Vísir - 24.12.1962, Blaðsíða 14

Vísir - 24.12.1962, Blaðsíða 14
30 V1 S IR . Mánudagur 24. desember 1962. Af dagbókarblöðum — Guinness-ölið fræga er nú flutt út í stáltunnum. — 1 baksýn turn tollstöðvarinnar í Dyflinni. Raddböndin í lagi — Frh. af bls. 21: ölstofu til þess að væta kverk- arnar, en hann fann hana og átti við hana skemmtilegt viðtal. Og sá góði blaðamaður vék að því, að það gæti áreiðanlega verið reynandi, ef maður ætlaði að hitta einhvern heima utan venjulegs vinnutíma, að skreppa í næstu ölstofu. Ölstofurnar eru nefni- lega býsna vinsælir samkomustað ir, og þykir mörgum írum þar gott að' koma og vera, hitta kunn ingjana og rabba saman — og taka lagið. ★ Þar geta menn látið Ijós sitt skína. Par geta menn látið ljós sitt skína, sagt sitt álit, rabbað sam- an — eða hlustað — eða þá tek- ið lagið, einkanlega í hinum svo köiluðu „singing pubs“ eða söng- krám, þar sem þeir meðal við- staddra, er sungið geta, eru hvatt ir til að syngja, og séð fyrir píanó og harmonikuundirléik. Lesið hefi ég um þessar söng- krár sem „síðasta virkið", er menn muni geta flúið til undan útvarpi og sjónvarpi, en það eru alþýðulögin, sem mest eru sung- in, þessi, sem allir kunna, öllum þykir vænt um og ótrúlega marg- ir geta sungið á írlandi með ágætum, eins og vísurnar um Danny Boy, Shannon River, fal- legu vísurnar um ána Lee og margt fleira. Og stjórnmálin valda ekki lengur deilum eða hverrar trúar menn eru, Ianda- mæri eru gleymd og það er sung- ið jafnt um Killarney-vatn sem MournefjöII. ★ Fólk af öllum stéttum. Það er allra stétta fólk, sem þarna kemur, sumt einu sinni í viku, numt oftar. Og allt fer yf- irleitt vel fram, enda er þarna stjórnandi, siðameistari Master of Ceremonies, sem er vel með á nótunum og þekkir sína menn, karla og konur, meðal viðskipta- vinanna, sem hafa raddböndin í Iagi. 1 grein, sem ég las um þess- ar söngkrár, er lýsing á þessa leið: Siðameistarinn tekur til máls: — Eitt lag, hérra X? Gefið hljóð! Herra X ætlar að taka lagið! Kliðurinn dettur niður og ekki heyrist Iengur neitt glasa- glamur. Þjónarnir standa kyrrir í sömu sporum og það er eins og allur heimurinn bíði eftir að herra X fari að syngja. Og herra X fer að syngja „Roses are blooming in Picardy" og tvö eða þrjú önnur sí-vinsæl lög. Söngv- arinn er dreyminn á svip, ham- ingjusamur og öruggur, og þegar hann hættir er eins og Ijómi af honum, og það er eins og hann sé meiri og betri maður en þeg- ar hann var kallaður upp á pall- inn fyrir tíu mínútum. Hvernig er sungið? — Vel, ekki alltaf vel, en aldrei illa, og það sem einkennir þann söng, er menn heyra á þess um stöðum, er einlægnin, ástin á því, sem sungið er. Og er það ekki mikilvægast næst því að hafa söngröddina? — Og hafi menn svo söngtæknina líka, sem oft er — heyra menn þarna reglulega vel sungið. ★ Virðingarbragur. Og svo kallar siðameistarinn á frú B. Hún er dálítið feimnisleg, en hún er ekki taugaóstyrk. Hún mundi ekki fá fyrstu verðlaun á Febís Ceoil nú, en kannske hefði hún unnið til þeirra fyrir 10 ár- um. En hún fær gott hljóð — með söng sínum túlkar hún það sem f Ijóðinu býr svo vel, að hún nær til innstu