24 stundir - 22.11.2007, Page 2

24 stundir - 22.11.2007, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 24stundir Það sem af er ári hafa verið send DNA-sýni til rannsóknar í Noregi í tengslum við 25 mál hjá lögregl- unni. Að jafnaði eru send fimm til tíu sýni í hverju máli. Grunnkostn- aður við rannsóknir er ríflega 34.000 krónur og hvert rannsakað sýni kostar 11.500 krónur. Kostn- aðurinn á árinu gæti því verið um 2,3 milljónir. Meðaltími á DNA-rannsókn í Noregi er um fjórar vikur og hefur nokkurrar óánægju gætt varðandi þá bið sem verður í rannsóknum vegna þess. Íslensk erfðagreining bauð dómsmálaráðuneytinu fyrir nokkru að sjá um DNA-rannsóknir fyrir lögreglu. Taldi fyrirtækið sig geta sinnt þeim fljótt og vel. Því til- boði var hafnað. Engar skýringar gefnar 24 stundir leituðu skýringa á þeirri ákvörðun bæði hjá ráðuneyt- inu og hjá ríkislögreglustjóra. Dómsmálaráðherra vísaði fyrir- spurninni til embættis ríkislög- reglustjóra. Bjarni Bogason hjá rík- islögreglustjóra segir að málið hafi verið rætt innan embættisins. „Það var ákveðið að skipta áfram við Noreg. Þar er fyrir hendi sérstök rannsóknarstofa fyrir lögreglu. Það þarf að aðgreina þessa vinnu frá annarri vinnu með svona sýni.“ Þegar leitað var svara við því hvort kostnaður og þjónusta hjá Íslenskri erfðagreiningu hefði verið könnuð fengust ekki svör við því. freyr@24stundir.is Boði Íslenskrar erfðagreiningar um DNA-rannsóknir hafnað Fátt um svör hjá yfirvöldum Rannsóknir Hjá Íslenskri erfðagreiningu er þekking og tækni til rannsókna á DNA tiltæk. Hugmyndir um breytingar á skipu- lagsteikningum að nýjum Land- spítala við Hringbraut verða lagðar fyrir nefnd um byggingu nýs sjúkrahúss eftir tvær þrjár vikur. Vangaveltur um að hætt verði við að reisa spítalann við Hringbraut eiga ekki við rök að styðjast ef marka má vinnuna sem nú er í gangi. Jóhannes M. Gunnarsson, formað- ur stýrinefndar spítalans, segir fund með arkitektunum CF Möller verða í desember og frágangi ljúki í febrúar. Áherslur hafa breyst frá tíma Alfreðsnefndarinnar. „Þetta eru engin endaskipti, en vinnan þróast og vænta má að nýtt líkan að sjúkrahúsinu verði gert, ef tillögurnar verða samþykktar,“ segir Jó- hannes. Það líkan segir hann gera ráð fyrir allri starfseminni eins og áður. Hann er bjartsýnn á að áætlun haldist. beva@24stundir.is Nýtt líkan Landspítala Vaxtahækkun er ekki sjálfgefin afleing af því að Standard og Po- ors telur horfur á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs neikvæðar. Hall- ur Magnússon talsmaður sjóðsins segir fleiri þætti hafa áhrif. Útboð Íbúðalánasjóðs séu í íslenskum krónum og síðasta svona mat hafi ekki haft áhrif á vexti. bee Ekki sjálfgefið að vextir hækki Vinna við gerð Héðinsfjarðar- ganga gengur vel þessa dagana en miklar tafir hafa hins vegar orðið vegna mikils vatnsaga í berginu Ólafsfjarðarmegin. Að sögn framkvæmdaraðila láku um 200 sekúndulítrar úr berg- inu þegar mest var og fór um- talsverður tími í þéttiaðgerðir. Siglufjarðarmegin hafa fram- kvæmdirnar gengið betur fyrir sig. mbl.is Héðinsfjarðargöng ganga vel Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy (GGE) hafa dregið sig út úr tilboði í 40 pró- senta hlut filippseyska ríkisins í stærsta jarðvarmafyrirtæki Fil- ippseyja, PNOC-EDC. Samkvæmt heimildum 24 stunda var það sameiginleg ákvörðun stjórna beggja félaganna að draga sig út úr verkefninu vegna þess að þeim þótti tilboðið, 84 milljarðar króna, vera óeðlilega hátt. Áttu langhæsta tilboðið REI og GGE buðu í hlutinn ásamt filippseyska orkufyrirtæk- inu First Gen. Hlutur íslensku fé- laganna í tilboðinu var 40 prósent en First Gen 60 prósent. Hópur- inn, sem kallaði sig Red Vulcan, átti langhæsta tilboðið. Næsthæsta tilboðið var um 70 milljarðar króna. Ákvörðun um að hvaða tilboði verður gengið verður tekin í dag. Þegar útboðið hófst var áætlað markaðsvirði hlutarins um 