Morgunblaðið - 22.08.2004, Page 17

Morgunblaðið - 22.08.2004, Page 17
um ýmislegt sem ég hef aldrei getað komið orðum að sjálf og þarf kannski alvöru ljóðskáld til að segja. Allt þetta ósýnilega. Mér finnst auðveldara að semja absólút texta um stóra hluti.“ Finnst þér textar skipta máli, eða getur tónlistin sagt það sem þarf – svo t.a.m. sé vís- að til ( ) plötu Sigur Rósar? „Bæði og. Ég hugsa að það fari eftir fólki. Sumir eru bara meira fyrir augað, ég þekki til dæmis fólk sem fær gæsahúð þegar það sér fallegt fjall. Sjálf hef ég aldrei fengið gæsahúð yfir því sem ég sé, eða les, en ég hef oft grátið þegar ég heyri tónlist. Það er misjafnt hvert er næmasta skilningarvitið hjá fólki og ég held að mitt sé tví- mælalaust eyrun. Með textana hef ég farið í gegnum ólík stig, ég skil þess vegna alveg strákana í Sig- ur Rós. Og við fólk sem er á öðru máli segi ég bara: Vinsamlegast látiði þá í friði! Ef þeirra dómgreind sagði þeim að gera svona plötu þá er það fullkomlega rétt – því maður á að fara eftir því hvernig manni líður. Þá verður allt rétt.“ Björk hrærir í kaffinu og vantar bara að orð- laust viðlagið úr Ammæli liðist úr göml- um hátalara á vegg. „Ég söng sjálf í mörg ár á bullmáli. Svo kom tímabil þar sem ég söng á bullmáli með stikkorðum á ís- lensku, svo söng ég á íslensku með stik- korðum á ensku, þar á eftir söng ég mest á ensku en blandaði með bullmáli. Stundum á tónlistin að tala, stundum orðin.“ Hún rifjar upp árin með Tappa tíkarrassi og Kuklinu, þar hafi hljóðin jafnan skipt meginmáli. Söngur hennar og Einars Arnar Benediktssonar var og list augnabliksins. „Oft voru textarnir búnir til á staðnum, þeir voru eiginlega aldrei tvisvar eins. Við byrjuðum kannski á sömu línu en svo breytti hann næstu línu og þá brást ég við því.“ En þegar sungið er fyrir fjölda fólks úti í heimi, eftir ærna fyrirhöfn og löng ferðalög, langar þó flesta músíkanta „að láta skilja sig“, eins og hún segir. Þess vegna beiti þeir gjarnan enskunni, a.m.k. í bland. „Annað væri eins og að fara á Interrail, hitta fullt af áhugaverðum út- lendingum en ákveða að tala bara ís- lensku allan tímann. Þá gæti maður eins verið heima.“ Kannski má skýra framúrskarandi textagerð á plötum hennar hingað til með heppilegum umhverfisáhrifum. „Ég er svo heppin að ég hef alltaf verið um- kringd skáldum, það voru Sjón, Þór, Bragi, Einar Örn, Didda ... Þegar ég var þessi innhverfa sem vildi bara helst vera að hlusta á músík úti í horni, voru þau alltaf að lesa upp hvert fyrir annað og krítisera, í hrókasamræðum um uppáhaldsskáld og bækur, þannig að ég hef lifað og hrærst í orðaheimi.“ Skottið á regnboganum Sumir tónlistarmenn, og aðrir listamenn, segjast skapa best í ákveðnu hugarástandi. Einhverjir þurfa helst að vera hryggbrotnir, aðrir ástfangnir, sumir semja sig upp úr þunglyndi. Hvaðan hleypur neisti í þína tónlist? „Mm, það er ekkert eitt tiltekið ástand, ég er tilbúin að verja allar tilfinningarnar mínar,“ svarar Björk staðfastlega. „En það er oft bara að vera ein. Ég er kannski ein í viku, þá kemur lag. Kannski. En ég gleymi þessu stundum, ég er svo fljót að blandast í lífið í kringum mig, í gleði eða erfiðleika vina og vandamanna. Þá þarf ég að taka mér tak, fara eitthvað til þess að muna hvernig mér líður.“ Hún hugsar sig um. „En stundum eru ættingjarnir rólegir, ekki mjög mikið af taugaáföllum, þá þarf ég ekkert að fara til fjalla heldur sest bara niður heima eftir að allir eru sofnaðir.“ Medúlla er tekin upp í mörgum löndum, samt er heildarsvipur yfir henni. Hvað fékkst með slíku flakki, því það er ekki eins og þú hafir verið að leita að neinu ...? „Jú, við vorum á ýmsum stöðum, en samt alltaf bara í herbergi eins og þessu.“ Hún bendir í kringum sig, borðstofan er mjög lítil. „Við settum bara upp tölvu, há- talara og mixerborð og byrjuðum að vinna, það var hvergi tekið upp í stúdíói.