tilfinninga þeirra, sem hlusta. Og það er virðingarbragur á þeim, sem syngja í söngkránum, sami virð- ingarbragur og einkennir eyjar- skeggja á Araneyjum — eða spænska bændur. Þeir sem syngja kunna að meta það sem gott er og túlka það, þeir hafa það í sér að finna það, sem gott er og túlka það. Þeir eru sannir — og þeir hafa hjartað á réttum stað. ★ En sums staðar ber skugga á. En sums staðar ber skugga á. Það eru ekki tóm skemmtilegheit sem bjórdrykkju fylgja. Sé hún í hófi getur hún aukið á notaleg- heit og leitt gleðina inn, þar sem fólk sem er jafnlynt og hroka- laust, blátt áfram og alþýðlegt, eins og Irar eru, kemur saman. Óhófleg öldrykkja eins og önnur ofdrykkja hefur víða haft hinar háskalegustu afleiðingar, en það er ekki efni þessarar greinar, — en írar hafa af þessu sára reynslu sem margar þjóðir aðrar, en svo sagði mér Miss Murphy, efna- hagsmálaráðunautur stjórnarinn- Frh. á bls. 19. Hjá Músaturni um kl. 7. Þar átu mýs biskupinn í Mainz upp til agná. Það tók að húma. Tunglið kom upp, og á gamla vísi) horfði það niður til þessara fósturbyggða rómantísku stefnunnar, og ber þó í auga sínu — þegar hér er kom- ið sögu — járnflís, gerða af manna höndum. Trén á bökkun- um vörpuðu svargrænum og í- löngum skuggum út á lygnt fljót- ið. Það dimmdi stöðugt, ljós voru kveikt f landi og á bátum og skipum á Rín sjálfri; gul birta speglaðist í dökku vatninu, svo maður freistaðist til að halda, að þarna lægi á fljótsbotninum, eftir allt saman ormsbeðurinn frægi. Ferðin var senn á enda, sigling gegnum riddaraöldina, gegnum rómantískuna. Rínardalur er að sönnu falleg- ur, en sé maður alinn upp hjá nöktu fjalllendi, svölu árvatni, undir hvelfdri heiðríkju íslands, þá er hætt við, að þessi frjósama og skrúðmikla byggð yrði manni til lengdar nokkuð sæt undir tönn. ISJ Blái hellirinn Róm, 30. september að var dynjandi rigning seinni hluta leiðarinnar suður til Napólf. Blá þrumuleiftur á himni; ljósaþyrpingar f fjarska á vinstri hönd. Eitt og eitt pálmatré við veginn. Án þeirra hefði maður getað verið staddur hvar sem var á jörðinni, því næturmyrkrið er alls staðar eins. Napólí kl. 7. Þessi margdásam- aða borg var vot í andlitinu, því ennþá rigndi. Það lá drungi yfir flóanum, og hið síbláa silkivatn Miðjarðarhafsins, hvar var það? Ég hélt, að þessi ferð myndi verða fíaskó. Við snæddum morgunverð á hótell, sem ég man ekki, hvað heitir. En þegar við gengum aft- ur út á götuna, um kl. hálf nfu, var komin sól í skýin, sem tóku f ar, sem ég minntist á í pistli í haust, að mjög hefði dregið úr ofdrykkju alþýðunnar á Irlandi, og mætti þakka það baráttu mætra kirkjunnar manna. Tuborg. Kannske er bezt, að ég ljúki þessum pistli með því að segja frá þvf, sem fyrir mig kom, er ég ætlaði að prófa gæði marg- nefndrar Guinness-framleiðslu. Mér þykir annars lítið varið f bjór, nema þá að drekka bjór- glas með mat, ef við á, en ég ætl aði sem sagt að prófa Guinness- ölið góða, sem ég taldi vfst að væri framleitt bæði ljóst og dökkt (og mun nú framleitt bæði Ijóst eða létt öl og dökkt, þótt aðalframleiðslan sé stöðugt stout). Þar sem mér hafði þótt vont dökkt öl, er ég hafði bragð- að, bað