62 milljarðar króna. Því er ljóst að til- boð Red Vulcan-hópsins var rúm- lega fjórðungi hærra en markaðs- virði hlutarins. Vildu ekki fara yfir 30 milljarða Farið var með ákvörðunina um að hætta við þátttöku íslensku fé- laganna sem mikið trúnaðarmál í gærkvöldi þar sem ekki var búið að gera hana opinbera á Filipps- eyjum. First Gen, samstarfsaðili REI og GGE, hafði áhuga á að halda tilboðinu áfram eitt og sér og hafði til þess fullan rétt sam- kvæmt samningum milli aðilanna. Í bókun sjálfstæðismanna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR), eiganda REI, frá því í byrjun nóvember kom fram að heildar- fjármögnun OR vegna verkefnisins gæti numið tólf til fimmtán mill- jörðum króna. Samkvæmt heim- ildum 24 stunda var samkomulag milli REI og GGE um að sameig- inleg fjárbinding þeirra í verkefn- inu yrði aldrei meiri en 30 millj- arðar króna. Þar sem hlutur þeirra í tilboðinu var 40 prósent var ljóst að hlutur þeirra yrði alls um 34 milljarðar króna og því ákveðið að hætta við allt saman. REI hættir við Filippseyjar  REI og GGE hafa dregið sig út úr tilboði í filippseyskt jarðvarma- fyrirtæki  Tilboð hópsins, 84 milljarðar króna, var langhæst Stjórnendurnir REI hef- ur hætt við að fjárfesta á Filippseyjum. ➤ Red Vulcan-hópurinn, semREI og GGE tilheyrðu ásamt filippseyska fyrirtækinu First Gen, bauð um 84 milljarða króna í hlutinn. ➤ Næsthæsta tilboðið var um70 milljarðar króna. ➤ Stjórnir REI og GGE drógu sigsameiginlega út úr tilboðinu þar sem þær töldu það óeðli- lega hátt. TILBOÐIÐ VÍÐA UM HEIM Algarve 18 Amsterdam 11 Ankara 8 Barcelona 18 Berlín 5 Chicago 1 Dublin 7 Frankfurt 6 Glasgow 7 Halifax 9 Hamborg 5 Helsinki 4 Kaupmannahöfn 5 London 11 Madrid 10 Mílanó 6 Montreal 1 München 8 New York 8 Nuuk 0 Orlando 14 Osló 1 Palma 26 París 12 Prag 5 Stokkhólmur 3 Þórshöfn 5 Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Suðlægar áttir og þykknar smám saman upp suðvestan til. Sunnan 8-13 m/s og súld á an- nesjum norðan og vestan til í kvöld. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins, en dregur síð- an úr frosti. VEÐRIÐ Í DAG 3 0 -1 3 1 Þykknar upp Gengur í sunnan og suðvestan 13-18 m/s með slyddu, en síðar rigningu, einkum sunn- anlands. Hiti 0 til 5 stig. VEÐRIÐ Á MORGUN 6 6 0 5 4 Slydda eða rigning Strax eftir útkomu skaust Harry Potter og dauðadjásnin upp í fyrsta sæti metsölulista Eymundsson og velti þar með Harðskafa Arnaldar Indriðasonar úr fyrsta sæti. Spenna á greinilega upp á pallborðið hjá ís- lenskum lesendum því Óttar M. Norðfjörð er í þriðja sæti með Hníf Abrahams, glæpareyfara sem sækir í smiðju Dan Brown. Samvinna systkinanna Þórarins og Sigrúnar Eldjárn fellur í góðan jarðveg, og barnabækur þeirra Gælur, fælur og þvælur og Tíu litlir kenjastrákar, tilbrigði við Negrastrákana um- deildu, eru í fjórða og fimmta sæti. Einar Már Guðmundsson á svo bókina í sjötta sæti, Rimlar hugans. Líklegt er að nokkur hreyfing verði á metsölulistanum í næstu viku og þarnæstu þar sem bækur eru enn að koma á markað. Hræringar á metsölulista Harry nær forystu Harry Potter. Síðasta bókin er í efsta sæti metstölulista Eymundsson. Sýndu konunni ást með Tortillum Pönnukökur fylltar með linsum og grænmeti, mildar og mjúkar. Tilbúið notalegt lostæti. Tortillur með linsufyllingu Síðdegis í gær barst Landhelg- isgæslunni tilkynning um vél- arvana Sómabát á reki í nágrenni Reykjavíkur. Nálægum skipum var gert viðvart og var skólaskip- ið Dröfn komið á vettvang um klukkan 16. Gunnar Jóhannesson, skipstjóri Drafnar, sagði í samtali við 24 stundir að þegar hann hefði kom- ið að hefði báturinn legið við akkeri út af Geldinganesi. Greið- lega gekk að koma dráttartaug yf- ir í bátinn, sem dreginn var til hafnar í Reykjavík. Engin slys urðu á mönnunum þremur sem voru um borð í bátnum. aij Vélarvana við Geldinganes

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.