24 stundir - 20.12.2007, Blaðsíða 48

24 stundir - 20.12.2007, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Telja allnokkrir sem 24 stundir ræddi við að Her- mann hafi fengið verðlaunin nú meira sem þakk- læti fyrir vel unnin störf gegnum tíðina fremur en að hann hafi átt sérstakt tímabil sem knattspyrnumaður. Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is „Ég get sagt þér að Hermann Hreiðarsson var kosinn bestur með afgerandi mun en aðrar upplýsing- ar varðandi kjörið höfum við ekki gefið og munum ekki gefa upp,“ segir Þórir Hákonarson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnusam- bands Íslands. Val sambandsins á knattspyrnu- manni ársins kom fjölmörgum verulega á óvart og margir knatt- spyrnuáhugamenn spyrja sig hver sé rökstuðningurinn fyrir því að Hermann sem féll með liði sínu Charlton í vor, hefur ekki átt fast sæti hjá Portsmouth það sem af er þessum vetri og hefur leikið undir getu að flestra mati í landsleikjum ársins vinnur sæmdarheitið knatt- spyrnumaður ársins. Valið er reyndar aðeins að hluta til hjá KSÍ en yfir 200 aðilar tengdir knattspyrnunni taka þátt. Engu að síður furða margir sig á því að eng- in rök þurfi fram að færa. Telja all- nokkrir sem 24 stundir ræddu við að Hermann hafi fengið verðlaun- in nú fremur sem þakklæti fyrir vel unnin störf gegnum tíðina en að hann hafi átt sérstakt tímabil sem knattspyrnumaður. Ennfremur hafi þótt sýnt að illa liti út að verð- launa Eið Smára fimmta skiptið í röð. Sé þetta rétt eru verðlaunin með öllu marklaus. Hinn skeleggi Hermann Gunn- arsson þúsundþjalasmiður er einn þeirra sem gera athugasemdir við valið. „Með mikilli virðingu fyrir Hermanni sem er einhver sú besta sál sem hægt er að finna auk þess að vera baráttujaxl með hjartað á réttum stað þá er erfitt að finna rökin fyrir valinu á honum. Ég hefði persónulega viljað sjá Eið Smára valinn þó ekki sé nema vegna þess að hann spilar með stærsta félagsliði Evrópu jafnvel þó þar eigi hann ekki fast sæti.“ Ásgeir Sigurvinsson, fyrrum landsliðsmaður og þjálfari, fer var- legar í sakirnar enda einn af þeim er þátt tóku í valinu en segist skilja þá sem setja spurningarmerki við niðurstöðuna. „Slíkt val er eðlilega alltaf erfitt því við hvað nákvæm- lega á að miða? Er árangur Krist- jáns Arnars Sigurðssonar sem varð Noregsmeistari með Brann betri eða verri en eitthvað annað? Brynj- ar Björn lék mjög vel með Reading og hefur tryggt sér fast sæti þar í vetur. Hvað með hann? Þetta er einfaldlega alltaf erfitt að meta.“ Bestur og næstbestur KSÍ vill ekki gefa upp fjölda atkvæða sem Hermann fékk sem knattspyrnumaður ársins Erfitt að finna rök fyrir Hermanni Steinliggur Margrét Lára var óumdeilt best í kvennaflokki 2007 Hermann Hreiðarsson 2006 Eiður Smári Guðjohnsen 2005 Eiður Smári Guðjohnsen 2004 Eiður Smári Guðjohnsen 2003 Eiður Smári Guðjohnsen 2002 Rúnar Kristinsson 2001 Eiður Smári Guðjohnsen 2000 Hermann Hreiðarsson MENN ÁRSINS  Sitt sýnist hverjum um valið á Hermanni Hreiðarssyni sem knattspyrnumanni ársins  KSÍ veitir engar upplýsingar Þann fyrsta mars næst- komandi stendur til að leggi úr höfn í Valenciu á Spáni hraðbátur einn allsérstæður enda siglir hann eingöngu á endurnýtanlegu lífrænu eldsneyti, svokölluðu bíó- dísel. Er hugmyndin að bæta hraðametið kringum hnöttinn án þess að menga umhverfið á nokkurn hátt á leiðinni. Tilgangurinn er þó einnig og aðallega að