Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 1
2004 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER BLAÐ C
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
BREYTINGAR Á MÓTAFYRIRKOMULAGI Í HANDKNATTLEIK / C4
Nú hefur komið í ljós að það erekki bara ég sem hef sett mig
upp á móti þjálfaranum heldur eru
nær allir leikmenn liðsins andvígir
því að hann verði áfram. Þeir gengu
á fund stjórnarinnar og sögðust ekki
vera sáttir við störf hans. Stjórnin
sagðist ætla að taka þetta til greina
en málið er að klúbburinn er ekki
fjársterkur og það yrði mjög kostn-
aðarsamt fyrir liðið að reka Finnann
þar sem hann á tvö ár eftir af sínum
samningi. Það gæti því vel farið svo
að hann verði áfram og þá eru dagar
mínir taldir hjá Örgryte,“ sagði
Tryggvi við Morgunblaðið í gær.
Tryggvi segir að hann geti farið
frá Örgryte á frjálsri sölu. „Þeir
tjáðu mér í vikunni að ef eitthvert
félag sýndi áhuga á að fá mig þá yrði
ekki vandamál fyrir mig að fara. Það
hefur hins vegar ekkert verið til-
kynnt um þjálfaramálin hjá Örgryte
og fyrr vil ég ekki taka neina
ákvörðun. Þetta er því mjög skrýtin
staða sem ég er kominn í.“
Tromsø hefur þegar sett sig í
samband við Örgryte um að fá
Tryggva í sínar raðir en Tryggvi hóf
atvinnumannaferil sinn hjá norska
liðinu og lék með því við góðan orðs-
tír í þrjú ár. Spurður hvort komi til
greina að fara aftur til Tromsø segir
Tryggvi;
„Já og nei. Ég veit að hverju ég
geng hjá Tromsø en ég hef sagt for-
ráðamönnum liðsins að það yrði að
vera góður heildarpakki í boði ef ég
ætti að fara þangað aftur. Staðsetn-
ingin á liðinu er ekki sú besta og ég
hef verið að mjaka mér smátt og
smátt suður á bóginn.“
Útilokar ekki að spila á Íslandi
Tryggvi segir að lið frá Svíþjóð og
Danmörku hafi verið með fyrir-
spurnir til umboðsmanns síns og þá
hafi í það minnsta þrjú félög úr ís-
lensku úrvalsdeildinni rætt við sig.
„Ég vil alls ekki útiloka að ég spili
hér heima í sumar. Maður er alltaf
að verða spenntari og spenntari að
koma heim og ef mér líst ekki á neitt
sem mér býðst er alveg inni í mynd-
inni að ég komi heim. Maður vill nú
samt helst hanga úti eins lengi og
mögulegt er.“
Tryggvi má fara frá Örgryte
SÆNSKA knattspyrnuliðið Örgryte ætlar ekki að standa í vegi fyrir
Tryggva Guðmundssyni landsliðsmanni kjósi hann að yfirgefa liðið.
Tryggvi á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið en verði finnski
þjálfarinn Jukka Ikäläinen áfram við stjórnvölinn ætlar Tryggvi að
róa á önnur mið og hugsanlega fleiri leikmenn.
Morgunblaðið/Kristján
Sigurður Örn Karlsson, leikmaður Hauka, er hér tekinn föstum tökum af varnarmönnum KA. / C3
Eiður Smári Guðjohnsen og fé-lagar í Chelsea eru einnig
komnir áfram en í kvöld leikur Man-
chester United við
Arsenal og Totten-
ham við Liverpool.
Heiðar skoraði
með skalla á 24. mín-
útu og skoti á 57. mínútu, og átti síð-
an drjúgan þátt í þriðja markinu.
Watford hefur þar með skellt tveim-
ur úrvalsdeildarliðum í keppninni en
liðið vann Southampton, 5:2, í 16 liða
úrslitum og þá skoraði Heiðar eitt
markanna. Hann hefur þar með gert
10 mörk á tímabilinu.
„Það má segja að sigurinn hafi
aldrei verið í hættu hjá okkur.
Portsmouth var miklu meira með
boltann en ógnaði sjaldan okkar
marki, og við vorum hættulegir í
hvert skipti sem við sóttum hratt.
