Vísir - 24.12.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 24.12.1962, Blaðsíða 3
V í SIR • Mánudagur 24. desember 1962. I 19 Tjað var kalt þennan vetur. Það ” var eins og fólkið skryppi saman í kuldanum og minnkaði, að undanteknum þeim sem áttu loðfeld. Richardt héraðsdómari átti stór- an loðfeld. Raunar tilheyrði það nú næstum því starfi hans því hann var framkvæmdarstjóri í nýstofnuðu fyrirtæki. Vinur hans Henck læknir átti hins vegar engan loðfeld; aftur á móti átti hann fallega konu og þrjú börn. Henck læknir var horaður og föl- ur yfirlitum. Sumir verða feitir við að kvænast, aðrir horast. Henck læknir hafði horazt; og svo kom aðfangadagur jóla. — Þetta hefur verið slæmt ár hjá mér, sagði Henck læknir við sjálfan sig þegar hann um þrjú- leytið á aðfangadag, rétt í rökk- urbyrjun, var á leiðinni til vinar sfns Johns Richardts til þess að fá lánaða peninga. Þetta hefur verið afleitt ár. Heilsa mín er tvf- sýn, að ég segi ekki slæm. Aftur á móti lítur út fyrir að sjúkling- arnir mínir hafi fengið hesta- heilsu næstum eins og þeir leggja sig; ég sé þá svo sjaldan núorðið. Lfklega fer ég bráðum að deyja. Það heldur konan mín líka, ég hef séð það á henni. Ef svo er þá væri óskandi að það yrði fyrir lok janúar þegar á að borga af bölvaðri lfftryggingunni. Þegar hann var þarna kominn f heilabrotum sínum var hann staddur á horni á Stjórnargöt- unni og Hafnarstræti. Þegar hann ætlaði að fara yfir kross- göturnar til að halda síðan niður Stjórnargötuna, rann hann til á hálu sleðaspori og datt á höfuð- ið og í sama vetfangi kom leigu- sleði akandi á fullri ferð. Kúsk- urinn bölvaði og hestur vék af eðli sínu ti! hliðar en Henck læknir fékk samt högg í öxlina af sleðakjálkanum og þar að auki festist skrúfa eða nagli eða eitt- hvað þess háttar í frakkanum hans og reif á hann stórt gat. Fólk safnaðist saman umhverfis hann. Lögregluþjónn hjálpaði honum á fætur, ung stúlka burst- aði af honum snjóinn, roskin frú baðaði út höndunum yfir rifnum frakkanum hans á þann hátt að skilja mátti að hún hefði gjarnan viljað gera við hann á stundinni ef hún hefði getað, prins af kon- ungsættinni sem af tilviljun átti leið hjá tók upp húfuna hans og setti hana á höfuð honum og þá var allt komið í lag aftur nema frakkinn. — Andskoti er að sjá útgang- inn á þér, Gústaf, sagði Richardt héraðsdómari þegar Henck kom upp á skrifstofuna til hans. — Já, það var keyrt á mig, sagði Henck. — Það var þér líkt, sagði Richardt og hló góðlátlega. En þú getur ekki farið heim svona útlítandi. Þú mátt gjarnan fá lán- aðan loðfeldinn minn, ég sendi þá strák heim eftir frakkanum mín- um. — Takk, sagði Henck læknir. Og þegar hann var búinn að fá lánaðar þesar hundrað krónur sem hann þarfnaðist bætti hann við; — Og velkominn I matinn. Richardt var piparsveinn og var vanur að vera hjá fjölskyldu Hencks á aðfangadagskvöld. Á leiðinni heim var Henck I betra skapi en hann hafði lengi verið. — Það er vegna loðfeldsins, sagði hann við sjálfan sig. Ef ég hefði verið skynsamur væri ég, löngu búinn að fá mér loðfeld út á