24 stundir - 13.12.2007, Blaðsíða 42

24 stundir - 13.12.2007, Blaðsíða 42
logg’s morgunkornsins og bíó- poppsins. Hvort það er úr erfða- breyttum maís eða ekki veit ég í rauninni ekki,“ bætir hún við. Ekki skylt að merkja Eins og fyrr segir er mikil and- staða við erfðabreytingar á matvæl- um í ýmsum Evrópulöndum en þó er leyfilegt að stunda tilraunir með slíkt. „Og þar er það sama upp á teningnum, ekki er skylt að tiltaka það á umbúðunum hvort um erfða- breytt matvæli er að ræða eður ei. Ég hef leitað upplýsinga hjá ráða- mönnum um afstöðu þeirra til málsins og veit að Jónína Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, lýsti því yfir á sínum tíma að stefnan væri sú að gera það að skyldu hér á Íslandi að merkja erfðabreytt mat- væli sérstaklega. Reyndar veit ég ekki hver afstaða núverandi umhverfisráðherra er, en nú fæ ég þau svör að það geti orðið bið á því að þetta komist í framkvæmd þar sem slíkt kallar á miklar reglubreyting- ar. Eina leiðin sem neytendur hafa núna til þess að tryggja að þeir séu ekki að kaupa erfða- breytt er að kaupa einungis matvæli sem eru lífrænt vott- uð. Þótt ég sé tals- maður þess að fólk borði lífrænt finnst mér að þetta eigi ekki að þurfa til. Neytendur eiga að geta keypt sinn mat og gengið að því vísu að þeir viti hvort hann er erfðabreyttur eða ekki,“ segir hún að lokum. upp með merkingum hvort mat- væli þeirra séu erfðabreytt. „Það er nátttúrulega ekki auðvelt að rannsaka eitthvað sem ekki er vitað hvað er og ef neytendur vita ekki hvort matvælin eru erfðabreytt yfirhöfuð geta þeir auðvitað ekki heldur vitað hvernig það fór fram. Sjálfri verður mér oft hugsað til Kel- Varhugaverðar Erfðabreytingarnar eru að mati Hildar varhugaverðar af ýmsum ástæðum. „Í fyrsta lagi getur verið mjög erfitt að komast inn í innsta kjarna lífverunnar, frumuna, þar sem erfðaefnið er geymt, þannig að vísindamenn notast stundum við bakteríur og vírusa til þess að kom- ast þangað og skjóta erfðaefni úr einni lífveru í aðra. Svo eru margir sem telja að hin mikla aukning á of- næmi í Bandaríkjunum sem orðið hefur síðastliðin 10 ár tengist erfða- breytingum. Nú er svo komið að 80 prósent af öllu soja og 80 prósent af öllum maís í Bandaríkjunum er erfðabreytt og þeim fer sífellt fjölg- andi matartegundunum sem verið er að erfðabreyta. Fyrir nokkr- um árum var framleiðandi sem vildi auka prótíninni- hald í sojabaunum og þá var tekið erfðaefni úr brasilíuhnetum og fært yfir í soja- baunirnar, þann- ig að prótíninni- haldið jókst. Ákveðið var að kanna hvort fólk með bráðaofnæmi fyrir brasilíu- hnetum sýndi ofnæmisvið- brögð við þess- um sojabaunum og sú varð raun- in,“ segir hún. Al- mennt er þó lítið um rannsóknir á áhrifum erfðabreyttra matvæla á heilsu fólks þar sem fram- leiðendum er ekki skylt að gefa Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Erfðabreytingar á matvælum hafa lítið verið í umræðunni hér á landi, að minnsta kosti ef miðað er við önnur Evrópulönd á borð við Bret- land og Þýskaland. Þar hefur málið mikið verið í deiglunni undanfarin ár og skipulögð fjöldamótmæli hafa farið fram gegn erfðabreyttum mat- vælum. Hildur Guðmundsdóttir, einn af eigendum verslunarinnar