24 stundir - 20.12.2007, Blaðsíða 46

24 stundir - 20.12.2007, Blaðsíða 46
Miðasala á árlega tónleika til styrktar Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna hefur farið heldur betur hressilega af stað og hafa miðarnir aldrei selst jafn hratt í 9 ára sögu tónleikanna. „Ég tala fyrir hönd allra sem að þessu skipulagi og að þessari framkvæmd koma. Við erum hrærð og þakklát fyrir þessar frábæru viðtökur. Þetta er auðvitað fyrst og síðast þessum frábæru listamönnum að þakka. Velvild þeirra og örlæti í garð Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna er ótrúlegt og við erum þeim óendanlega þakklát,“ segir Einar Bárðarson sem hefur skipulagt tónleikana frá upphafi, en þeir fóru fyrst fram árið 1998. Á þeim tíma hafa hvorki meira né minna en 23 milljónir króna runnið til fé- lagsins. Glæsilegur hópur listamanna Allir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sínu og þá veitir Há- skólabíó húsnæði undir tónleikana án endurgjalds. Óhætt er að full- yrða að sjaldan hafi dagskráin litið jafn glæsilega út og nú en þeir tón- listarmenn sem fram koma eru Bubbi Morthens, Sprengjuhöllin, Luxor, Dísella, Nylon, Magni & Á móti sól, Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes, Land & synir, Klaufarnir, Stebbi og Eyfi, SSSól, Birgitta Haukdal, HARA-systur og Ragn- heiður Gröndal. Árlega greinast að meðaltali 10-12 börn og unglingar með krabbamein á Íslandi. Mark- miðið með stofnun félagsins var meðal annars að styðja við bakið á börnunum og aðstandendum þeirra bæði fjárhagslega og fé- lagslega. Tónleikarnir fara fram sunnudaginn 30. desember og hefjast klukkan 16 stundvíslega. haukurh@24stundir.is Styrktartónleikar krabbameinssjúkra barna 23 milljónir á níu árum 46 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 24stundir MENNINGTÓNLIST menning@24stundir.is a Jólaundirbúningurinn felst aðallega í því að taka upp úr kössum, en ég var að finna aðventukassann þannig að það gæti eitthvert skraut farið upp í glugga í kvöld. Eftir Hauk Harðarson haukurh@24stundir.is „Upphaflega byrjuðum við að gera þetta út af því að okkur fannst þetta fyndið, en nú er þetta meira gert af skyldurækni. Við getum ekki svikið fólk um jólagleðina. Svo höfum við líka gaman af þessu,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, meðlimur og einn af að- altextahöfundum Baggalúts. Voru harðari í upphafi Jólalag sveitarinnar, Ég kemst í jólafíling, er það þrettánda í röð jóla- og áramótalaga sem öll eiga það sameiginlegt að hafa mjög skondna texta. Lögin eru flest tökulög en textasmíð er í höndum liðsmanna sveitarinnar sem eru Bragi, Guðmundur Kristinn Jóns- son, Guðmundur Pálsson og Karl Sigurðsson. Lögin voru í upphafi í harðari kantinum en sveitin hefur linast í seinni tíð að sögn Braga. „Ég skal samt ná Slayer-lagi í gegn, við hættum ekki fyrr en það verð- ur eitt Slayer-lag í þrefalda jóla- plötu.