ég um ljóst öl. — Ég hafði tekið mér sæti f rabbhorni ölstofunnar til þess að komast hjá að standa við barinn, þar sem menn raða sér oft sem skepnur við garða, og beið öls- ins með nokkurri eftirvæntingu, en þegar þjónninn kom setti hann fyrir mig bjórflösku og glas sem á var letrað með gullnu letri: Tuborg! A. Th. óðaönn saman pjönkur sínar og hypjuðu sig burtu. Við ókum beint niður að höfn- inni og stigum 'im borð í skipið. Ég sá eftir, að hafa ekki tekið með mér sjónaukann, því Vesú- vfus sýndist léttur á brún. Ég settist úti við borðstokkinn til þess að hafa sjálft „mare nostrum" sem næst mér. Og þeg- ar við leystum landfestar, hvelfd- ist blár himinninn yfir okkur, og það stóð hreinn blær af hafinu. Þarna var ég á minni fyrstu siglingu um Miðjarðarhaf, í sól, hlýjum blæ og miklu hafbliki — hvítum leiftrum á sjónum, eins og jólatrésstjörnur væru að kvikna þar og slokkna. Þegar við vorum komin það langt út á flóann, að reykurinn frá borginni skyggði ekki lengur á Vesúvfus, sáust hlíðar hans mjög vel, hraunið og litir þess. Gígurinn blasti við, þessi galopni munnur, sem er viðbúinn að öskra upp til himins, hvenær sem er. Mér kom f hug lýsing Plíní- usar yngra á Vesúvíusargosinu ár 79 e. Kr. Ætlaði ég aldrei að geta slitið augun af fjaliinu, sem varð æ hátignarlegra því fjær sem dró landi. Það drottnar ekki aðeins yfir sjóndeiidarhringnum vegna hæðar sinnar, heldur og vegna formfegurðar. Mun stórfenglegra og fegurra að sigia upp að Drangey en Caprí. Ber það ekki saman. Þegar siglt er inn f höfnina, bendir fátt til þess, að eyjan sé vasaútgáfa Para dísar, og hún býr ekki yfir kynngimögnuðum seið Drangeyj- ar, þar sem sjórinn, bjargið og fuglinn eru hljóðfæri f orkestri, sem sjálft lífið og sjálfur dauð- inn stjórna til skiptis. Klukkan var tæplega ellefu, þegar skipið lagðist að bryggju, og þeir, sem vildu skoða Bláa hellinn, lögðu strax af stað þang- að í mótorbát: Var ég einn með- al þeirra. Er það í skemmstu máli frá þeirri ferð að segja, að hún var í senn brosleg og heimsku- leg. Manni var dembt í litla ára- báta, einum eða tveimur hræðum í hvern, skipað að leggjast flöt- um beinum undir þófturnar til þess að rotast ekki um leið og ræðarinn sætti færis að skjóta bátnum inn f hellismunnann, því opið er svo lítið, að smáalda gæti slöngvað kænunni upp f bergið. Var skoplegt að sjá eldri konur stingast þannig óttaslegnar inn í klettinn og hverfa. Gestir eru tæpast meira en þrjár til fjórar mfnútur inni í hellinum, því fjöldi fólks bíður fyrir utan og árfðandi fyrir eyjar- skeggja að afgreiða sem flesta á sem skemmstum tíma, þvf að- gangseyrir að þessum heimsfræga bláma jafngildir um 20 kr. ís- lenzkum. Allar lykta þessar að- farir af peningagræðgi og m'úg- heimsku. Manni er róið einn hring inni í hellinum, sem er fullur af bátum, skrfkjandi kvenfólki, köll- um og undrunarópum. Hellirinn er f sjálfu sér merkilegur, nátt- úruundur á vissan hátt, og mundi ég hafa ánægju af að dóla þar einn á bátskel góða stund, al- einn. Þótt ég yrði fyrir vonbrigðum með þessa hellisför, var ágætt að kynnast því af eigin sjón, hvernig þessi mikla dásemd er leidd eins og