Morgunblaðið - 08.12.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 08.12.2004, Síða 4
DRÍFA Skúladóttir, landsliðs- maður í handknattleik, er til reynslu hjá danska úrvalsdeild- arliðinu SK Århus um þessar mundir, en systir hennar Hrafnhildur hefur leikið með liðinu síðan í haust. Drífa gekk í sumar til liðs við þýska 2. deildarliðið SV Berliner VG 49, en mun ekki hafa líkað vistin þar og er laus undan samningi. SK Århus hefur ekki gengið sem best á keppnistímabilinu og er um þessar mundir í næst- neðsta sæti í úrvalsdeildinni með 4 stig að loknum tíu leikj- um. Þjálfari liðsins leitar að leikmanni í stað Julie Transel sem sleit krossband í hné á dögunum. Er vonast til að Drífa geti fyllt það skarð sem Transel skilur eftir sig. Telji þjálfari SK Århus svo vera býð- ur hann Drífu samning út leik- tíðina næsta vor. Þessi mál ættu að skýrast eftir æfinga- leik sem Drífa tekur þátt í kvöld en þá mætir Árósar-liðið Silkeborg/Voel í æfingaleik. Drífa til reynslu hjá SK Århus Da Costa heldur því fram aðRoman Abramovich, eigandi Chelsea, og Peter Kenyon fram- kvæmdastjóri hafi hitt Mourinho og umboðsmann hann, Jorge Mendes, í apríl á veitingastað í smábænum Apuila, 40 kílómetrum frá Porto, og þar hafi framtíð Mourinhos verið ákveðin. Da Costa segir að Mendes hafi staðfest þetta við sig. „Ég var mjög undrandi á því að þetta skyldi eiga sér stað kvöldið fyr- ir leik Mónakó og Chelsea og tveim- ur dögum áður en við lékum við De- portivo La Coruna í undanúrslitum. Chelseamenn tóku það síðan upp hjá sjálfum sér að tapa 3:1 í Mónakó og gera 2:2-jafntefli á heimavelli til að forðast að UEFA færi að skoða þá stöðu að annað úrslitaliðið hefði þeg- ar samið við þjálfara hins liðsins,“ segir da Costa meðal annars í bók- inni. Ræddi ekki við Abramovich fyrr en 28. maí Forráðamenn Chelsea segja ekk- ert hæft í þessum ásökunum og benda á að Porto hafi aldrei kvartað yfir því að félagið hafi nálgast Mour- inho á ólöglegan hátt. Mourinho gaf sjálfur út bók fyrr á þessu ári og þar fullyrðir hann að hann hafi ekki hitt Abramovich fyrr en 28. maí, tveimur dögum eftir að Porto vann Mónakó í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. „Ég var boðaður á fund hjá Liver- pool kvöldið fyrir úrslitaleikinn en hafnaði því. Ég vildi einbeita mér al- farið að Porto og svaraði öllum fé- lögum og umboðsmönnum því til að ég væri ekki til viðræðu fyrr en tíma- bilinu væri lokið,“ sagði Mourinho í sinni bók. Fagnaði lítið sem ekkert En hann vakti mikla athygli eftir úrslitaleikinn en þar fagnaði hann ekki mikið með leikmönnum liðsins. Hann útskýrði það síðar að hann hefði fengið morðhótun fyrr um dag- inn og vildi Mourhino láta fara lítið fyrir sér eftir leikinn. Ásakanir frá forseta Porto á hendur Chelsea „Töpuðu viljandi fyrir Mónakó“ NUNO Pinta da Costa, forseti portúgalska knattspyrnufélagsins Porto, fullyrðir í nýútkominni bók að Chelsea hafi tapað viljandi fyr- ir Mónakó í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu síðasta vor. Enska félagið hafi brugðið á það ráð til að forðast rannsókn UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, vegna þess að Chelsea hefði þegar verið búið að semja við Jose Mourinho, þáverandi þjálfara Porto, og það hefði litið illa út ef Chelsea hefði síðan mætt Porto í úrslitum. Fleiri fylgja í kjölfarið til aðstyrkja Ólöfu Maríu þegar hún leggur land undir fót á næsta ári enda kostar sitt að spila meðal þeirra bestu og lengra hef- ur íslenskur kylf- ingur ekki náð. Talsverð breyting verður á högum kylfingsins, sem byrjaði að æfa golf hjá Keili 13 ára gömul. „Stökk- ið er stórt og þetta er allt annar heimur. Það er í mörgu að snúast og verður örugglega allt öðruvísi en hingað til en ég get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Ólöf María, hvergi bangin, enda þekkt fyrir allt annað en gefast upp. „Ég er með gríðarlegt keppnisskap, mátti helst ekki tapa í ólsen-ólsen þegar ég var yngri og vil alltaf vinna svo að fyrsta markmiðið var að verða Ís- landsmeistari en svo varð að setja hærri markmið. Mig hefur dreymt um frá fimmtán ára aldri að gerast atvinnumaður í golfi. Síðan fór ég að spila erlendis og sá að það var mögulegt svo stefnan var alveg sett á það. Ég ákvað að byrja á Evrópumótaröðinni og það gekk eftir. Á næsta ári ætla ég að festa mig í sessi þar en stefnan er samt sett á að komast á LPGA innan tveggja ára. Ég stefni alltaf á að setja mér raunhæf markmið og þetta er það.