24 stundir


24 stundir - 13.12.2007, Qupperneq 50

24 stundir - 13.12.2007, Qupperneq 50
50 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2007 24stundir MENNINGBÆKUR menning@24stundir.is a ... ég er henni ævarandi þakklát því hefði hún ekki komið í kirkjuna hefði enginn stað- ið upp þegar nafnið mitt var nefnt, án hennar hefði ég verið einsog böggull sem enginn sækir. Ég fer hljóðlega með ritningar- orðin. Það líður að fermingunni minni, ég geng til spurninga og læri það sem fyrir mig er lagt, svara rétt því sem ég er spurð, finnst þetta allt saman frekar hátíðlegt og guðdóm- urinn ævintýralegur. Ég nota líka tímann vel, kem við í kirkjuholtinu og spjalla við mína áður en ég mæti. Við þurfum auðvitað margt að ræða og holtið er góður fund- arstaður, stundum tölum við reyndar svo mikið að ég gleymi mér næstum. Ég kem þó aðeins einu sinni of seint vegna þess að við tölum allt of lengi og þegar ég kem lafmóð að kirkjudyrunum stendur prestur þar og tekur á móti mér: –Hvers vegna kemurðu of seint, Jónína Björk? Það er allt búið og krakkarnir eru löngu farnir heim. –Ég gleymdi mér. –Við hvern ertu alltaf að tala í holtinu? –Ég er að tala við konu. –Hvaða konu? –Bara konu sem ég þekki. –Ég sá enga konu, ég sá ekki bet- ur en að þú værir að tala við sjálfa þig, er það ekki rétt? –Nei, ég var að tala við konu. –Varstu kannski að tala við konu sem enginn sér nema þú? –Ég veit það ekki. –Veistu það ekki? –Nei, ég get ekki vitað hvað aðrir sjá. –Ég var að segja þér að ég sá ekki betur en að þú værir að tala við sjálfa þig og ég hef séð til þín áður. –Er bannað að tala við sjálfan sig? –Varstu þá að því? –Nei, ég var að tala við konu. –Það er ekki af hinu góða að tala við einhvern sem enginn sér, Jón- ína Björk, þú skalt ekki gera það framvegis. Þú skalt ýta því frá þér sem mest þú mátt, mundu það, farðu að mínum ráðum. Ég veit hvað ég er að segja, ef þú gerir það ekki getur lífið orðið þér erfitt og ekki bara erfitt heldur hættulegt. Jesús Kristur kærir sig ekkert um að lífið verði börnunum hans bæði erfitt og hættulegt. Biddu guð um að hjálpa þér að láta þetta hverfa, ef þú biður heitt til guðs þá bænheyr- ir hann þig. Guð hugsar alltaf um hvað börnunum hans er fyrir bestu. Eitthvað á þessa leið segir presturinn, klappar mér á axlirnar, sá góði maður, og biður mig að koma ekki of seint aftur og gera nú það sem hann veit að mér er fyrir bestu. –Guð sér um börnin sín, Jónína Björk, mundu það. –Jæja, gerir hann það. Ég hef nú ekki alveg tekið eftir því, hvísla ég og hleyp í burtu, beinustu leið heim í Austurgerðið þar sem mamma stendur við pottana – kjötbollur og kál í matinn, umm. Ég get satt að segja ekki sagt að ég hlakki til fermingarinnar og þess vegna hljómar það sem ég segi við Kolbrúnu um nauðsyn þess að eiga smáfermingaraur, sem maður hafi unnið sér inn sjálfur, einsog hjá- rænulegt bull. Ég veit það reyndar jafnvel og hún. Ég veit nefnilega að það verður engin fermingarveisla heima hjá mér og ég þarf því ekki að leggja til neinn aur í gleði og glaum fermingardagsins. En satt að segja hræðist ég það meira að for- eldrar mínir láti ekki sjá sig í kirkj- unni. Ég óttast að fermingarsystk- ini mín muni gera leiðinlegar athugasemdir og láti dynja yfir mig spurningar sem ég get ekki svarað: – Hva …, áttu enga fjölskyldu, eru allir úti að aka heima hjá þér, þykir fjölskyldunni þinni ekkert vænt um þig, mikið er þetta asnalegt hjá ykkur, pabbi þinn keyrir þig í kirkj- una og fer svo, er ekki í lagi með hann, áttu ekki mömmu, hvar er mamma þín eiginlega, er mamma þín kannski eitthvað skrítin, við höfum heyrt að hún sé stórskrítin og fari aldrei úr húsi, áttu ekki líka fullt af systkinum út um allt, hvar eru þau eiginlega, hvers vegna koma þau ekki, áttu ekki ömmu og afa, hvers vegna láta þau ekki sjá sig, hvað er í gangi, hvers slags fjöl- skylda er þetta sem þú átt? Ég legg krökkunum auðvitað orð í munn, ekkert þeirra segir neitt, ekkert þeirra spyr mig neins, ekkert þeirra gerir athugasemdir í þessa átt. Það eru allir að hugsa um sjálfa sig á svona merkisdegi. Það er enginn að hugsa um mig sem hugsa auðvitað heldur ekki um neitt annað en sjálfa mig, og auð- vitað sé ég allt í svarthvítu ung- lingsáranna. Og ég skammast mín mikið þeg- ar Ásta systir stendur ein á fætur í kirkjunni um leið og presturinn nefnir nafnið mitt og ég fer hljóð- lega með ritningarorðin sem ég man ekki lengur hver voru. Nei, ég skammast mín alls ekki fyrir Ástu sem aldrei