krít. Hann hefði aukið sjálfs- traust mitt og lyft mér í aug- um fólksins. Maður getur ekki borgað lækni í loðfeldi eins lítið og lækni í venjulegum ■ frakka með slitnum hnappagötum. Það er leiðinlegt að mér skuli ekki hafa dottið þetta í hug fyrr. Nú er það of seint. Hann labbaði gegnum Kon- ungsgarðinn. Það var orðið dimmt, það var farið að snjóa aftur og kunningjarnir sem hann mætti þekktu hann ekki. — Hver veit annars hvort það er orðið of seint? hélt Henck áfram að segja við sjálfan sig. Ég er ekki enn orðinn gamall og það getur vel verið að mér hafi skjátlazt varðandi heilsu mina. Ég er bláfátækur aumingi en það var Richardt líka fyrir ekki all- löngu. Konan mfn hefur verið kaldlynd og óvingjarnleg gagn- vart mér upp á síðkastið. Hún færi áreiðanlega að elska mig á nýjan leik ef ég gæti unnið fyrir meiri peningum og klæddist loð- feldi. Mér hefur sýnzt að henni litist betur á John síðan hann fékk sér loðfeld en áður. Hún var víst soldið skotin í honum þegar hún var ung; en hann bað henn- ar aldrei, hann sagði henni þvert á móti að hann mundi aldrei þora að gifta sig ef hann hefði minna en tfu þúsund á ári. En það þorði ég; og Ellen var fátæk stúlka og vildi gjarnan giftast. Ég held að hún hafi svo sem ekki verið svo ástfangin af mér að ég hefði get- að numið hana á brott ef ég hefði ætlað mér það. En það ætlaði ég mér nú ekki heldur; hvernig átti mig að geta dreymt um þvílíka ást? Það hef ég ekki gert síðan ég var sextán ára og sá Fást í óperunni með Arnoldson f aðal- hlutverkinu. En ég er nú samt viss um að henni geðjaðist vel að mér fyrst meðan við vorum gift, manni skjátlast ekki í slíku. Hvers vegna skyldi henni þá ekki geta geðjazt að mér aftur? Fyrst eftir brúðkaupið okkar hrakyrti hún John í hvert skipti sem þau hittust. En svo stofnaði hann fyr- irtæki og bauð okkur f leikhúsið annað veifið og fékk sér loðfeld. Og þá varð konan mi'n náttúrlega leið á því með tímanum að hrak- yrða hann. Henck átti enn ólokið nokkrum erindum fyrir kvöldverðinn. Klukkan var þegar orðin hélf sex þegar hann kom heim hlaðinn pinklum. Hann fann til mikilla eymsla í vinstri öxlinni; annars var ekkert sem minnti hann á óhappið um daginn — nema loð- feldurinn. — Það verður gaman að sjá hvernig konunni verður við þegar hún sér mig í loðfeldi, sagði Henck læknir við sjálfan sig. Það var aldimmt í forstofunni; það var aldrei kveikt á lampanum nema von væri á gestum. Nú heyri ég í henni í stofunni, hugsaði Henck læknir. Hún er léttstíg eins og lítill fugl. Það er undarlegt að mér skuli enn hlýna um hjartarætur í hvert sinn sem ég heyri fótatak hennar í næsta herbergi. Henck læknir hafði rétt fyrir sér þegar hann bjóst við að kon- an hans tæki innilegar á móti hon um en venjulega af því hann væri klæddur f loðfeld. Hún þrýsti sér þétt að honum f dimm- asta afkima forstofunnar, vafði handleggjunum um hálsinn á hon- um og kyssti hann heitt og inni- lega. Því næst gróf hún höfuð sitt í kragann á loðfeldinum og hvísláði: — Gústaf er ekki kominn heim ennþá, — Jú, svaraði Henck læknir ofuriítið titrandi röddu