Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 4
HÖRÐUR Gunnarsson, formaður
Glímudómarafélags Íslands, var á
dögunum valinn í æðstu stjórn Al-
þjóða fangbragðasamtakanna. Þá var
honum veitt sérstök heiðursviður-
kenning fyrir einörð störf að fang-
bragðamálum. Herði var einnig feng-
ið sæti í heiðurshofi samtakanna.
GYLFI Gylfason skoraði fjögur
mörk fyrir Wilhelmshavener þegar
liðið vann 2.deildarliðið OHV Aurich,
39:30 í æfingaleik í fyrrakvöld.
Robertas Pauzolis, fyrrverandi leik-
maður Hauka, lánaðist ekki að skora
en hann leikur einnig með Wilhelms-
havener.
WINFRIED Schäfer, þýskur
landsliðsþjálfari Kamerúna, var rek-
inn úr starfi í gær. Kamerún tapaði
3:0 í fyrrakvöld fyrir Þjóðverjum og
fannst þá forráðamönnum liðsins
komið nóg, en hann hefur verið
landsliðsþjálfari síðan 2001 og gerði
liðið m.a. að Afríkumeisturum 2002.
TIGER Woods virðist vera að ná
sér á strik á ný eftir fremur erfitt
gengi á golfvellinum á þessu ári.
Hann tekur nú þátt í Dunlop mótinu í
Japan og í gær lék hann fyrsta hring-
inn á fimm höggum undir pari, 65
höggum og er með þriggja högga for-
ystu. „Ég man ekki eftir að hafa haft
forystu á einu einasta móti í ár þann-
ig að þetta er góð tilfinning,“ sagði
Woods.
RIGNING gerði kylfingum erfitt
fyrir, en Woods lék samt án þess að
fá skolla. Sem dæmi um þekkta kylf-
inga sem gekk illa má nefna að Alex
Cejka og Todd Hamilton léku á 73
höggum og Thomas Björn á 75.
RUUD van Nistelrooy, sóknar-
maður Manchester United, er von-
góður um að geta leikið með liði sínu
gegn Hermanni Hreiðarssyni og fé-
lögum í Charlton í ensku úrvalsdeild-
inni á laugardaginn. Van Nistelrooy
meiddist á mjöðm í leik Hollands
gegn Andorra í fyrrakvöld. „Þetta
var bara högg, ekkert alvarlegt,“
sagði van Nistelrooy á vef Manchest-
er United í gær.
LEICESTER City, lið Jóhannesar
Karls Guðjónssonar, hefur fengið
markvörðinn Stuart Taylor lánaðan
frá Arsenal í einn mánuð. Taylor er
nýstiginn upp úr meiðslum og hefur
ekkert spilað með Arsenal í vetur.
FÓLK
Undanúrslit karla hefjast í kvöldmeð leik Snæfells og Grindavík-
ur sem hefst kl. 18.30. Snæfell lagði
Val og KR á leið sinni í Höllina og
Grindavík Breiðablik og Skallagrím.
Síðari leikur kvöldsins er síðan ná-
grannarimma Keflvíkinga og Njarð-
víkinga sem hefst klukkan 20.30.
Keflavík lagði Ármann og ÍR til að
komast í úrslitin og Njarðvíkingar
Þór Þorlákshöfn og Hauka.
Snæfell og Grindavík mættust í
deildinni hinn 8. október og höfðu
Grindvíkingar betur á sínum heima-
velli, unnu 90:80 og gerði Darrel Lew-
is 35 stig fyrir Grindavík. Justin Mill-
er, sem fór frá Grindvíkingum í
vikunni gerði 12 stig og tók auk þess
20 fráköst. Hlynur Bæringsson tók
hins vegar 22 fráköst fyrir Snæfell og
gerði 19 stig í þessum leik og gæti
hugsanlega átt náðugri dag undir
körfunni þar sem Miller er farinn.
Snæfell er sem stendur í 3. sæti
deildarinnar en Grindvíkingar í því
sjöunda.