bregst mér, sem alltaf stendur með mér, sem kemur meira að segja bak við og hjálpar mér í kyrtilinn, hjálpar mér að fela rauðan, hnökraðan kjólinn undir kyrtlinum. –Höfum hraðar hendur, Bíbí. Allar hinar stelpurnar eru í bleik- um eða ljósbláum kjólum, úff, þessi er alveg voðalegur, hvar grófstu þetta upp, flýttu þér í kyrt- ilinn, Bíbí, elsku Bíbí mín. Nei, ég skammast mín ekki fyrir Ástu, ég er henni ævarandi þakklát því hefði hún ekki komið í kirkjuna hefði enginn staðið upp þegar nafnið mitt var nefnt, án hennar hefði ég verið einsog böggull sem enginn sækir; fjórtán ára stelpu- böggull, einstæðingur í heiminum sem skammast sín fyrir sjálfan sig. Loksins orðin mannbær Það er vor í lofti, lóan er komin og á leiðinni heim í Austurgerði hugsa ég um að ég hafi nú stund- um getað glatt pabba og mömmu þegar við bjuggum í Múlakampi; stundum meira að segja getað fengið þau til að emja úr hlátri – maður er bara alveg að pissa í sig, Bíbí – sérlega ef ég var að leika róna eða dansmeyjar eða stelpurnar á móti eða kellingarnar á kamrinum og er búin að túpera á mér hárið og klæða mig í einhverja viðeigandi flík, setja eitthvað á svið og búa til leikhús. En þessi tími er liðinn og kannski svaraði ég Fidda ekki rétt þegar hann spurði hvort ég saknaði Múló, kannski sakna ég Múló meira en ég vil viðurkenna sjálf. Ég geng löturhægt og sé fyrir mér kvöld að sumri til í Múla- kampi og það eru allir heima og ég heyri hláturinn í Ástu og Stellu og ískrið í Fidda og ég hlakka til að koma inn því kannski eru allir að drekka kaffi og borða vanillukex, hvað veit ég? Og viti menn, þegar ég kem inn eru allir að drekka kaffi og borða vanillukex og það er gam- an og ég fæ kaffiglas og kex og klappa kisunni. Ég hugsa um kisur; kisur eru mín dýr, frjálsar kisur og engum háðar, væri ég dýr þá væri ég kisa og þá mundi það ekki breyta mig neinu að mamma og pabbi skyldu ekki vera við ferm- inguna mína; þá mundi ég bara vera alein úti einsog núna og horfa á litbrigðaríkan himininn, hnusa út í loftið, leita að bráð, skjótast milli þúfna, elta fugl og annan og hugsa um það sem skiptir raun- verulegu máli. En ég er ekki kisa og ég er drullusár og svekkt þegar ég opna dyrnar á Austurgerðinu. Mamma liggur í rúminu hjá Fidda, segir að þau hafi verið eitthvað slöpp, Fiddi hafi orðið veikur og þau orðið að fara heim aftur og pabbi sé inni. – En hvað það er sorglegt, segi ég. Það er ekkert kaffi á könnunni, engin kaka, ekkert vanillukex, það er akkúrat ekkert á boðstólunum, einsog ég vissi, og ég klæði mig úr kjólnum, helvítis rauðu hnökur- tuskunni, og fer í slarkgallanum út í garð og þar mæti ég þá Maríu Petrínu frá Fossi, konunni sem ég tíndi með dún og naut þess að sjá steikja læri. María Petrína réttir mér fallegt fermingarkort, mikið sem það gleður mig, og óskar mér innilega til hamingju með daginn. Sonur hennar er með henni og óskar mér líka til hamingju og bæt- ir við að nú sé ég loksins orðin mannbær. –Nú ertu loksins orðin mann- bær, Bíbí, segir hann og ég skil ekk- ert hvað maðurinn er að meina. Mannbær hvað? Einsog ég sé ekki löngu orðin mannbær. Mannbær hvern djöfulinn? Og það er ekki einu sinni vanillukex á boðstólun- um á sjálfan fermingardaginn minn. Hvern fjandann er maður- inn að meina? Og ekki einu sinni kaffi á könnunni. –Ég þakka þér fyrir kortið. Kafli úr bókinni Bíbí eftir Vigdísi Grímsdóttur Að tala við einhvern sem enginn sér JPV útgáfa sendir frá sér endurminningabók um Bíbí Ólafsdóttur. Það er Vigdís Grímsdóttir rithöf- undur sem færir sögu Bíbíar í letur af sinni al- kunnu stílsnilld. Bíbí Foreldrar hennar mættu ekki í kirkjuna þegar hún fermdist. Krókabyggð – 108 m2 raðhús Fimmtudagseignin NÝTT Á SKRÁ* Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali. Vorum að að fá mjög flott raðhús á einni hæð með millilofti. Íbúðin hefur mikið verið endurnýjuð, m.a. ný gólfefni, innihurðar og baðherbergi endurnýjað. 3 góð svefnherbergi, björt stofa, baðherbergi m/hornbaðkari og eldhús á jarðhæð. Vinnuherbergi og sjónvarpshol er á millilofti, sem nýtist mjög vel. Stórt hellulagt bílaplan m/snjóbræðslu og afgirtur garður. Fasteignasala Mosfellsbæjar, Þverholti 2 Mosfellsbæ - S 586 8080 Verð 32,2 m. ixÜ" HJHCA@ Maturinn á borðið til þín / Engin biðröð ^tÄw|Ü Ü°àà|Ü [x|à|Ü Ü°àà|Ü Xyà|ÜÜ°àà|Ü ]™Ät{Ät"uÉÜ" ECCJ fàÉÄà xÜ É~~tÜ {ätà| Veitingahúsið Einar Ben Veltusund 1 (við Ingólfstorg) S: 511 5090 einarben@einarben.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.