Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Blaðsíða 12
Ég þeyttist út á gólf og reyndi á alla-n hátt að forða mér. en strákurinn teygði sig alltaf eftir mér og hélt áfram að pína mig. Ég gægðist á næstu blöð. Þau 'lágu öll kyrr á borðinu og voru að breytast 'i alla vega lita fallega báta. Þegar skólinn var búinn og börnin á heimleið, bögglaði strákurinn mig saman og henti mér í poll. Ó, hvað mér var kalt og leið illa! Eitt það versta, sem kemur fyrir blað er nefnilega að detta í poll. Sem betur fór lá ég þar ekki lengi. Lítil stúlka, sem ekki var byrjuð í skóla, kom auga á mig. Mamma hennar sagði henni að láta mig vera, hún skyldi búa til nýjan, hreinan bát, þegar þær kæmu heim. „Ó, mig langar svo til að eiga þennan“, sagði litla stúlkan, „hann á svo bágt að liggja hér og verða ónýtur“. „Jæj'a, þá“, sagði manna hennar, „við tverðum þá að þvo hann og þurrka á ofninum“. Þetta gerðu þær, og mikið leið mér betur á ofninum en í pollinum. Litla stúlkan leikur sér mikið að mér. Ég bið svo að lokum að heilsa öllurn blöðum og vona, að þau verði eins heppin og ég.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.