Morgunblaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 23
22.8.2004 | 23
Einu sinni voru dagarnir langir. Maður vaknaði ámorgnana og svo silaðist tíminn áfram, eftir þús-und ár grillti í kvöldið. Yfirleitt var tíðindaleysið al-
gjört. Á óljósum tímamörkum breyttist það. Löngu dag-
arnir urðu stuttir, runnu upp til þess eins að hverfa inn í
nóttina. Ég varð fullorðin og byrjaði að fylgjast með fréttum
og fréttaskýringum. Kannski er öðruvísi stemning yfir þeim
en fréttunum sem liðuðust úr útvarpinu eins og afturgengn-
ir sniglar meðan foreldrar mínir kokkuðu kvöldmatinn eftir
langan dag. Verandi fullorðin manneskja laga ég sjálf kvöld-
matinn með hausinn fullan af fyrirsögnum: Tvö írösk börn
létust af völdum sprengju í Baquba. Eru Ólympíuleikarnir
sameiningartákn mannkyns eða auglýsingaskrum stórfyr-
irtækja? Hundruð manna týna lífi á hverjum
degi í Darfur. Móðursýki fjöldans – hvers
vegna eru hryðjuverk í brennidepli þótt fjöldi
árása hafi ekki verið minni í áravís? Mikil átök
og mannfall á Gaza.
Fréttirnar þyrlast í kringum mann eins og
gráðugt moskítóger, sjúga í sig athyglina þegar
síst varir. Þær eru á Netinu, í sjónvarpinu, út-
varpinu, blöðunum og tali fólks. Á hverjum
degi gerist svo margt að mér liggur við yfirliði.
Maðurinn minn hefur meira þol. Hann vekur
mig á morgnana, kaffispíttaður og búinn að
lesa allar fréttaskýringarnar í Politiken, skanna fjölvarpið
sem fylgir íbúðinni, heyra aðalfréttirnar á BBC og tékka á
fréttamolum í danska morgunsjónvarpinu. Árvekni hans
gerir mig stressaða. Með stírurnar í augunum gríp ég Poli-
tiken og fletti því á hundavaði, þamba kaffið og næ broti af
upphrópununum í sjónvarpinu. Skrönglast á klósettið og
ákveð í flýti að Ólympíuleikarnir séu bæði sameiningartákn
og auglýsingaskrum, bara til að finnast eitthvað þann dag-
inn. Hálftíma síðar sest ég við tölvuna á skrifstofunni og
byrja á því að skoða íslensku fréttanetsíðurnar, kíki stund-
um á breskar síður til að missa örugglega ekki af neinu.
Hundrað fréttir renna í gegnum heilabúið á hverjum degi,
ef ég væri spurð hvað hefði borið hæst í fréttum gærdagsins
yrði fátt um svör. Elda bara kvöldmatinn meðan fyrirsagn-
irnar sprikla í hausnum og reyni að muna hvað gerðist hve-
nær. Sker putta í staðinn fyrir tómat og fæ á tilfinninguna að
ég búi í heimi sem sé í þann mund að springa af fréttum.
Verst að maður veit ekki hvað á að gera við allar þessar frétt-
ir. Sópar þeim aftur fyrir sig og bíður eftir næstu fréttum.
Fréttafíknin ágerist og dagarnir líðar hraðar og hraðar. Eng-
ar fréttir eru góðar fréttir – sá frasi er innistæðulaus í nútím-
anum. Fréttasturlunin var að ná hámarki þegar mamma
hringdi og spurði: ,,Hvernig er veðrið í Danmörku? ,,Mjög
fínt, svaraði ég. ,,Sól og ... “ ,,Hér er hitabylgja, gelti hún og
mér féllust hendur. Hitabylgja á Íslandi – ógleymanleg frétt.
Einstök frétt í fréttaþrunginni veröld. Frétt eins og þær sem
gerðu örfáa daga eftirminnilega í bernsku sem silaðist áfram
í tíðindaleysi. Fréttin. Næstu daga hringdu ættingjarnir hver
á fætur öðrum. Allir með sömu fréttina. Byrjuðu flestir á að
spyrja um veðrið í Danmörku og skríktu eins og hrekkjóttir
krakkar áður en þeir komu sér að efninu.