um leið og hann gældi við hár hennar með báðum höndum, jú, hann er kominn heim. í vinnustofu Hencks læknis brann glaður eidur. Á borðinu var viskí og vatn. Richardt héraðsdómari lá endi- langur í skinnklæddum hæginda- stól og reykti vindil. Henck lækn ir sat í hnipri f sófahorninu. Dyrn ar stóðu opnar inn f stofuna þar sem frú Henck og börnin voru að kveikja á jólatrénu. Það hafði verið mjög hljótt við kvöldverðarborðið. Það voru bara börnin sem höfðu skríkt og talað hvert í kapp við annað og verið glöð. — Þú segir ekkert, gamli vin- ur, sagði Richardt. Siturðu kann- ski og hugsar um rifna frakkann þinn? — Nei, s.varaði Henck. Miklu fremur um loðfeldinn. Það var þögn í nokkrar mínút- ur áður en hann hélt áfram: — Ég er lfka að hugsa um dálítið annað. Ég er að hugsa um að þetta skuli vera síðustu jólin sem við erum saman. Ég er lækn- ir og veit að ég á ekki langt eftir. Ég veit það með fullkominni vissu. Ég vil þess vegna þakka þér alla þá vináttu sem þú hefur sýnt mér og konu minni. — O, þar skjátlast þér, tautaði Richardt og leit undan. — Nei, svaraði Henck, mér skjátlast ekki. Og ég vil þakka þér fyrir að þú skyldir lána mér loðfeldinn. Hann hefur veitt mér síðustu hamingjustund lífs míns. Njörður P. Njarðvfk ísienzkaði. Kl. 7 var byrjað að hringja dómkirkjuklukkunum. Ég gekk á hljóðið niður Zeughausstrasse, og hringingin kom á móti mér í æ þyngri og efniskenndari bylgj- um, hlaðin fyllingu syngjandi málmsins. Hringingin, þessi ó- sýnilegi máttur, náði öllu um- hverfinu á vald sitt, steypti sér fram úr turnunumu gegnt mér og skall á húsunum lfkt og brim að klettum. ISI Sigling upp Rín, frá Köln til Mainz Mainz, 3. ágúst Á fætur í morgun við fyrsta hanagal. Sólskin með nokk- urri hitamóðu. Þræddi Lintsgasse niður að ferjunni. Gatan er tæp 7 fet á breidd og lfklega frá því á miðöldum, varla yngri en frá Hansa-tímanum, því hún liggur í elzta hverfinu. Þó er heimskulegt að vera með fullyrðingar um það, sem maður veit ekki með vissu. . Steig um borð, rétt áður en við hófum siglinguna. Og þegar hvítt skipið, sem er að mestu leyti tveir stórir veitingasalir, byrjaði að spyrna sér áfram gegn árstraumnum, sem kominn er alla leið ofan frá Sviss, fór ég að horfa í sjónaukanum á borgina, einkanlega kirkjuna; sá, að stig- ar lágu upp á hæsta flúrið á turnspírunum, auðsjáanlega ætl- aðir viðgerðarmönnum. Geðslegt að príla upp þá! Og Köln, sem hvíldi eins og hlassadrottning á sfnum forn- fræga stað á fljótsbakkanum, fjar lægðist meir og meir. Meður kem ur og fer, staðirnir fylgja manni ekki eftir öðru vísi en í leynum hugans, og þegar maður deyr, verða þeir að engu í brjósti manns. Okkur bar smám saman lengra inn f landið. Fljótið kom í bugð- um úr suðurátt. Enn var hið róm- aða Rínarlandslag óséð framund- an. Á bökkunum hnöppuðu húsin sig umhverfis kirkjurnar, og víða höfðu ferðamenn slegið mislitum tjöldum sínum, minnugir hirð- ingjans í eigin blóði. Állir voru á flakki um skipið, fólk af ýmsum þjóðernum, m. a. ung, indversk hjón með Iitla dótt- ur sína, sem var ekki svo gömul, að hún hefði