Yggdrasils við Skólavörðustíg, harmar hversu lítið er um málið rætt hér á landi. Ekki sama og kynbætur „Erfðabreyting felst í því að nú- tímatækni er notuð til þess að færa erfðaefni úr einni lífveru í aðra, og oft er um alls óskyldar lífverur að ræða. Til eru dæmi um að erfðaefni úr svínum hafi verið færð yfir í salat til þess að breyta eiginleikum þess. Margir rugla erfðabreytingum við kynbætur, eða svokallaða víxlrækt- un, sem hefur verið stunduð frá örófi alda. Það felst í því þegar skyldum tegundum, til dæmis af korni, er blandað saman og nýjar tegundir verða til. En það er alls ekki það sama og erfðabreytingar,“ segir hún. Vill fá umræðu um málið á Íslandi Hildur ásamt manni sínum, Rúnari, í Yggdrasil. Hildur Guðmundsdóttir í Yggdrasil geldur varhug við erfðabreyttum matvælum Vantar skýrar reglur Stundum er erfðaefnum úr tveimur mjög ólíkum lífverum blandað saman til þess að fá fram ákveðna eiginleika í mat- vælum. Svona erfða- breytingar tíðkast mjög í Bandaríkjunum en mæta mikilli andstöðu í Evrópu. ➤ Þegar erfðabreytt korn erræktað getur það sáð sér með veðri og vindum yfir á aðra akra og rutt lífrænum korn- tegundum þar úr vegi, enda oft harðgerðara. ERFÐABREYTINGAR 24stundir/Ásdís 42 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2007 24stundir LÍFSSTÍLLHEILSA heilsa@24stundir.is a Nú er svo komið að 80 prósent af öllu soja og 80 prósent af öllum maís í Bandaríkjunum er erfðabreytt og þeim fer sífellt fjölgandi matarteg- undunum sem verið er að erfðabreyta. Svokallaðar múslí-stangir eru vinsælar á milli mála og eru gjarnan taldar mun heilsu- samlegri valkostir en kex og súkkulaðistangir. Í mörgum til- fellum er það rétt en þó ekki endilega alltaf. Margar eru afar sykraðar eða löðra í sírópi og innihalda lítið af prótíni, vítam- ínum og steinefnum. Þær eru því, eins og önnur sætindi, bestar í hófi. Meinhollar eða of sykraðar? Eðli málsins sam- kvæmt ná nýbak- aðar mæður sjaldnast eins miklum svefni og aðrar konur. En ef þær hafa bætt miklu á sig á meðgöngunni og vilja léttast aftur ættu þær að reyna að tryggja minnst fimm tíma svefn á sólarhring. Í ljós hef- ur komið að konur sem sofa minna en fimm tíma á dag eru mun ólíklegri en aðrar til að hafa náð aftur upphaflegri þyngd ári eftir fæðingu. Má það meðal ann- ars rekja til þess að vansvefta fólk borðar jafnan meira en hinir. Svefn lykill að þyngdartapi Erfitt getur reynst að finna hent- ugar jólagjafir fyrir fólk með mikil fjárráð, enda vantar það sjaldnast mikið af dóti, fötum og skrauti. Alltaf má þó gefa gjafir sem miða að bættari heilsu, enda sjaldnast hægt að hafa of mikið af henni. Í fjölmörgum íþrótta- og heim- ilistækjaverslunum er hægt að festa kaup á lóðum, dýnum, teygj- um og tækjum fyrir almenna lík- amsrækt. Líkurnar á því að slíkar gjafir veki lukku mega teljast miklar eftir ólifnað um hátíðirnar. Heilsutæki í jólagjöf SKRÁÐU ÞIG NÚNA Þú færð nánari upplýsingar um Vildarpunkta Glitnis á www.glitnir.is WWW.GLITNIR.IS Hugsaðu vel um fæturna - Veldu Green Comfort skó Skóverslunin iljaskinn Miðbæ · Háaleitisbraut 58-60 · Sími 553 2300 Mikið úrval af inniskóm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.