Fjölmiðlarnir voru ekki síður roggnir. Verður hitametið
slegið? spurðu menn á fréttanetsíðunum. Sennilega hefur
veðrið líka verið fyrirferðarmikið í sjónvarpinu. Í það
minnsta fékk maðurinn minn æsifréttafráhvörf þegar hann
setti upp heyrnartól til að heyra aðeins í Dægurmálaútvarp-
inu, endalaust veðurrabbið hafði svipuð áhrif á hann og súr-
efni á reykingamann. Vona að sólardagarnir verði sem flestir
á Íslandi. Þá komumst við kannski í heimsfréttirnar þegar
jöklarnir bráðna.
Blóðþyrstar fréttir
sjúga úr mér allan mátt
Auður
Jónsdóttir
Pistill
Stress, mengun, óhollt mataræði
og líferni eru aðeins nokkrir
þeirra þátta sem oft eru sagðir
valda því að líkaminn nær ekki að
hreinsa að fullu út öll eiturefni
sem þar geta hlaðist upp. Afeitr-
unarmeðferðir hafa lengi verið
vinsælar hjá fræga fólkinu og
hafa þær oftar en ekki falið í sér
sultardvöl á heilsuhæli þar sem
fátt er innbyrt annað en göróttir
jurtadrykkir. Árangurinn á víst
ekki að láta á sér standa, húðin
hreinni og stinnari og segjast þeir sem reynt hafa að þeir
hafi verið mun orkumeiri eftir afeitrunina.
Aqua Detox er allsérstakt afeitrunartæki sem nýlega kom
á markað hérlendis og fullyrðir framleiðandinn að með
því megi afeitra líkamann án þess að búa við sult og seyru.
Tækið sem minnir við fyrstu sýn einna mest á fótanudd-
tækin fornfrægu, nýtur svo mikilla vinsælda í heimalandi
sínu, Bretlandi, að um sex vikna biðlisti er nú hjá fram-
leiðandanum. Poppdívan Whitney Houston er meðal
aðdáenda Aqua Detox og gengur m.a. svo langt í lýsingum
sínum að segja tækið einfaldlega hafa bjargað lífi sínu.
Breska sjónvarpsdrottningin Carol Vorderman var ekki
minna hrifin og skrifaði bók um reynslu sína af Aqua De-
tox. Tæknin sem Aqua Detox er hannað út frá byggist á
rannsóknum vísindamannsins, dr. Royal R. Rife, frá þriðja
áratug síðust aldar.
Afeitrunarmeðferð Aqua Detox gæti í raun ekki verið ein-
faldari, setið er með fæturna í
fótabaði í 30 mínútur á meðan
sérstakt jónatæki framleiðir bylgj-
ur sem flæða rólega um líkamann
og örva frumurnar. Að sögn fram-
leiðandans á þetta að gera frum-
um líkamans kleift að ná jafnvægi
og vinna á skilvirkan hátt og losa
sig um leið við uppsöfnuð eitur-
efni. Sýnilegur árangur meðferð-
arinnar lætur ekki á sér standa því
saltvatnsbaðið í Aqua Detox tæk-
inu skiptir fljótt um lit. Fyrst tekur
vatnið á sig gulan lit, svo rauðan,
brúnan og jafnvel grænan og
svartan – litaflóran er víst mismik-
il hjá hverjum og einum, sem og
skánin sem myndast ofan á vatnsborðinu. Til að svala tor-
tryggni blaðamanns var tækið svo fyllt saltvatni á ný, að
þessu sinni án þess að farið væri í fótabað, og sett í gang.
Vatnið tók að vísu á sig gulan blæ við tilraunina en liturinn
var ekkert í líkingu við litaflóruna sem myndaðist við fóta-
baðið. Mælt er með að mæta 5–6 sinnum í afeitrun fyrsta
mánuðinn til að hreinsa út fyrri syndir, og viðhalda svo
meðferðinni með mánaðarlegum heimsóknum.
Það er heildsalan Kaupsel sem sér um að flytja Aqua De-
tox tækin til Íslands og er nú þegar í boði afeitrunarmeð-
ferð á snyrtistofunum Fyrir & eftir, Englakroppar og hjá
Sigurdísi Hauksdóttur hómópata svo nokkur dæmi séu
tekin. Að sögn Hans R. Þór hjá Kaupsel hefur tækið vakið
mikla athygli og það ekki aðeins hjá snyrtifræðingum,
heldur ekki síður hjá sjúkraþjálfurum sem margir hafa
sýnt áhuga á að kanna kosti þess fyrir sjúklinga sína.
annaei@mbl.is
AÐ LOKUM...
...syndaaflausn í
formi fótabaðs
L
jó
sm
yn
d:
Á
rn
i S
æ
be
rg