Við höfum spilað mjög vel í þessari
keppni en leikurinn okkar við South-
ampton var enn betri því þá réðum
við ferðinni allan tímann.“
Hann kvaðst ekkert hafa heyrt af
vangaveltum um áhuga Crystal Pal-
ace á sér en eins og fram kom í
Morgunblaðinu í gær var úrvals-
deildarliðið sagt hafa áhuga á honum
í enskum vefmiðli. „Ég ætla ekki að
velta mér neitt upp úr því sem gæti
gerst. Ef eitthvað þessu líkt kemur
upp, þá tek ég afstöðu til þess, ann-
ars hugsa ég bara um að standa mig
áfram með Watford, enda líður mér
afskaplega vel hjá félaginu.“
Brynjar Björn Gunnarsson lék
fyrri hálfleikinn með Watford en fór
síðan af velli. „Hann fann fyrir
eymslum í læri undir lok hálfleiksins
og vildi ekki taka neina áhættu með
því að halda áfram,“ sagði Heiðar.
Heiðar með tvö gegn Portsmouth
„Best að fá
Tottenham“
„ÞETTA var reglulega sætur sigur og skemmtilegt að ná að skora
tvö mörk. Það er frábært að vera komnir í undanúrslit keppninnar
og auðvitað dreymir mann um að fara alla leið í úrslitaleikinn, en
það er hins vegar ljóst að við fáum enn erfiðari mótherja næst. Ætli
það væri ekki best að fá Tottenham,“ sagði Heiðar Helguson, lands-
liðsmaður í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gærkvöld. Hann skor-
aði þá tvö mörk fyrir Watford sem vann óvæntan stórsigur á úrvals-
deildarliði Portsmouth, 3:0, og er komið í undanúrslit ensku
deildabikarkeppninnar.
Eftir
Víði
Sigurðsson
■ Heiðar / C2
KVENNALIÐ KR í körfu-
knattleik hefur fengið liðs-
styrk og veitir víst ekki af því
liðið situr í neðsta sæti 1.
deildarinnar án stiga eftir sjö
leiki. Leikmaðurinn sem KR-
ingar hafa gert samning við
heitir Cori Williston og er hún
frá Bandaríkjunum.
Williston er 22 ára gömul og
leikur í stöðu leikstjórnanda
og skotbakvarðar. Á heima-
síðu KR-inga kemur fram að
hún hafi leikið í fjögur ár fyrir
Oral-háskólann og á ferli sín-
um hafi hún sett skólamet fyr-
ir bestu þriggja stiga nýtingu
og vítanýtingu og hafi í þrí-
gang verið valin í úrvalslið
Mid Continent-deildarinnar.
Williston
til kvenna-
liðs KRTRYGGVI Bjarnason, knatt-
spyrnumaður úr ÍBV, leikur
annaðhvort með Eyjamönnum
eða KR-ingum næsta sumar.
Tryggvi sagði við Morg-
unblaðið í gærkvöld að hann
ætti eftir að taka ákvörðun,
möguleikarnir væru um það
bil jafnir en endanleg nið-
urstaða lægi fyrir á næstu
dögum. „Ég er búinn að af-
skrifa möguleikana á að leika
erlendis, allavega í bili. Mér
gekk ekki nógu vel hjá Wat-
ford þegar ég var þar til
reynslu og það hefur ekkert
komið út úr hinu tvennu sem
var inni í myndinni, Cardiff í
ensku 1. deildinni og Häcken í
Svíþjóð. Þetta er erfið ákvörð-
un, ég er uppalinn í KR en hef
átt tvö frábær ár í Eyjum.“
Tryggvi með
ÍBV eða KR
LÍKURNAR á að Guðjón Þórðarson þjálfi hér á
landi á næsta keppnistímabili virðast fara
minnkandi. Í gær rann út sá frestur sem Keflvík-
ingar gáfu honum til að svara umleitunum um að
hann tæki við liði þeirra og Guðjón er ekki leng-
ur efstur á blaði hjá Grindvíkingum. Þeir ein-
beita sér að viðræðum við Milan Stefán Jankovic
þessa dagana.
Skýrt var frá því á Stöð 2 í gærkvöld að Guð-
jón myndi ekki þjálfa lið Keflavíkur. Ekki náðist
í neinn forsvarsmanna félagsins í gærkvöld til að
fá þetta staðfest og heldur ekki í Guðjón sjálfan.
Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnu-
deildar Grindavíkur, sagði við Morgunblaðið að
hann hefði ekkert heyrt frá Guðjóni. „Við höfum
fyrst og fremst rætt við Milan Stefán undanfarna
daga og þær viðræður eru langt komnar. Við
lokum þó engum dyrum,“ sagði Jónas.
Heimkoma
Guðjóns ólíkleg