Morgunblaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 10
10 | 22.8.2004
M
argir eiga sér þann draum að stíga um borð í glæst
skemmtiferðaskip og sigla suður um höfin, þó ekki sé
nema í örfáa daga, einu sinni á ævinni. Ásdís Halldórs-
dóttir lét sig dreyma slíkan draum og átti síst von á að
hann myndi rætast svo rækilega sem raun ber vitni. Hún
fór ekki bara í eina siglingu, heldur margar, og í síðustu sjóferðinni sigldi hún í
kringum jörðina með þekktasta skemmtiferðaskipi heims, Queen Elizabeth II.
Ásdís hóf ung fimleikaiðkun og fór síð-
an að keppa í þolfimi. Sextán ára var hún
orðin kennari í eróbikk og líkamsrækt og
hefur undanfarin ár starfað sem líkams-
ræktarþjálfari, en það var einmitt á þeim
forsendum sem henni bauðst tækifæri til
að starfa um borð í skemmtiferðaskipum
og sigla með þeim um heimshöfin. „Ég
átti mér þann draum að fara og kenna á
stóru skipi úti í heimi, en var enn þá í
menntaskóla og hafði nóg að gera í þjálf-
uninni hér heima, þannig að ég lét mér
bara nægja að dreyma. Eftir að ég útskrif-
aðist sem stúdent frá Menntaskólanum
við Sund 1999 vann ég um skeið sem
einkaþjálfari en ákvað síðan að fara til
Afríku til að læra afríska dansa. Ég fór til
Gíneu og bjó þar í höfuðborginni Con-
akry við afar frumstæðar aðstæður, en
þetta var samt skemmtilegt og lærdóms-
ríkt. Haustið 2000 innritaðist ég í háskóla
í Alicante á Spáni og ætlaði að læra þar
spönsku í heilt ár. En rétt áður en ég lagði
af stað sá ég auglýsingu í Mogganum sem
bar yfirskriftina: Viltu láta draum þinn
rætast? Það var eins og auglýsingin talaði
til mín! Síðan stóð í auglýsingunni: „Ertu
líkamsræktarþjálfari, nuddari eða hár-
greiðslumeistari? Ef svo er láttu drauminn
rætast í siglingu um heimshöfin.“ Ég man
að ég stökk upp úr stólnum og hrópaði:
„Pabbi, pabbi, þetta er það sem ég vil
gera!“ Þetta var eins og himnasending.
En ég var komin með flugmiðann til Alic-
ante og búin að borga skólagjöldin þannig
að það var erfitt að hætta alveg við
spönskunámið svo að ég ákvað að taka
bara eina önn, fram að áramótum og sótti
um samkvæmt auglýsingunni miðað við að ég byrjaði eftir áramót. Það gekk eftir
og í byrjun árs 2001 var ég komin um borð í stórt skemmtiferðaskip í Karíbahaf-
inu, á svakalega flottu skipi.
Jómfrúrferðin
„Ég var svo rosalega heppin að ég lenti strax á splunkunýju skipi, Radiance of
the seas, sem sigldi á vegum Royal Caribbean skipafélagsins og var alveg splunku-
nýtt. Það er tæp 100 þúsund tonn og byggt sérstaklega til að komast léttilega í
gegnum Panamaskurðinn, mjótt, langt og hátt og í því var meira gler en í nokkru
öðru skipi sem smíðað hafði verið á þeim tíma. Þetta var líka fyrsta skipið í heim-
inum sem var með tölvu í hverjum einasta klefa, bæði hjá farþegum og áhöfn.
Ég fór í jómfrúrsiglinguna og áhöfnin var send til Hollands til að sækja skipið.
Þegar maður kom um borð var það eins og að koma um borð í Titanic. Það hafði
enginn sest áður í stólana, enginn sofið áður í rúmunum, allt var glænýtt. Við vor-
um í nokkra daga í Amsterdam til að gera klárt fyrir siglinguna og það var mikið
ævintýri, áhöfnin að kynnast og einnig var spennandi að læra inn á allt um borð.