hugmynd um, hvar hún var stödd á jörðinni. Fátt merkilegt bar fyrir augu; trjábelti, hús, önnur skip og bát- ar og lygnt, skolugt vatnið, streymandi niður til Rotterdam. Hvað þessi sigling okkar hlaut að vera broslega lítilfjörleg í aug- um Rínarfljóts, hinnar söguríku elfar, sem kynnzt hafði við her- sveitir Rómverja. En það var skemmtilegt að ferðast inni í miðju landi, án þess að vera á landi, og berast þannig lengra og lengra til suðurs. Á sumum bátunum, sem við mættum, voru elskulegar eigin- konur bátsmanna að skvetta úr koppum og kirnum í ána, því ýmsar fjölskyldur eiga heimili sín um borð í þessum flutninga- prömmum; það hanga gardínur fyrir gluggum í góðu sambýli við glaðhlakkalega blómsturspotta Mátti þvf líkja við þekktri ljóð- h'nu og segja: Kerlingar skvetta úr koppum í Rín. Komið til Bonn um 10 leytið. Frá fljótinu að sjá er lítið orðið eftir af Bonn Beethovens, sem við er að búast (einhverjar göt- ur inni í borginni eru þó líkar því, sem þær voru á hans dög- um, minnir mig). Fáeinir karlar sátu hér óg þar við árbakkann og dorguðu mak- indalega á stöng; aðrir spássér- uðu fram og aftur með fljótinu og viðruðu hundana. Nú fór landið hækkandi á vinstri hönd. Og þarna sáust Fjöllin sjö! Skyndilega ber kast- alarústirnar á Drachenfels (Dreka hamri) við himin eins og brotna tönn. Þar hefur að sjálfsögðu hreiðrað um sig peningasólginn veitingasali. Nokkrir fornir múr- steinar, hver ofan á öðrum, geta malað gull í vasa. Það ætti vel við, að drekinn léti annað veifið sjá sig innan um kaffigestina, fyrst þeir eru að dekra við minn- ingu hans, og ákjósanlegast væri, að hann skriði milli borðanna — og inn á kontór til gestgjafans — eldspúandi. Fram hjá siglir kolaprammi og heitir Moliére. Og Rínardalurinn tekur að faðma mann fastar að sér, þak- inn Iitprúðum vínekrum. Hér er margt eitt hús á bjargi og borg- ir (Burgen) uppi á fjöllum, sem fá ekki dulizt. Það er mér, Is- lendingnum, svölun að sjá, þegar minnst vonum varir, nakið berg (Ereperer Ley). Þarna rekur eld- gömul jörðin hnefann út gegnum skógivaxna hlíðina. í klettinum er falleg stuðlabergsmyndun., Komum til Koblenz kl. 3,30, og nú tók við frægasti hluti leiðar- innar, hinn raunverulegi Rfnar- dalur, die weltberiihmte Rhein- landschaft" eins og Þjóðverjar segja og rétta pm leið ögn úr sér. Og svo var öllum að óvörum tekið að leika lag í hátalara skipsins, lag, sem allir kunna: Ég veit ei af hvérs konar völdum, — því þarna sást kletturinn Loreley. Hann var ekki sólroðinn í þetta sinn, og efst á gnúpinum, þar sem ungmeyjan sat forðum, stóð dálítill hópur af fólki og horfði út yfir heimsbyggðina. Nú er búið að spjalla Loreley mjög skörulega, því gegnum hana hefur verið borað gat handa járn- brautarlestunum milli Suður- og Norður-Þýzkalands. Kletturinn er fallegur; nokkuð gróinn og hefur einhverju sinni f fyrndinni sigið f jarðraski, þann ig að berglögunum hallar niður og inn til landsins. Hamravegg- urinn að fljótinu virðist gnæfa hærra af þessum sökum. Frh. á bls. C0.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.