“ Tekur úr kössum á aðventu En ætli Bragi sé kominn í jólafíl- inginn sjálfur. „Ég get ekki sagt að ég hafi mikið verið að velta jól- unum fyrir mér, ég komst í mikinn jólafíling fyrir mánuði, þegar við vorum að gera þessi lög, en svo tók ég upp á því að flytja og gera alls- konar hundakúnstir þannig að ég verð bara að koma mér í jólagírinn á Þorláksmessu með þessu áfram- haldi. Jólaundirbúningurinn felst aðallega í því að taka upp úr köss- um, en ég var að finna aðventu- kassann þannig að það gæti eitt- hvert skraut farið upp í glugga í kvöld,“ segir Bragi en viðurkennir þó að Baggalúts- liðar séu mikil jólabörn. Tuttugu í viðbót Það muna flestir eftir áramóta- smellinum frá því fyrra, Gamlárs- partý, en lagið sló rækilega í gegn og fékk mikla spilun á öllum út- varpsstöðvum. Það er ljóst að landsmenn mega búast við því að heyra jólalög frá Baggalúti næstu árin. „Eigum við ekki að segja að við gerum svona tuttugu í viðbót. Þá hættum við,“ og eru það góðar fréttir því það er fátt sem lýsir upp skammdegið meira en jólalag frá Baggalúti. Nýjasta jólalag Baggalútsmanna heitir Ég kemst í jólafíling Koma Íslending- um í jólafílinginn Sumir geta ekki komist í jólaskap fyrr en þeir heyra jólalagið frá Baggalúti. Sveitin hefur gert jóla- og áramótalög frá 2001 og eru þau nú orðin þrettán talsins. Nýj- asta lagið, Ég kemst í jólafíling, hefur hlotið góðar viðtökur lands- manna. Bragi Komst í jólaskap fyrir mánuði en flutti svo. ➤ Baggalútur hefur gert jólalögfrá árinu 2001. ➤ Söngur er aðallega í höndumGuðmundar Pálssonar og Karls Sigurðssonar. ➤ Textarnir sem Baggalúts-menn eru svo þekktir fyrir eru samdir af Braga Valdimar Skúlasyni og Guðmundi Páls- syni. ➤ Baggalútur starfrækir afarskemmtilega heimasíðu, www.baggalutur.is ➤ Til gamans má geta að sam-kvæmt orðabók getur bagga- lútur þýtt smástrákur eða lít- ill kúlulaga steinn. BAGGALÚTUR 24 Stundir/Kristinn Ingvarsson Árlegir góðgerðatónleikar út- varpsstöðvarinnar X-ins, X-MAS, fara fram í kvöld. Fjöldi góðgerða- mála hefur notið góðs af tónleik- unum í níu ára sögu þeirra, en þetta árið rennur allur ágóði til Foreldrahúss. „Tónleikagestir í kvöld mega búast við mikilli gleði og hamingju og kærleikurinn mun svífa yfir vötnum,“ segir Máni Pét- ursson, dagskrárgerðarmaður á X- inu. Hljómsveitirnar sem koma fram í kvöld eru ekki af verri end- anum en þær eru Mugison, Sprengjuhöllin, Hjaltalín, Jakobín- arína, Sign, Hooker Swing, Seabear, Ultramegabandið Stefán, Lada Sport, Dr. Spock, Strigaskór nr. 42 og Our Lives og gefa allar hljómsveitir vinnu sína. hh Árlegir góðgerðatónleikar X-ins á Gauknum Rokkað til góðs Jakobínarína Ein af hljómsveitunum sem koma fram í kvöld. Arnar Eggert Thoroddsen skrif- aði nýlega bókina Öll trixin í bókinni sem fjallar um störf Ein- ars Bárðarsonar, umboðsmanns með meiru, í tónlistargeiranum. Í dag munu þeir félagar árita bók- ina klukkan 17 í Kringlunni en 19 í Smáralind. Á föstudaginn verða þeir á ferðinni í fæðingarbæ Ein- ars, Selfossi, og árita í Bókakaffi Bjarna Harðarsonar þingmanns. Bókin þykir gefa skemmtilega lýsingu á dægurmenningu lands- ins síðustu tíu ár og gefur áhuga- sömum tækifæri til að skyggnast baksviðs í skemmtanageiranum. hh Umboðsmaður Íslands áritar Va t n s s t í g 3 I 1 0 1 R e y k j a v í k I 5 5 2 0 9 9 0 w w w. m u n t h e p l u s s i m o n s e n . c o m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.