Leikir Keflvíkinga og Njarðvíkinga
eru alltaf skemmtilegir og oftast
spennandi. Liðin hafa ekki mæst í
deildinni í vetur en gera það 14. des-
ember í Njarðvík. Hins vegar hafa lið-
in mæst tvisvar en eru nokkuð breytt
frá þeim leikjum. Keflavík vann
101:84 í Reykjanesmótinu en Njarð-
vík vann 105:79 í Meistarakeppninni.
„Leikurinn leggst vel í okkur
Njarðvíkinga. Þetta er auðvitað
draumaleikur því það er alltaf stór-
leikir þegar þessi lið mætast og ég á
ekki von á neinni breytingu þar á
núna,“ sagði Einar Árni Jóhannesson,
þjálfari meistara Njarðvíkur, í sam-
tali við Morgunblaðið.
„Staðan í deildinni og það sem á
undan er gengið í vetur skiptir auðvit-
að engu máli þegar komið er í þennan
leik. Þá er það dagsformið sem ræður.
Keflvíkingar leika nokkuð þétt þessa
dagana og ég held að leikurinn við
Bakken láti þá hafa dálítið fyrir hlut-
unum í kvöld [í gærkvöldi] en vona
auðvitað að Keflavík vinni. En ég held
það sé okkur ekkert til tekna að Kefl-
víkingar leiki mikið þessa dagana.
Um hinn leikinn þá reikna ég svona
fyrirfram frekar með sigri Snæfells.
Grindvíkingar hafa ekki verið nógu
sannfærandi það sem af er vetri og
ekki bætir úr að Miller farinn frá
þeim. Þetta getur hins vegar verið
fínt tækifæri fyrir þá að þjappa sér
saman því þeir ættu að geta komið
nokkuð afslappaðir til leiks þar sem
pressan er ekki á þeim,“ sagði Einar
Árni.
Bæði lið hafa sigrað í þessari
keppni, sem nú er haldin í níunda
sinn. Keflvíkingar fjórum sinnum en
Njarðvíkingar, núverandi meistarar,
tvívegis. Grindavík hefur einu sinni
sigrað í keppninni, 2001, en Snæfell-
ingum hefur ekki tekist að hampa bik-
arnum.
Konurnar í undanúrslitum
Þau lið sem sigra í kvöld mætast
síðan í úrslitaleik í Höllinni á morgun
klukkan 16.
Konurnar hefja leik í Höllinni á há-
degi á morgun þegar ÍS og Haukar
mætast en þau áttust einmitt við í vik-
unni og þar fóru Haukakonur nokkuð
óvænt með sigur, 72:77. Stúdínur
lögðu Tindastól á leið sinni í undan-
úrslit og Haukar höfðu betur gegn
KR.
Keflavík og Grindavík mætast
klukkan 14 og það verður að segjast
eins og er að Keflvíkingar eru sigur-
stranglegri, hafa ekki tapað leik í vet-
ur. Unnu meðal annars Grindavík í
Grindavík 71:54 hinn 27. október.
Þetta er í fimmta sinn sem keppt er
í Hópbílabikar kvenna, KR sigraði
fyrsta ári, þá Grindavík en síðustu tvö
árin hafa Keflvíkingar fagnað sigri.
Leikmenn Bakken byrjuðu leik-inn af miklum krafti. Þeir hittu
vel fyrir utan þriggja stiga línuna
og spiluðu pressu-
vörn. Svo virtist
sem að lætin í leik-
mönnum Bakken
kæmu Keflvíkingum
á óvart og tóku þeir ekki við sér
fyrr en Sigurður Ingimundarson
tók leikhlé. Bakken skipti yfir í 2:3
svæðisvörn og fengu Keflvíkingar
mikið af opnum skotfærum fyrir ut-
an en skotin rötuðu ekki rétta leið.
Það var ekki fyrr en undir lok
fyrsta leikhluta að Sverrir Þór
Sverrisson og Arnar Freyr Jónsson
komu inná að meira líf hljóp í Kefl-
víkinga. Vörnin skerptist hjá þeim
og meira flæði kom í sóknina, Kefl-
víkingar skoruðu 23 stig gegn að-
eins 6 á sjö mínútna kafla og voru
komnir með 11 stiga forystu.
En Bakken Bears hleyptu þeim
aldrei lengra frá sér en það og und-
ir lok hálfleiksins skoruðu þeir
þrjár þriggja stiga körfur og
minnkuðu muninn í tvö stig, 43:41,
og var það staðan í leikhléi.
