Vísir - 24.12.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 24.12.1962, Blaðsíða 1
GUÐSPJALLIÐ: Heilagar sögur herma að heiman færu bæði mærin María og Jósep, maður af húsi Davíðs. Til Betlehemsborgar komu, blíðust mærin sín vænti, nótt var tekin að nálgast, og næturgistingar beiddust. En hvar varð husa leitað? Hvergi um þessar mundir: Greiðvikinn maður gerði þeim gjarnan kost á að hvílast á hálmi í útihúsi og hafa þar næturgisting. Að þessu gengu og undu örþreyttir vegfarendur. Þá nóttu, svo guðspjöll greina, gengu við hjarðir sínar, fjárhirðar friðelskandi fram á Betlehemsvöllum. Urðu þá undur meiri en alla tíð fyrr og síðar, opinberunin æðsta um eilífa drottins mildi. Óvænt, sem elding lýsti, engill drottins stóð hjá þeim, kringum þá leifturljómi, logaskær himinbirta: „Ég boða blessun og fögnuð, boða það öllum lýðum, yður er frelsari fæddur. Þér finnið ungbarn í jötu“. ÚTLEGGINGIN: Svo sætlega englar sungu suður á Betlehemsvöllum. Ennþá berst helgur hljómur af hæðum á þessu kvöldi. Klukknaömurinn kallar: „Komið til helgra tíða“, og sálmasöngurinn minnir á syngjandi himinskara. Bjart var á Betlehemsvöllum, blessaður dýrðarljómi. Enn er bjart fyrir augum allra á þessu kvöldi. Altarisljósin eiga á þá birtu að minna sem ljómaði kringum lömbin lítil og saklaus forðum. Fegurst fagnaðarefni fluttu með gleðirómi og básúnur bjartar þeyttu blikandi englasveitir. Enn er fagnað á foldu fæðingu guðs á jörðu, fagnað í helgum húsum og hjartans dýpstu leynum. mmm. Fjárhirðar glaðir fóru, fundu barnið í jötu, lutu því djúpt í lotning, lofuðu guð og trúðu. Ég vil á jólakvöldi Jesús minn, að þér leita, í heilagri kirkju krjúpa og koma til þín af hjarta. Vitringar gjafir gáfu, glöddu svo barn og móður. Stjaman vísaði veginn vegamóðum og þreyttum. Enn eru góðar gjafir ^gefnar börnum á jólum, ,;:ein er frá æðstum drottni ög öllúm gjöfum betri. . JÆaría, drotjins rpóðir, . mjúklega sveininá ’ vafði að hjarta sér og hlúði að honum með bæn, á vörum. ' Enn. eru börriin borin i ‘" af blíðu við móðurhjarta og helguð hennar syni með heitum fyricbænúm. . BÆN: Vertu hjá mér og vaktu verndaðu mig og leiddu blessaðu landsins byggðii, berðu ljós yfir heiminn. Sefaðu allar sorgir, sveipaðu yztu myrkur heilögum himinljóma og huggaðu þá sem gráta. Gleðstu með þeim, er gleðjast, gef þú að allt, sem lifir, finni frið um jólin í faðminum þínum bjarta. Láttu nú litlu börnin líkjast þér, Jesús góði, gefðu öldnum og ungum að eiga þig að vini. Læknaðu þá, sem líða, léttu þeim sínar þrautir, :b?enheyrðu þá, .seiÉÞ. biðja, biessaðu þá, serri' krjúpa, réttu þeim hönd, er reika, reistú þá yið, sem- ' veftú'þeim ljós,-er villast, vaktu hjá þeim, er sofa. ÞAKKARGJÖRÐ: Frelsari vor er fæddur. Fögnum og íofuhí, drottin. Lyftum hjörtum í hæðir, hlýðum á englasönginn. Blessuð Betlehemsstjarnan blikar á þessu kvöldi. Jesúbarn mitt í jötu ég á þig fyrir bróður. Séra Emil Bjórnss . I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.