24 stundir - 20.12.2007, Blaðsíða 12

24 stundir - 20.12.2007, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24 stundir.is Það virtist ekki bara vera ys og þys á borgarstjórnarfundinum 4. des- ember vegna síðari umræðunnar um fjárhagsáætlun og annarra málefna, heldur einnig vegna tíðra sætaskipta borgarfulltrúa og vara- manna þeirra. Alls voru kallaðir inn á fund átta varaborgarfulltrúar sem ekki eru á föstum launum en hver þeirra fær 20.706 þúsund krónur fyrir fundinn, hvort sem fundarsetan er löng eða stutt, að því er Símon Hallsson borgarend- urskoðandi greinir frá. Fundurinn stóð frá klukkan 14 til 01.12. Athygli vekur að Sjálf- stæðisflokkurinn kallaði oftast inn til setu á fundinn varamenn sem ekki eru á föstum launum eða alls fimm. Tíð sætaskipti borgarfulltrúa og varamanna á þessum fundi og þar á undan kunna að hafa verið vegna þreytu eftir átökin í tengslum við meirihlutaskiptin, að mati Jórunn- ar Frímannsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Jórunn bendir jafnframt á að núverandi meiri- hluti sé með fjóra varamenn á föst- um launum en Sjálfstæðisflokkur- inn aðeins einn. Jórunn leggur á það áherslu að undir venjulegum kringumstæð- um sé ekki alltaf verið að hringja í varamenn. Það sé bara gert þegar nauðsyn krefur. „Stundum er við- komandi varamaður á staðnum til að fylgjast með og þá er hann beð- inn um að koma inn.“ Samfylkingin kallaði inn á fund- inn tvo varamenn sem ekki eru á föstum launum. Oddný Sturlu- dóttir borgarfulltrúi segir það stefnu flokksins að aðalmenn sitji alla fundi nema þegar þeir þurfi að fara frá vegna sérstakra aðstæðna. „Og ef það vill svo til að eitthvað sérstakt er á dagskrá sem tengist einhverri nefnd fáum við okkar fulltrúa inn á fundinn til að taka þátt í umræðu um málið.“ HEFUR ÞÚ ÁBENDINGU? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Á borgarstjórnarfundi Tíð sætaskipti hafa vakið athygli. Þreyta eftir mikil átök  Tíð sætaskipti borgarfulltrúa og varamanna  Sjálfstæðismenn þreyttir eftir meirihlutaskiptin  Stefnan að aðalmenn sitji fundi ➤ Borgarstjórn er skipuð fimm-tán borgarfulltrúum og jafn- mörgum til vara. ➤ Reglulegir fundir borg-arstjórnar eru haldnir fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar í Ráðhúsi Reykjavík- ur. ➤ Fundirnir hefjast kl. 14 og eruhaldnir fyrir opnum tjöldum nema annað sé ákveðið. BORGARSTJÓRN Hlaupið í skarðið Tíð sætaskipti á fundi 4. desember 14.00 Fundurinn hefst. 14.06 Gísli Marteinn Baldursson inn. 14.20 Þorleifur Gunnlaugsson inn, Sóley Tómasdóttir út. 16.10 Björk Vilhelmsdóttir út, Dofri Hermannsson inn. 16.45 Ólafur F. Magnússon út, Margrét K. Sverrisdóttir inn. 17.17 Ólafur F. Magnússon inn, Margrét K. Sverrisdóttir út. Svandís Svavarsdóttir út, Sóley Tómasdóttir inn. 18.10 Marta Guðjónsdóttir út, Kristján Guðmundsson inn. 18.25 Svandís Svavarsdóttir inn, Sóley Tómasdóttir út. 18.45 Hlé á fundi. 