Keflvíkingar byrjuðu með látum í
seinni hálfleik og skoruðu strax
þrjár þriggja stiga körfur. Þar á
meðal var ein frá Magnúsi Gunn-
arssyni sem var nær miðlínu en
þriggja stiga línunni og ætlaði allt
að verða vitlaust á Sunnubrautinni.
En greinilegt var að liðsmenn
Bakken voru mjög einbeittir og létu
þetta ekki mikið á sig fá. Þeir svör-
uðu alltaf fyrir sig þótt Keflvík-
ingar skoruðu mjög glæsilegar
körfur og væru mjög ákafir í vörn-
inni.
Í byrjun fjórða leikhluta komu
leikmenn Bakken ákveðnir til leiks
og skoruðu fimm fyrstu stigin og
var þá staðan orðin 70:65, Keflavík í
hag, og leikurinn galopinn. Þegar
ein mínúta var eftir komust Dan-
irnir yfir í fyrsta skiptið í langan
tíma, 79:78. Þegar hálf mínúta var
eftir var brotið á Gunnari Einars-
syni í þriggja stiga skoti og fékk
hann þrjú vítaskot. Gunnar skoraði
úr tveimur þeirra og þar með voru
Keflvíkingar komnir yfir á nýjan
leik, 80:79.
Þegar 5 sekúndur voru eftir var
brotið á Jeffrey Schiffner og fékk
hann tvö vítaskot sem hann nýtti og
þar með var Bakken komið yfir á
nýjan leik, 81:80. Anthony Glover
reyndi langa sendingu fram völlinn
en leikmenn Bakken náðu að blaka
boltanum frá. Gunnar Einarsson
náði frákastinu og reyndi þriggja
stiga skot sem geigaði og fögnuðu
leikmenn Bakken gífurlega í leiks-
lok.
Leikmenn Bakken spiluðu frá-
bæra vörn í fjórða leikhluta og
héldu Keflvíkingum í aðeins tíu
stigum allan síðasta leikhlutann.
„Þegar tvö frábær lið eigast við
verður annað liðið að vera með
smáheppni með sér. Vörnin hjá
okkur var frábær, sérstaklega í
fjórða leikhluta og það var fyrst og
fremst hún sem skóp þennan sigur
hér í Keflavík,“ sagði Geoff Kotila,
þjálfari Bakken Bears, við Morg-
unblaðið eftir leikinn.
Fyrsta tap Keflavíkur
Víkurfréttir/Hilmar Bragi Bárðar
Magnús Gunnarsson í hörðum slag við Jens Jensen og Sören Ege í leiknum í gærkvöld.
KEFLAVÍK tók á móti dönsku
meisturunum Bakken Bears í
Evrópubikarnum í körfuknattleik
í Keflavík í gærkvöld. Bakken
sigraði með einu stigi, 81:80, í
miklum spennuleik þar sem úr-
slitin réðust ekki fyrr en á loka-
sekúndunum. Keflvíkingar
máttu þarna þola sinn fyrsta
ósigur í keppninni og Danirnir
náðu þeim fyrir vikið að stigum
en liðin eru jöfn þegar keppnin
er hálfnuð. Staða Bakken er hins
vegar betri, liðið hefur spilað alla
þrjá leiki sína á útivöllum og unn-
ið tvo þeirra, á meðan Keflavík
hefur spilað alla þrjá leiki sína á
heimavelli, og unnið tvo þeirra.
Davíð Páll
Viðarsson
skrifar
Alltaf draumaleikur
ÞAÐ verður nóg um að vera í körfuknattleiknum um helgina þó ekki
sé leikið í efstu deildum. „Fjórir fræknu“ verða í Laugardalshöllinni
en þar mætast fjögur lið í undanúrslitum og úrslitum fyrirtækjabik-
arsins, Hópbílabikarsins. Snæfell og Grindavík mætast annars veg-
ar hjá körlunum og Keflvíkingar og Njarðvíkingar hins vegar. Kon-
urnar leika þó aðeins til undanúrslita, ÍS – Haukar og Keflavík –
Grindavík, og úrslitaleikur þeirra verður viku síðar.