yxna belja undir hvert nautið & fætur öðru. Nú veit maður altént hvað um er að ræða, þegar fólk með drýginda- brosi segist hafa skoðað Bláa hellinn, líkt og með þvf hafi það loklð áríðandi ætlunarverki og sýnt, að það hafi ekki til einskis lifað. ISl Róm, sama dag allan morgun á Foro Romano. Komst ekki yfir að Skoða nema norðausturhluta svæðisins. Það er lærdómsríkt „að ganga um þessa garða“, og mér tókst nokkurn veginn, með hjálp leið- arvísisins, að rekonstrúera torg- ið f huganum. En satt að segja kemst maður ekki f beint sam- band við eldri tíma en keisara- öldina, því þær leifar, sem For- um Romanum er nú, eiga svo til undantekningarlaust rætur sínar þar. Það olli mér nokkrum von- brigðum, að komast ekki f snert- ingu við lýðveldistímann fyrir til- stilli þó ekki væri nema nokk- urra súlna, sem enn stæðu. Hins vegar kom mér skemmtilega á óvart að mega sjá og ganga um rómverska steinlagningu á Via sacra, steinhellur, sem Ágústínus kirkjufaðir hefur vafalítið troðið, svo gamlar eru þær. Það, sem eftir stendur af þess- um miðkjarna hins rómverska heimsveldis, er sem sagt mest- megnis gólf, tröppur, götuhellur, undirstöður hofa, veggjabrot, sem marmarinn er löngu hrun- inn af, þetta hefur tíminn, sá undarlegi húmoristi, valið til að tala máli þeirra, sem stjórnuðu heiminum, valið .steininn, sem þessir yfirráðendur landa og þjóða gengu á, til þess að tala máli þeirra. I^<1 Brig f Róndal, 25. októbér A ftur sveit, aftur fjöll og kyrrð. Svalt heiði. Unaðslegt að finna sveitina aftur umlykja sig eftir hina Iöngu dvöl í fjölmenni, hraða og háreysti. Klukkan var orðin tæplega hálf níu, þegar lestin rann hér inn á brautarstöðina f morgun. Alparn- ir böðuðust skæru sólskini, og loftið var tært og mátulega svalt. Eftir hádegið gekk ég upp með hraðstreymri, brotóttri á, sem rennur gegnum bæinn. Alltaf finnst mér lífið í ekki stærri bæj- um en þessum nær því, sem það á að vera, en í stórborgum. Út um járnsmiðjudyr bárust gjallandi hamarshögg. Hér er fólk enn í lifandi tengslum við starf- andi hendur sínar, vélarnar eru ekki búnar að sölsa með öllu undir sig hlutverk þeirra. Og nú er komið kvöld, og úti fyrir glugganum heyrist regnið niða. Mér verður hugsað til dags- ins í gær. Ég skoðaði Aquarium exotarium, sem er til húsa f Ter- mini brautarstöðinni. Dvaldist einkum framan við slöngubúrin. Að hugsa sér öll þessi tilbrigði, sem lífið birtist f, alla þessa ó- þrotlegu hugkvæmni þess afls, sem sköpuninni ræður, og við — maðurinn — aðeins eitt til- brigði meðal milljóna, tilbrigði, sem kemur fram og mun aftur hverfa, og lífið heldur áfram, eins og maðurinn hafi aldrei verið til. Og mér dettur f hug nunnan, sem sat gegnt mér í járnbrautar- klefanum í nótt, sofandi með gal- opinn munn og höfuðið reigt aft- ur á bak. Það leit út fyrir, að hún væri að kalla, en orðin færu hraðar en hljóðið og heyrðust þess vegna ekki! En þegar morgnaði, steig allt I einu fram úr þokunni fallegt stöðuvatn, — og Alparnir fram- undan, haustbleikir hið neðra, en gránaðir efst f hlíðum, eins og fjöllin heima á íslandi, þegar líð- ur að göngum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.