“ Hún segir að það hafi bara æxlast þannig að tökustaðirnir voru Salvador og Bahia í Brasilíu, New York, London, Feneyjar, Reykjavík, La Gomera á Kanaríeyjum og Louth á Englandi. Vegir tónlistarinnar eru ljóslega órannsakanlegir og sambúðin með myndlistarmanninum Matthew Barney ber þau líka bæði víða. „Nú, þegar tæknin er orðin svona fín, getur maður samræmt vinnuna sínu daglega lífi – maður þarf ekki að setja lífið í skókassa úti í horni á meðan plata er tekin upp. Ég hef verið að læra þetta síðustu árin og tekst það alltaf betur og betur. Ég lifi bara mínu lífi og stundum kemur lag,“ segir Björk. „Eini staðurinn sem ég stökk til, beinlínis til að vinna, var eyjan á Kanaríeyjum. Þetta er enginn túristastaður, heldur pínulítil eldfjallaeyja. Þegar stelpan mín var hætt á brjósti fór ég þangað, hún var með mér í viku en svo tók pabbi hennar hana með sér í viku og ég var ein í fyrsta sinn. Það var ógeðslega skerí, en ég varð bara að lifa við það. Ég las einhvern tíma í vísindabók að þegar konur verða óléttar, gleyma þær öllu öðru en barninu, á því eru lífeðlisfræðilegar skýringar, sem er auðvitað of- boðslega fallegt. En þegar barnið stækkar fer ekkert kerfi í gang sem minnir móð- urina aftur á sitt líf – hún verður að muna eftir því af sjálfsdáðum.“ Hún segir dálítinn aðskilnað líka hollan fyrir barnið, þannig hafi þær haft jafngott af vikunni, hún og litla Ísadóra. „Og ég var bara þarna á eyjunni, labbaði um fjöll og firnindi og söng og söng.“ Í Brasilíu var vinnan aftur samtvinn- uð heimilislífi. „Kærastinn minn var að vinna þar, við leigðum okkur hús og ég vann á meðan dóttir mín var á róló.“ Smám saman lærðist Björk þannig að verða vinnandi móðir, stig af stigi. „Ég held líka að það sé ekkert mjög góð hug- mynd að fórna öllu öðru fyrir uppeldið – þannig börn alast áreiðanlega upp með sektarkennd. Börn hafa oft gott af því að móðirin hafi aðra köllun með- fram.“ Er munur á því að vera móðir og flakk- andi listamaður núna og fyrir átján árum, þegar þú varst með Sindra son þinn lít- inn? Björk hnyklar brýrnar. „Já, hver ætli sé munurinn? Þegar ég átti Sindra var ég reyndar bara að semja laglínur og texta með Sykurmolunum, en ekki að gera all- an pakkann eins og núna. Ég var ein- faldlega með hann 24 tíma sólarhrings- ins þangað til hann var sex ára, ég var svo heppin að geta það, við vorum eig- inlega eins og síamstvíburar. Þetta er dá- lítið öðruvísi núna, ég er náttúrulega í sambúð og er líka sextán árum eldri. Þarna var ég bara tvítug á súkkulaðitrippi í stórum ástarbelg með barnið, nánast krakki sjálf. Já, ég var eiginlega hálfgert barn.“ Og annar er munurinn ekki, því móð- urást er alltaf móðurást, hvernig sem aðstæður eru. „Helst að ég finni mun á því að vera með farsíma, ég get hringt í barnapíuna hvenær sem er og verið nálægt þannig. Og tölvupósturinn, hann auðveldar manni samskipti við vini og ættingja ef maður er í burtu, ég er eiginlega komin í 19. aldar bréfaskriftir aftur.“ Björk hefur látið hafa eftir sér að kannski muni Medúllu ekki verða fylgt eftir með tónleikaferðalagi, eins og venjan er í bransanum, heldur langi hana í stúdíó strax aft- ur. Er eitthvað hæft í því? „Já, eða, ég er komin með slatta af lögum á næstu plötu. Ég var að hugsa um að klára hana og túra svo báðar í einu. Það væri auðvitað algjört dekur, að geta tekið upp tvær plötur í röð – læra strax af mistökunum af síðustu og gera betur. En ég veit það ekki, kannski þarf ég að túra til þess að geta samið meira ... þetta er mikil ráð- gáta, ennþá.“ Einu sinni sagðirðu að hugmyndirnar í kollinum á þér væru mörgum árum á undan þeirri tónlist sem þú værir með í hljóðveri, því vinnsluferlið væri svo hægt. Er þetta ennþá þannig, eða ertu að ná sjálfri þér? „Mér líður eins og þessi plata sé einna næst því. Og þó ekki. Kannski kemst ég enn nær með því að vinna tvær plötur í röð. Eða kannski er þetta eins og að reyna að ná í skottið á regnboganum. Ég held samt ennþá að ég eigi eftir að gera bestu tónlist- ina mína um sextugt. En þá verð ég líka að vera dugleg að vinna heimavinnuna mína til þess að undirbúa það – ég meina, ég sest ekki bara niður og bíð eftir því að verða sextug.“ Augnabliki síðar er borðstofan auð. Eins og klingi samt enn í postulíninu. sith@mbl.is DÝPSTU BJARKAR RÆTUR ÞAÐ ER AÐEINS FLEIRA Á MATSEÐLINUM EN PÓLITÍK; ÞAÐ ERU FUGLAR OG TRÉ, FÓLK AÐ SEGJA BRANDARA, FÓLK AÐ DEYJA ... 22.8.2004 | 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.