“ Ólöf María gerir sér grein fyrir að það verður ekki auðvelt að standa sig en það heldur ekki aftur af henni. „Ég er að vinna í tveimur tæknilegum atriðum núna en svo þarf að huga að sálfræðinni. Það gerði ég á síðasta móti á Ítalíu með betri árangri þótt hann hafi ekki verið alveg eins góður og ég vildi. Ég finn ekki fyrir neinni pressu ut- an að heldur set ég hana á mig sjálf til að ná markmiðum mínum. Þetta verða mikil viðbrigði og mikið um ferðalög en ég reikna með að taka þrjú mót og koma svo heim í viku- frí svo að maður fari ekki yfir um.“ Ekki hefur enn verið birtur op- inberlega listi yfir mótin hjá kon- unum á evrópsku mótaröðinni en búast má við að þau fyrstu verði í febrúar eins og í fyrra, en þá voru fyrstu tvö mótin haldin í Ástralíu. Ólöf María býr sig undir átökin í Evrópu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ólöf María Jónsdóttir, GK, Íslandsmeistari í golfi, er tilbúin í slaginn á evrópsku mótaröðinni. MIKIÐ var um dýrðir í golfskála Golfklúbbsins Keilis í Hafn- arfirði á mánudaginn þegar klúbburinn hélt veislu til heið- urs Íslandsmeistaranum Ólöfu Maríu Jónsdóttir fyrir að kom- ast inn í evrópsku mótaröðina en sem kunnugt er náði hún þeim áfanga á dögunum. Vel- unnarar hennar og fjölskylda mættu á staðinn auk þess sem styrktaraðilar lögðu sitt af mörkum með því að greiða fyrir fyrstu þrjú mótin. Stefán Stefánsson skrifar  GUÐRÚN Sóley Gunnarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu úr KR, varð um helgina bandarískur háskóla- meistari. Lið hennar, Notre Dame, vann þá UCLA í vítaspyrnukeppni, 4:3, eftir að liðin skildu jöfn, 1:1, í úr- slitaleiknum. Guðrún Sóley varð fyrir því að skora sjálfsmark en samherji hennar með íslenskulegt ættarnafn, Katie Thorlakson, jafnaði metin.  SALOME Tómasdóttur, skíðakonu frá Akureyri, hefur gengið vel á mót- um síðustu dagana. Hún varð í 13. og 14. sæti í svigi fyrir helgina á ung- lingameistaramótinu á Ítalíu og fékk 83 og 78 FIS punkta fyrir það en var með 100 á síðasta lista þannig að um verulega bætingu er að ræða hjá henni. Á sunnudaginn varð hún í 5. sæti í stórsvigi og fékk 81 FIS stig og bætti árangur sinn mikið, var áður með 102 punkta.  GRÉTAR Hjartarson, markaskor- ari knattspyrnuliðs Grindavíkur und- anfarin ár, skoraði sitt fyrsta mark í búningi KR í fyrrakvöld. KR-ingar sigruðu þá 1. deildarlið Fjölnis, 3:1, í æfingaleik í Egilshöll. Arnar Gunn- laugsson og Sölvi Sturluson skoruðu hin tvö mörkin fyrir KR.  GLENN Hoddle var í gær ráðinn knattspyrnustjóri enska 1. deildar- liðsins Wolverhampton Wanderers. Hann tekur við af Dave Jones sem var sagt upp störfum fyrir skömmu en Úlfarnir, sem féllu úr úrvalsdeild- inni í vor, eru neðarlega í 1. deild. Hoddle hefur verið atvinnulaus í eitt ár, síðan hann hætti störfum hjá Tott- enham, en áður stýrði hann Swindon, Chelsea, enska landsliðinu og South- ampton. Samningur Hoddle við Úlf- ana er til næsta vors.  LOMANA LuaLua, framherji Portsmouth, var í gær ákærður af aganefnd enska knattspyrnusam- bandsins fyrir ósæmilega hegðun í garð stuðningsmanna Middles- brough á leik Portsmouth og Middlesbrough í október. LuaLua á yfir höfði sér keppnisbann eða sekt vegna atviksins en hann hefur frest til varnar til 22. september.  RAYMOND Goethals, fyrrverandi landsliðsþjálfari Belga í knattspyrnu, lést í gær 83 ára gamall. Goethals þjálfaði belgíska landsliðið á HM 1970 og á EM 1972 þegar það hafnaði í þriðja sæti. Hápunkturinn á hans ferli var þó þegar hann stýrði Marseille til sigurs í Evrópukeppni meistaraliða, nú Meistaradeild Evrópu, árið 1993.  FORRÁÐAMENN enska 1. deild- arliðsins Leeds hafa hrundið af stað rannsókn á því hverjir réðust að eig- inkonu og 14 mánaða gömlum syni Sean Gregan, leikmanns liðsins, eftir leik liðsins við Leicester um síðustu helgi. Fékk árásin svo mjög á konuna og drenginn að það lá við taugaáfalli. „Við ætlum að hafa upp á þessum mönnum og senda þá í ævilangt bann frá leikjum Leeds,“ segir Bill Morris, talsmaður Leeds.  BRYAN Robson, knattspyrnu- stjóra neðsta liðs ensku úrvalsdeild- arinnar, WBA, hefur verið heitið því að hann fái peninga til þess að styrkja leikmannahóp liðsins þegar opnað verður fyrir kaup á leikmönnum í næsta mánuði. Ekki er þó sopið kálið hjá Robson því honum hefur einnig verið sagt að hann verði að fækka í leikmannahópnum, úr 31 í 25, til að draga úr launakostnaði. Það eru því fyrirséðar talsverðar breytingar á leikmannahópi WBA sem aðeins hef- ur unnið einn leik í deildinni á leiktíð- inni.  COLIN Heath hefur verið lánaður til Cambridge frá Manchester Unit- ed, en hann er nýkominn úr láni frá Antwerpen í Belgíu. Heath, sem er framherji, hefur leikið allnokkra leiki með varaliði Manchester United en ekki tekist enn að spila með aðallið- inu. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.