Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Blaðsíða 18

Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Blaðsíða 18
mílur norður af Mukden. — Allur rússncski herinn færði sig norður eftir í skjóli bakvarðasveita, sem biðu mikið afhroð, en börðust hraustlega. Skipunin um að hörfa virðist hafa verið gefin út i mikl- um flýti og margar hersveitir hófu undanhald án nauðsynlegs útbún- aðar. Pótgönguliðar, riddaraliðar, stórskotaliðar og geysilöng lest af hestakerrum færðist norður með járnbrautinni, og að baki varð- sveitanna færðust Japanir stöð- ugt nær. Um sólarlag hófst ringul- reiðin. Menn, byssur og vagnar blönduðust í þéttan straum, sem færðist liægt í mýrkrinu norður með jáfnbrautinni. Hörmungum þessarar nætur veröur ekki iýst. Öðru hverju sprungu sprengikúl- ur, Sem framvarðasveitir Japana skutu, mitt á meðal mannanna. Hestarnir fældust og tróðu menn undir íótum séf og dreifðu út um allt skotfærum, alls kouar útbún- aði, vistum og vopnum. Þrátt fyr- ir þetta tókst meginhernum að komast undan áður en herir Nogis og Kawamuras mættust horðan við Mukden. Næsta morguu komst þetta hungraða, utkeyxða maitn-. haf til Gunjulin. Það liefði mátt virðast ógerning- ur að koma aftur á röð og reglu í þessari ringulreið, en strax undir kvöld vöru komin upp spjöld, þar scm mönnum var stefnt á ákvóðna staði eftir herdeildum, og morg- uninn eftir hafði öllum herdeild- um vcrði komið fyrir á sínum stöðum, ef Japanir gerðu nýja árás. Manntjónið meöan á undan lialdinu stóð hafði verið mikið, en Japanir voru einnig útkeyrðir eft- ir nærri þvi þriggja vikna bardaga og þeir héldu kyrru fyrir í Muk- den. Styrjöldinni lauk þannig án nokkurrar úrslitaorrustu á landi. Herir Rússa og Japana i Man- sjúríu voru mjög áþekkir að styrk- leika.Japanir höfðu þó vissa tækni lega yfirburði. Þeir höfðu talsvert mikið af vélbyssum, en Rússar mjög fáar. Fallbyssur Rússa voru vissulega cngu lakari, en aðeins gerðar fyrir venjulegar kúlur, en Japanír notuðu sprengikúlur, sem gátu molað veggi og léttar viggirö- ingar. Undir lokin höfðu Japan- ir einnig nokkrar fallbyssur. í návigi, og þá sérstaklega í hinum hræðilegu næturárásum, höfðu nitfcnesku heímennirmr yfirjeitt yfirhoudina. Alvarlegasti vankantinn Rússa megin var að mínu viti afstaða hersveitanna, áhugaleysi hermanU' anna á stríðinu. Allur þorri her' mannanna skildi ekki ástæðui stríðsins og tilgang, og margu* foringjar töldu það ónauðsynlcg1 og voru þvi andvígir. Erlendur hei foringi, sem dvaldist með rV,sS' neska hernum, skrifaði síðar: „Öll' um hernaðaraðgerðum hefði lokið með rússneskum sigri hefðu Kuro- patkin hershöfðingi og undirme1111 hans verið gæddir sterkri trú og óbilandi festu.” Flestir hermannanna, er herh' aðai-yfirvöldin sendu frá Evrópu til Mansjúríu, voru varaliðar ný' lega innkallaðir. Þessir skeggjuð11’ kvæntu bændur, er höfðu glcy111^ mest allri herþjálfun sinni, volll< sendir til Austurlanda í gripavög'1 um, sem höfðu hvorki glugga llC sæti og cngin hin frumstæðustu þæginda. Lestirnar snigluðust a^ fram austur á bóginn unz Þ5®1 komu að Baikalvatni. Þar voiu hermenn, liestar, byssur og annar utbúnaður flutt yfir vatnið i htl' Frh, a bli 567. ■* 502 SUNNtrDARSBLAÐ - ALÞ'ÍDUBLABlÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.