24 stundir - 09.02.2008, Blaðsíða 7

24 stundir - 09.02.2008, Blaðsíða 7
Heimsdagur á Vetrarhátíð Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og félagsmiðstöðinni Miðbergi, laugardaginn 9. febrúar, kl. 13.00 - 17.00. Á Heimsdeginum fá börn og unglingar tækifæri til að taka þátt í listmiðjum tengdum menningu framandi landa. Listsmiðjurnar eru opnar frá kl. 13.00 - 16.00. Lokadagskrá Heimsdagsins hefst kl. 16.00 í samkomusal Gerðubergs þar sem afrakstur listsmiðjanna er sýndur. Fjölbreyttar uppákomur á göngum Gerðubergs og Miðbergs; Móðurmálskór barna af erlendum uppruna, sýning á bardagalistinni Akido, kvennahópur frá Ghana sýnir þjóðdansa og konur frá Filipseyjum dansa bambusdans. Listsmiðjur: Maracas hristusmiðja Komið og búið til ykkar eigin maracas hristur eins og notaðar eru í suður-amerískri tónlist. Skosk danssmiðja Skosk fótafimi og hraður taktur. Líflegur dans sem öll fjölskyldan getur dansað saman. Lífræn kviksjá Upplifðu ævintýraheim ljóss og skugga. Risastór kviksjá gerir manneskjuna að lítilli ögn og ný form myndast þegar stigið er inn í kviksjána. Oki Haiku Dan fjöllistasmiðja Franski fjöllistahópurinn Oki Haiku Dan er þekktur fyrir að skapa magnaðan heim töfra með dansi, fimleikum og látbragði. Komdu og lærðu ótrúleg sirkusbrögð og brellur. Víkinga- og vopnasmiðja Búið til sverð og skjöld og lærið að skylmast að hætti alvöru víkinga. Origami smiðja Lærðu að búa til listaverk úr pappír eftir reglum japönsku pappírslistarinnar Origami. Japönsk leturgerð Lærðu að skrifa nafnið þitt með skrautlegum japönskum táknum. Salsa dans fyrir fjölskylduna Þessi taktfasti dans frá Suður-Ameríku heillar alla aldurshópa. Taktu sporið! Letursmiðja Sri Lanka-búa Lærðu að skrifa leturskrift Sri Lanka-búa og kynnstu litríkum menningarheimi. Skuggaleikhússmiðja Skuggaverur bregða á leik í bókasafninu í Gerðubergi kl. 13:30 í sýningunni „Sólarsögu”. Eftir sýninguna geta áhorfendur búið til sínar eigin skuggaverur. Hiphop danssmiðja Þessi vinsæli götudans þróaðist á götum New York á 8. og 9. áratugnum. Lærðu nokkur vel valin spor við takstfasta hiphop tónlistina. Töfrabragðasmiðja Töframaður leyfir gestum að kynnast leyndarmálum töfrabragðanna og kennir nokkur skemmtileg „trix”. „Allt í plati!” sýningin úr söguheimi Sigrúnar Eldjárn verður opin gestum á Heimsdeginum sem og ljósmyndasýningin „Hið breiða holt”. Andlitsmálning handa börnum og opin föndurstofa í tengslum við sýninguna „Allt í plati!”. Heimsdagurinn er samstarfsverkefni Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs, félagsmiðstöðvarinnar Miðbergs, Kramhússins, Alþjóðahússins, Borgarbókarsafns Reykjavíkur og Höfuðborgarstofu. Kynntu þér dagskrána á www.vetrarhatid.is Athugið, allir útiviðburðir eru háðir veðri Dagskráin í dag, 9. febrúar 11.00 - 14.00 Vísindasmiðja „Ljós og hreyfing”. sérstök vísindasmiðja fyrir börn á öllum aldri þar sem unnið er með ljós og fjölbreytilegan efnivið til byggingar. Skoðað er hvernig hægt er að nota ljós til að gefa byggingum annað líf, hvernig sumt efni hleypir ljósi í gegnum sig og annað. Ráðhús Reykjavíkur v/Vonarstræti. 