Svo sigldum við í tíu daga yfir Atlantshafið til Miami á Flórída, bara áhöfnin, og
þegar við sigldum inn í höfnina í Fort Lauderdale var okkur tekið með mikilli við-
höfn, þyrlur flugu til móts við skipið og athöfninni var sjónvarpað.
Ég sigldi á þessu skipi í níu og hálfan mánuð. Átti bara að vera í átta mánuði,
en það var svo gaman að ég framlengdi samninginn minn. Við sigldum frá Miami,
í gegnum Panamaskurðinn, norður með
vesturströnd Ameríku, allt til Alaska, þar
sem við vorum allt sumarið, og sigldum
bara á milli fjarða og eyja þar. Í fyrstu var
ég ekkert alltof spennt yfir því að þurfa að
eyða sumrinu svona norðarlega, en þetta
reyndist mikið ævintýri og náttúrufegurðin
er ólýsanleg þarna. Um haustið var svo far-
ið til baka og á leiðinni var tekinn krókur
út á Kyrrahaf og stoppað á nokkrum stöð-
um á Hawaii.“
Mamma kom með saumaklúbbinn
Eftir þessa fyrstu siglingu kom Ásdís
heim til Íslands og var heima yfir jólin og
áramótin. Hún var á samningi hjá verktaka-
fyrirtækinu Steiner, sem sér um hár-
greiðslu-, nudd- og líkamsræktarþjónustu
og gat því átt von á að vera send hvert á
land sem var, eða réttara sagt hvert á sjó
sem var, en hver ráðningarsamningur gildir
í átta mánuði í senn.
„En ég var staðráðin í að fara aftur á skip
og eftir tvo mánuði heima fór ég á samning
hjá Carnival Crusie Lines skipafélaginu og
gat skipt samningstímanum á tvö skip.
Málið var nefnilega að mamma og pabbi
voru búin að panta far á öðru skipinu og
mig langaði að sigla með þeim. Fyrst fór ég
á skip sem heitir Carnival Spirit og er um
100 þúsund tonn að stærð, og fór svipaða
rútu og Radiance, en ég var á því í fjóra
mánuði. Það sem gerðist hins vegar var að
það bilaði á meðan við dvöldum á Hawaii.
Rafmagnið fór og það var engin loftræsting
þannig að þetta var hið versta mál fyrir
þessa 2000 farþega sem voru um borð því
hitinn þarna er mikill. Við þurftum því að
senda alla farþegana frá borði því þeir gátu ekki andað í klefunum sínum. Áhöfn-
in var hins vegar áfram um borð og ég fékk þetta fína herbergi með svölum á
besta stað í skipinu á meðan við sigldum því tómu aftur til Bandaríkjanna í við-
gerð.
Svo fór ég á Explorer of the seas, sem er um 140 þúsund tonn og sigldi um Kar-
íbahafið. Það var í þetta skip sem mamma kom með allan saumaklúbbinn sinn og
karlarnir fengu að fara með. Ég kunni mjög vel við mig um borð í þessu skipi og
fannst skemmtilegt að sigla á milli eyjanna í Karíbahafinu. Það gekk þó á ýmsu og
eitt sinn þegar við vorum í höfn á eyjunni St. Thomas var tilkynnt um sprengju-
hótun. Það þurftu auðvitað allir að fara frá borði, en hótunin reyndist gabb. Þetta
tafði þó brottförina um nokkra klukkutíma, en ekki var allt vesenið búið þennan
dag. Þegar skipið var komið um kílómetra frá eyjunni glumdi við í hátölurunum
tilkynningin: „Oscar, Oscar, Oscar“, sem þýðir „maður fyrir borð“ og allir þustu
upp á þilfar. Björgunarbátur var settur á flot og manninum var bjargað heilum á
ÆVINTÝRI Á
HEIMSHÖFUNUM
Ásdís Halldórsdóttir líkamsræktarþjálfari sigldi umhverfis jörðina
á hinu fornfræga skemmtiferðaskipi Queen Elizabeth II
Ásdís Halldórsdóttir við landganginn á frægasta fleyi veraldar, Queen Elisabeth II.
Eftir Svein Guðjónsson