24 stundir - 20.12.2007, Blaðsíða 16

24 stundir - 20.12.2007, Blaðsíða 16
Gömul tengsl tveggja bæjarfélaga sem rofnuðu í kalda stríðinu styrkjast á ný þegar Pólland gerist aðili að Schengen-samningnum. Pólverjar hafa í auknum mæli keypt sér húsnæði í þýska þorpinu Löcknitz. Þangað til seinni heimsstyrjöldinni lauk var Löck- nitz hluti áhrifasvæðishafnarborgarinnar Stettin í norðurhluta Þýskalands. Þegar landamæri voru dregin á milli Þýskalands og Póllands skildu þau á milli bæjarfélaganna og Stettin varð að pólska bæn- um Szczecin. Ódýrara húsnæði Marek Fiuk, þrítugur Pólverji, keypti nýlega myndarlegt hús í nágrenni Löcknitz fyrir tæpar fimm milljónir króna. „Fyrir þessa upphæð hefði ég getað keypt mér stúdíóíbúð í Szczecin. Með öðrum orðum, ekkert,“ segir Fiuk. „Hérna fékk ég heilt hús. Mig hefur alltaf dreymt um það.“ Fiuk bætir við að niðurfelling landamæraeftirlits muni gera 20 mínútna aksturinn til Szczecin enn auðveldari. Mikil tregða hefur verið á fasteignamarkaði í Löcknitz undanfarin ár, en aukinn áhugi Pólverja hefur breytt því. Breytingar hefur einnig orðið vart á leigumarkaði. „Fyrir þremur árum stóðu 15 prósent íbúða á vegum bæjarfélagsins auð. Núna er hlutfallið um eitt prósent,“ segir Maria Theresia Odentall, sem sér um húsnæðismál Löcknitz. Íbúar Szczecin flykkjast yfir landamærin til Löcknitz Pólskt úthverfi í Þýskalandi Fluttur Pólverjinn Marek Fiuk við hús sitt í Löcknitz. 16 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 24stundir Á morgun færist ný sveit landa- mæravarða í framvarðasveit barátt- unnar gegn ólöglegum innflutningi fólks, eiturlyfjasmygli og mansali. Þótti reyndari ríkjum samstarfsins hætt við að ríkjum Austur-Evrópu myndi reynast erfitt að verja ytri landamæri svæðisins. Miklu fé hefur verið varið í upp- byggingu austurlandamæranna, þannig að óttinn hefur minnkað. „Ef gömlu ESB-ríkin hefðu bara tryggt landamæri sín jafn vel og Eystrasaltslöndin núna,“ segir Jukka Savolainen, forstjóri finnsku landa- mæravörslunnar. Samvinna lögreglu Til að liðka fyrir störfum lögreglu er rekið upplýsingakerfi Schengen. Það geymir upplýsingar um 17 milljónir manna, sem eru aðgengi- legar lögregluyfirvöldum í öllum ríkjum Schengen-svæðisins. Samhliða stækkun svæðisins stendur til að taka í notkun nýja út- Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Ásýnd Evrópu mun breytast á mið- nætti 21. desember, þegar níu fyrr- um austantjaldsríki bætast við Schengen-svæðið. Verður þessi breyting til þess að hægt verður að ferðast hindrunarlaust frá Íslandi til 23 landa Evrópu. Sumir fagna stækkun svæðisins sem endanlegu hruni járntjaldsins. Aðrir benda á að Evrópu sé hætt við að víggirða sig. Kjarni Schengen-samstarfsins er tvíþættur. Annars vegar er því ætlað að tryggja einstaklingum frjálsa för innan svæðisins. Hins vegar er sam- starfinu ætlað að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Aukið ferðafrelsi Eitt meginmarkmið Schengen- samstarfsins hefur verið frjálst streymi einstaklinga um svæðið. Schengen-samningurinn er ekki fyrsta samstarfið um afnám landa- mæraeftirlits í Evrópu. Löngu áður en Schengen-samningurinn var undirritaður stofnuðu Norðurlönd með sér vegabréfasamband, sem Ís- land gerðist aðili