19.20 Fundi fram haldið. Marta Guðjónsdóttir inn, Kristján Guðmundsson út. Þorleifur Gunnlaugsson út, Hermann Valsson inn. 19.55 Gísli Marteinn Baldursson út, Björn Gíslason inn. 20.50 Þorleifur Gunnlaugsson inn, Hermann Valsson út. 21.00 Júlíus Vífill Ingvarsson út, Áslaug Friðriksdóttir inn. Björk Vilhelmsdóttir inn, Oddný Sturludóttir út. 21.20 Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son út, Elínbjörg Magnúsdóttir inn. Sigrún Elsa Smáradóttir út, Stefán Benediktsson inn. 21.55 Svandís Svavarsdóttir út, Sóley Tómasdóttir inn. 22.10 Björn Ingi Hrafnsson út, Óskar Bergsson inn. 22.30 Svandís Svavarsdóttir inn, Þorleifur Gunnlaugsson út. 22.40 Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son inn, Elínbjörg Magnúsdóttir út. Björk Vilhelmsdóttir út og Oddný Sturludóttir inn. 22.55 Björk Vilhelmsdóttir inn og Dofri Hermannsson út. Björn Ingi Hrafnsson inn, Óskar Bergs út. 23.05 Gísli Marteinn Baldursson inn, Björn Gíslason út. Marta Guðjónsdóttir út, Elínbjörg Magnúsdóttir inn. Svandís Svav- arsdóttir út, Þorleifur Gunn- laugsson inn. 23.20 Marta Guðjónsdóttir inn, Elínbjörg Magnúsdóttir út. 23.55 Oddný Sturludóttir út, Guðrún Erla Geirsdóttir inn. 00.17 Hlé á fundi 00.50 Fundi fram haldið. Oddný Sturludóttir inn, Guðrún Erla Geirsdóttir út. Björn Ingi Hrafnsson út, Óskar Bergsson inn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson út, Elínbjörg Magnúsdóttir inn. 01.12 Fundi slitið. Kona var dæmd til að greiða áttatíu þúsund krónur í sekt fyrir umferðar- og fíkniefna- lagabrot í Héraðsdómi Norð- urlands eystra á þriðjudaginn. Hún reyndist undir áhrifum amfetamíns og kannabisefna þegar lögregla stöðvaði akstur hennar á Akureyri í ágúst. Þá hafði hún í fórum sínum smáræði af amfetamíni og marijúana, sem lögregla fann við leit í bifreið hinnar ákærðu. Auk þess að vera dæmd til greiðslu sektar var hún svipt ökuréttindum í þrjá mánuði og gert að greiða sakarkostnað upp á tæpar 150 þúsund krón- ur. Konan hefur ekki áður hlotið dóm. Sakfelling í héraðsdómi Ók undir áhrif- um fíkniefna Karlmaður á fertugsaldri er ákærður fyrir innsiglisrof og þjófnað, en mál gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn rauf innsigli Orku- veitu Reykjavíkur sem sett hafði verið í kjölfar þess að lokað hafði verið fyrir raf- magn og hita í íbúð sem mað- urinn hafði umsjá með. Þá er manninum gefið að sök að hafa tengt á milli röra til að hleypa heitu vatni á íbúðina og einnig opnað að nýju fyrir rafmagn og með þessu stolið orku fyrir um eitt hundrað þúsund krónur. Orkuþjófur ákærður Stal rafmagni og heitu vatni Þjófur, búinn kústskafti sem á var fest skrúfjárn, var á ferli í gærmorgun og stal veski úr húsi í miðborginni með þessu verkfæri. Þjófurinn spennti upp glugga á jarðhæð og krækti í veskið sem var þar á borði innandyra. Að sögn lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu er tjón eigand- ans, sem hafði brugðið sér frá stundarkorn, allnokkurt en í veskinu voru peningar, greiðslu- kort og snyrtivörur. Í því var einnig iPod-spilari en hann datt úr veskinu áður en því var smeygt út um gluggann. Þjófurinn er ófundinn en að sögn vitna var hann í rauðri hettupeysu. mbl.is Veskjakrækir á ferð Sjöl, sokkar, vettlingar, húfur, silkitöskur, bolir, sparipeysur, hversdagspeysur Fallegar prjónavörur fyrir fallegar konur! Mjúkar gjafahugmyndir! Laugavegi 44 S: 561-4000 www.diza.isDiza
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.