskupsembættisins hefði árferði batnað hér
sunnanlands, helzt til sjóaraflans. Þverraði og fiski-
riið eftir dauða hans.
ÞÓEÐUB ÞORLÁKSSON:
Biskup M. ÞórSur var guðhræddur maður, bæa-
ALÞÝÐUBLAÐIÖ - SUNKXTÖAGSBLAÖ 553