að árið 1965. Einn- ig hefur verið hægt að ferðast án vegabréfs á milli Bretlands og Ír- lands. Ótti við glæpastarfsemi Alþjóðleg barátta gegn glæpum er annað meginmarkmið Schengen. Þar gengur samningurinn lengra en fyrri vegabréfasambönd, þar sem samræmdar reglur gilda til að halda óæskilegum einstaklingum utan Schengen-svæðisins. gáfu upplýsingakerfisins, sem geyma mun meiri upplýsingar. Víggirt Evrópa Miodrag Shrestha, sem aðstoðar fólk við að verða sér úti um vega- bréfaáritanir í Serbíu, varar hins vegar við því að of erfitt verði að komast inn á Schengen-svæðið. „Evrópusambandið og Schengen- svæðið eru eins og virki og ESB er frekar vandfýsið við val á þeim sem fá hina ,fínu’ Schengen-áritun,“ seg- ir Shrestha. Enn stækkar Schengen © GRAPHIC NEWS Schengen-svæðið stækkar Heimild: ESB Eina mínútu eftir miðnætti þann 21. desember verður landamæra- eftirliti hætt á sjó og landi í stórum hluta Austur-Evrópu. Breytingarnar munu frá 30. mars einnig ná til flugvalla í alls 24 Evrópuríkjum með ríflega 400 milljónir íbúa. Ísland* Noregur* Svíþjóð Finnland Danmörk Holland Belgía Lúxemborg Þýskaland Austurríki Frakkland Portúgal Spánn Ítalía Grikkland Eistland Lettland Litháen Pólland Tékkland Slóvakía Slóvenía Malta Ungverjaland 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 SCHENGEN-SVÆÐIÐ ERU ÞEGAR AÐILAR *Ríki utan ESB Bætast við 21. des Talin bætast við á næstu árum Kýpur Sviss Rúmenía Búlgaría ➤ 1985: Frakkland, Þýskalandog Benelúx-löndin semja um að hætta vegabréfaeftirliti sín á milli. ➤ 1995: Samningnum hrint íframkvæmd. Spánn og Portú- gal bætast við. ➤ 1997: Austurríki og Ítalía ger-ast aðilar að samningnum. ➤ 2000: Grikkland bætist í hóp-inn. ➤ 2001: Norðurlönd gerast að-ilar að Schengen. ➤ 2007: Níu ríki gerast hluti afSchengen-svæðinu. OPIN LANDAMÆRI  Níu lönd gerast aðilar að Schengen-samningnum á morgun  Vegabréfaeftirlit leggst af á milli 24 ríkja Evrópu  Mörk á milli Austur- og Vestur-Evrópu mást út  Ytri landamæri Íslands færast langt inn fyrir járntjald Landamæraskilti milli Póllands og Þýskalands tekið niður Kínverskt par hefur verið dæmt til dauða fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn 23 ungum stúlkum sem þau voru nemendur þeirra. Hjónin neyddu stúlkurnar, sem eru á aldr- inum 11 til 17 ára, til að stunda vændi. Til að tryggja hlýðni stúlknanna sögðu hjónin þeim að ef þær hefðu ekki mök við viðskiptavini hjónanna myndu þau byrla fjöl- skyldum stúlknanna eitur. Brotin voru framin frá mars til júní á síðasta ári, en við réttarhöld- in kom fram að hjónin hefðu haft tæpar 300 þúsund krónur upp úr krafsinu. Auk dauðadóms hjónanna voru kveðnir upp vægari dómar yfir 12 vitorðsmönnum þeirra. aij Kennarar misnotuðu nemendur sína Dæmdir til dauða Bandaríkin hafa tilkynnt að til standi að fækka kjarnavopn- um landsins hraðar en til stóð samkvæmt samkomulagi við Rússland. „Við minnkum birgðir okkar af kjarnavopn- um niður í minnsta magn sem dugir til að tryggja öryggi Bandaríkjanna og standa við skuldbindingar okkar við vini og bandamenn,“ sagði Dana Perino, talsmaður Hvíta húss- ins. Samtímis að færa vopnin til nútímahorfs. aij USA afvopnast Færri sprengjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.