12:00 - 15:00 Sögu vil ég segja stutta - Hugljómun. Reykjavíkursögur - Frístundir í borginni. Gestir og gangandi rifja upp eftirminnilega listviðburði í Reykjavík. Upptökur á vegum Miðstöðvar munnlegrar sögu. Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg. 12:00 - 17:00 Hönnuður dagsins. Fjóla María Ágústsdóttir töskuhönnuður. Sigurður Flosason leikur fyrir gesti. Kraum, Aðalstræti 10. 12:00 - 06:00 Tangómaraþon - Tangó fyrir alla. Maraþonið hefst á hádegi á laugardag og verður dansað fram á sunnudagsmorgun í Iðnó. Auk þess er boðið uppá fjölbreytta dagskrá sem hentar öllum; kennsla fyrir byrjendur og lengra komna, tangó leikþáttur, og ýmis tónlistaratriði. Iðnó, Vonarstræti 3. 13:00 - 17:00 START ART. Hrafnhildur Inga Sigurðuardóttir sýnir landslagsmálverk sem vísa öll til veðurfarsins á landinu í haust og vetur. START ART, Laugavegi 12b. 13:00 - 16:00 Opið hús í Þjóðleikhúsinu. Kynnist Þjóðleikhúsinu yst sem innst. Uppákomur af öllu tagi s.s. ljóðalestur, tónlist og kynningar af ýmsu tagi. Heitt kakó á könnunni. Þjóðleikhúsið, Hverfisgötu 19. 13:00 - 15:00 Vetrarhjólreiðar, tómstundir og sterkasti maður Íslands. Perlan, Öskjuhlíð. 13:30 Gott kvöld. Sprellfjörug barnasýning með brúðum og söngvum. í Kúlunni - sviði unga fólksins á Lindargötu 7. 13.30 - 17.30 Skammdegissöngur á Vetrarhátíð. Opið hús og samfelld dagskrá, samsöngur og röð einsöngstónleika. Veitingar á boðstólnum. Snorrabúð - Tónleikasalur Söngskólans í Reykjavík, v. Snorrabraut. 14:00 - 18:00 Stompnámskeið fyrir foreldra og börn í safnaðarheimili Laugarneskirkju. 15:00 - 17:00 Hátíðardagskrá Eldriborgara í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. 15:00 Barnatónleikar með lúðrasveit verkalýðsins. Lúðrasveit verkalýðsins heldur sína árlegu barnatónleika. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús. 15:00 Smásögur. Sara Vilbergsdóttir opnar sýninguna Smásögur í Hliðarsal Gallerís Foldar, Rauðarárstíg 14-16. 16:00 - 18:00 Opið hús, spil og söngur í félagsmiðstöðinni Hvassaleiti 56. 17:30 Esjuljósaganga. Lagt verður af stað á Esjuna við sólsetur og gengið inn í myrkrið. Rútuferðir verða frá malarbílastæði við Háskóla Íslands og Orkuveituhúsinu kl. 17:30, gangan hefst kl. 18:00. Nánari upplýsingar um gönguna má finna á www.toppfarar.is. 17:30 - 24:00 Myndbandsverk í glugga á þriðju hæð. Gatnamót Bergstaðastrætis og Baldursgötu. 20:00 - 22:00 Kvöldvaka í Laugarneskirkju sem lýkur með tónleikum með Svavari Knúti trúbador. Laugarneskirkja. 21:00 Lokatónleikar Vetrarhátíðar – Iva Nova. Ein áhugaverðasta hljómsveit Rússa í langan tíma, stelpnahljómsveitin Iva Nova lýkur Vetrarhátíð með glæsilegum tónleikum á Nasa við Austurvöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.