vekja athygli á mengun í heiminum og þær leið- ir sem færar eru til að láta að sér kveða í þeim málum. Hefur útlit hraðbátsins þegar vakið mikla at- hygli enda er honum siglt milli borga í Evrópu nú um stundir til að vekja athygli á tilrauninni í Kappsigling um hnöttinn á lífrænu eldsneyti Til bjargar heiminum mars. Þykir hann nútímalegur í meira lagi og kemst hraðast í 40 hnúta hraða en ætlunin er að fara kappsiglinguna á 25 - 35 hnúta hraða og sigla þannig tiltölulega mjúklega þá 65 daga sem hnatt- ferðin á að taka. Líkurnar á að Eiður SmáriGuðjohnsen spili meðBörsungum í stórleik ársins á Þor- láksmessu- kvöld gegn Real Madrid eru meiri en minni sam- kvæmt spænskum miðlum en sjálfur bíður Eiður í ofvæni eftir kall- inu. Íslendingurinn hefur að öllu leyti lokað fyrir að fara frá Barcelona en viðurkennir að hafa leitt hugann að því í haust. Sama gildir um Ronald-inho sem hefur vermtbekki Barcelona að und- anförnu en einhverra hluta vegna er ómögulegt að ímynda sér stórleik Barca og Real án þess að sú stórstjarna taki þátt. Stórt skarð verður höggviðí lið Everton ef sögusagn-ir þess efnis að Atletico Madrid vilji fá Mikel Arteta til sín eftir jól eru sannar. Ar- teta er nefni- lega mjög op- inn fyrir heim- ferð að eigin sögn en hann er lykilmaður hjá Everton. Hinn afar litríki og at-hyglisverði Luiz Scol-ari, þjálfari Portúgals, lýsir frati á val FIFA á Kaká sem knatt- spyrnumanni ársins og er harður á að Cristiano Ro- naldo hafi átt þann heiður skuldlaust skilinn. Allmargir áhugamenn eru honum sam- mála, ekki síst aðdáendur Man- chester United. Stangarstökkvarinn Þórey Edda Elísdóttir og Óðinn Björn Þorsteinsson kúluvarp- ari eru frjálsíþróttafólk ársins að mati stjórnar Frjálsíþrótta- sambandsins. Þórey Edda hefur þegar náð ólympíulágmarkinu og Óðinn stórbætti árangur sinn í kúlu- varpi og er aðeins sentimetr- um frá því að ná lágmarkinu til Kína í sumar. Þórey Edda og Óðinn Björn Körfuknattleikssambandið hefur framlengt samning sinn við Sigurð Ingimundarson um að halda áfram þjálfun A- landsliðsins til næstu tveggja ára. Þá var Ágúst Björg- vinsson ráðinn nýr þjálfari A- landsliðs kvenna en Ágúst á farsælan feril að baki með yngri landslið kvenna og kvennalið Hauka. Sigurður áfram stjóri Það er ekki oft sem íshokkílið koma heim eftir útileikjahrinu með 100 prósent árangur í farteskinu en það var raunin hjá Calgary Flames. Liðið sem var í meðallagi fyrir sex leikja hrinu á útivöllum vítt og breitt um Bandaríkin og Kanada sneri heim sigri hrósandi enda vann það alla sex leiki sína. 100 prósent Íslensku landsliðin í hand- knattleik falla bæði á nýjum listum Handknattleiks- sambands Evrópu sem birtir voru í vikunni. Karlaliðið er nú í 24. sæti og kvennalands- liðið í því 23. Fram undan er erfitt verkefni fyrir karlana á Evrópumótinu í Noregi eftir mánuð en gengi liðsins þar ræður úrslitum um hvort Ísland verður meðal þátttökuþjóða á Ólympíu- leikunum í Kína. Fall vonandi fararheill SKEYTIN INN HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN Opið sunnudaga til fimmtudaga 11.00 -24.00 Opið föstudagaoglaugardaga 11.00 - 02.00 Veiðikortið veitir aðgang að 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið og kostar aðeins 5000 kr. K R A FT A V ER K Fæst hjá N1, veiðibúðum og á www.veidikortid.is Frí heimsending þegar verslað er beint á vefnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.