24 stundir - 09.02.2008, Blaðsíða 49

24 stundir - 09.02.2008, Blaðsíða 49
24stundir LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 49 Elísabet Alba mælir með Fonseca Bin 27. Heitt í nefi með plómur, fíkjur og döðlur sem helstu einkenni. Sætt í munni, þó ekki væmið, ásamt sólberja-, rúsínu- og sultutónum. Langt þægilegt eftirbragð með hrásykri í lokin. Land: Portúgal. Hérað: Douro. Skemmtilegt ís-parfite er auðvelt að laga og getur gefið nýja vídd í eft- irréttina með blönduðum ávöxtum Hráefni: 150 g eggjarauður 20 g hunang 200 g Ivori, hvítt súkkulaði 450 g rjómi 250 g síróp (110 g vatn og 140 g sykur) leyst upp Aðferð: Þeytið eggin yfir vatnsbaði, setjið svo í hrærivélarskál og þeytið þar til eggin eru köld. Bætið þá bræddu hvítu súkkulaði og þeyttum rjóma (passið að súkkulaði sé um 40°C eins og góður heitur pottur svo kaldur rjóminn láti ekki súkku- laðið stífna of snemma). Setjið í form, flott er að setja nokkra liti af lituðum sorbet eða jarðarberjaís með, svo marmara áferð fáist á ísinn Framreiðið með jarðarberjasafa, jarðarberjum og melónum. Jarðarberjasafi Hráefni: (Jarðarber í dós)  1 askja fersk jarðarber 100 g sykur Aðferð: Sigtið berin úr dósinni eða látið fersk jarðarber í örbylgjuofn í tvær mínútur með ögn af sykri. Þá kem- ur tær safi sem er lostæti, fram- reiðið með ísnum. Vatnsmelónur og fersk jarðarber til skrauts. EFTIRRÉTTUR Súkkulaði-parfite með blönduðum ávöxtum Margir hafa lent í því að lamba- lundirnar, sem eru einn besti vöðv- inn á hryggnum, vilja verða ofeld- aðar og þurrar þegar hryggurinn er tilbúinn. Séu þær hins vegar teknar af og notaðar til fyllingar ásamt apríkósum, furuhnetum og cumin- kryddi, þá er allur hryggurinn tilbú- inn á sama tíma og kjötið safaríkt eftir því. En hægt er að úrbeina hrygginn og vefja hann inn í parmaskinku eins og hér er gert eða skera meðfram beinunum og stinga fyllingunni undir hryggvöðvann og gera hrygginn heilan, þá þarf meiri eldunartíma en hér. En ef mikið á að leggja í réttinn er hægt að hæg- elda lambaöxl sem gerir réttinn ný- tískulegan og framandi (en það er ekki nauðsynlegt). Hráefni: 1 stk. lambahryggur nokkrar sneiðar, þunnt skorin parmaskinka 10 stk. apríkósur 50 g furuhnetur 3 g cumin salt og pipar Aðferð: Skerið meðfram beininu ofan frá, fjarlægið filet ofan frá og lundirnar neðan af hryggnum, fyllið með apríkósum, og furuhnetum. Vefjið í parmaskinku, kryddið með salti, pipar og cumin-kryddi. Bakið í ofni við 220°C í 6 mínútur og lækkið svo niður í 150°C í um 3-5 mínútur (getur verið breytilegt eftir ofnum) eða þar til kjarnhiti nær 62°C. Hægelduð lambaöxl Hráefni: 1 stk. fremsti hlutinn af framparti blandaður grænmetisafskurður salt og pipar Aðferð: Lambaöxlin er vafin þétt inn í plastfilmu með grænmetisafskurði ásamt kryddi að eigin vali og elduð í potti í minnst 6-8 tíma. Allt kjöt er rifið af beinunum og kryddað með salti og pipar og Nam Prik- apríkósudressingu. Nam Prik-apríkósudressing Þessi dressing er tilvalin á eldað kjöt því vatnið fer inn í kjötið og skilur eftir ferskt bragð og er því alveg fitulaus. Hráefni: 50 ml sykursíróp (50 ml vatn og 30 g sykur) safi og börkur af 1 límónu 1 rif, fínt saxaður hvítlaukur 4 stk. apríkósur ½ kjarnhreinsaður chili-pipar salt og pipar ferskt kóríander (má sleppa) nokkrar furuhnetur Aðferð: Rífið hvítlauk og börkinn af límónu með fínu rifjárni. Blandið í sykur- sírópið ásamt límónusafa og fínt söxuðum kjarnhreinsuðum chili- pipar, furuhnetum og apríkósum. Framreiðið með lambaöxlinni. Meðlæti Rjómasoðið sumargrænmeti eins og aspas, spínat og sveppir. Sósa og kartöflur að eigin vali. AÐALRÉTTUR Lambahryggsrúlla vafin í parma- skinku með framandi lambaöxl Elísabet Alba mælir með San Michele – Eppan Pinot Nero St. Valentin 2003. Aðlaðandi angan af pipar, ristuðum hnetum, mokka og svörtum skógarberjum. Hindber og brómber eru áberandi í munni, þroskuð tannín og fínleg sýra. Þægilegur hiti fylgir löngum rjómakenndum endi. Þrúga: Pinot Nero Land: Ítalía Hérað: Alto Adige Saltfiskur er eitt okkar besta hrá- efni og gaman er að elda á suð- rænan hátt á köldum vetrar- kvöldum. Hráefni: 300 g saltfiskur 100 ml ólífuolía 1 sítróna, 1 hvítlauksrif (1matarlímsblað) Aðferð: Marinerið í ólífuolíunni og sí- trónusafanum og eldið í olíunni við vægan hita í ofni við 100°C þar til hann dettur í sundur ef hann er meðhöndlaður með hörku. Hægt er að raða lagskipt í form og framreiða kalt (þá er uppleystu matarlími blandað við) Tómatsulta Hráefni: 1fínt saxaður skarlottulaukur 1 hvítlauksrif 5 kjarna og hýðishreinsaðir plómutómatar 1msk. tómat-puré 2 msk. ólífuolía sjávarsalt smá flórsykur Aðferð: Allt sett í pott og eldað í potti í 2 mín. og svo sigtað, því næst þurrkað í ofni við 100°C í eina klukkustund með smá flórsykri. Saltfiskstappa Hráefni: 300 g saltfisksafskurður 500 ml mjólk hálft hvítlauksrif ein grein garðablóðberg eitt lárviðarlauf 100 ml jómfrúarolía 50 ml rjómi 10 stk. saxað kóríander. Aðferð: Saltfiskurinn er soðinn í mjólk- inni og tekinn og sigtaður og hrærður með ólífuolíu og rjóma (hægt að setja í hrærivél til að auðvelda lífið). Kryddað með svörtum pipar og kóríander. FORRÉTTUR Hægeldaður saltfiskur Árvakur/Golli Elísabet Alba Valdimarsdóttir vínþjónn mælir með Yalumba Maw- sońs Wrattonbully Cabernet Sauvignon 2004. Rósapipar og stein- efni í nefi ásamt hindberjum og svörtum kirsuberjum. Létt í munni með plómum, kirsuberjaböku og kryddjurtum. Heit, silki- mjúk tannín með meðallöngum ávaxtaríkum endi. Þrúga: Caber- net Sauvignon Land: Ástralía. Hérað: South Australia – Barossa. Leður sófasett Hornsófasett Sófasett með skemli Tungusófar Tungu hornsófar Stakir sófar Borðstofuborð og stólar Skenkar Sófaborð Eldhúsborð Rúmgaflar Leðursófasett áður 239,000 Nú 119,900 Hornsófar tau áður 198,000 Nú 103,000 Hornsófar leður áður 249,000 Nú 149,000 Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510 HÚ SG AG NA - L AG ER SA LA HÚSGAGNALAGERSALA VERÐDÆMI Opnunartími mán-fös 9.00-18.00 lau 11.00-16.00 ALLTAF FRÁBÆRT VERÐ! www.airfree.com • www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Airfree lofthreinsitækið • Byggir á nýrri tækni sem eyðir ryki, frjókornum og gæludýraflösu • Eyðir ólykt, bakteríum, vírusum, myglu og öðrum örverum • Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt – tilvalið í svefnherbergið og á skrifstofuna Betra loft betri líðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.