24 stundir - 09.02.2008, Blaðsíða 11

24 stundir - 09.02.2008, Blaðsíða 11
24stundir LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 11 HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Das Auto.Akranesi - Akureyri - Ísafirði - Reyðarfirði - Reykjanesbæ - Selfossi. Frumsýning á Volkswagen Tiguan teygir sig allan hringinn kringum landið um helgina. Opið laugardag kl. 10–16 og sunnudag kl. 12–16. Komdu til umboðsmanna HEKLU um land allt og skoðaðu sportjeppann sem breytir öllu. Tiguan. Hann breytir líka öllu um land allt. Lögreglumenn frá Scotland Yard í Bretlandi eru sannfærðir um að Benazir Bhutto hafi látist af völd- um sjálfsmorðssprengju þann 27. desember síðastliðinn en ekki af skothríð tilræðismanns. Bresku rannsóknarlögreglumennirnir munu hafa komist að þeirri nið- urstöðu að Bhutto hafi látist vegna meiðsla sem hún hlaut er höfuð hennar slóst upp í bílinn, sem henni var ekið í, vegna þrýst- ings sem varð þegar sjálfsmorðs- sprengjan sprakk. Kenningar bresku lögreglunnar styðja þar með yfirlýsingar stjórnvalda Pakistans um at- burðarásina. Scotland Yard Bhutto lést ekki af völdum skots Björgunarmenn í Castalian Springs í Tennessee í Bandaríkjun- um voru eiginlega búnir að gefa upp alla von um að finna Kyson Stowell, sem er 11 mánaða, á lífi eftir hamfarirnar þar nú í vikunni. Þegar björgunarsveitarmennirn- ir komu auga á Kyson eftir margra klukkustunda leit líktist hann lítilli dúkku, að því er einn þeirra greindi frá í viðtali við AP-frétta- stofuna. Nú telja björgunarsveitarmenn- irnir að Kyson hafi lyfst upp frá jörðinni og þeyst með skýstrókn- um um 100 metra. „Hann lá alveg kyrr. Svo tók hann andköf og fór að gráta,“ segir David Harmon björgunarsveitar- maður. Móðir Kysons litla lét hins vegar lífið í náttúruhamförunum. Lík móðurinnar, sem var 23 ára, fannst nálægt pósthúsi í bænum Castalian Springs. Unnusti hennar telur að hún hafi reynt að vernda barnið sitt og fórnað lífi sínu fyrir litla dreng- inn. Kyson er nú kallaður litla kraftaverkabarnið. Náttúruhamfarirnar í suður- hluta Bandaríkjanna í vikunni eru þær verstu í 20 ár. Skýstrókar skildu eftir sig slóð eyðileggingar þar sem á sjötta tug létu lífið. Hús hrundu og bílar fuku langar leiðir. Í Mississippi fauk hús ofan af konu sem var nýfarin á fætur þar sem hún hélt að eldur hefði komið upp. „Allt í einu var húsið horfið,“ sagði konan í viðtali við CNN- sjónvarpsstöðina. Skýstrókur í Jackson eyðilagði tvo stúdenta- garða. Nemendur lokuðust inni og var þeirra leitað með sporhundum. Nær 90 manns slösuðust, þar af þrír alvarlega. „Þetta er eins og á vígvelli. Bílar og vöruflutningabílar hafa kastast langar leiðir um svæðið,“ sagði rektorinn David Dockery. George Bush Bandaríkjaforseti sagði þjóðina biðja fyrir fórnar- lömbum náttúruhamfaranna og hét stuðningi ríkisins. ingibjorg@24stundir.is 11 mánaða snáði tókst á loft með skýstrók í Tennessee Á lífi eftir um 100 metra flug AFPEyðilegging Gríðarlegt tjón varð af völdum náttúruhamfaranna. Natascha Kampusch, sem fyrir einu og hálfu ári slapp frá mann- inum sem hélt henni fanginni í kjallara í Vín í átta ár, íhugar nú hvort hún eigi að höfða mál gegn austurríska ríkinu. Innanríkisráðuneytið liggur und- ir grun um að hafa ekki árið 2006 látið kanna möguleg mistök við rannsóknina á hvarfi Natöschu árið 1998. Samkvæmt gögnum austurrísku lögreglunnar fékk lögreglan þegar 10 dögum eftir ránið á stúlkunni vísbendingu um mannræningjann. Þótt hann hefði ekki haft neina fjarvist- arsönnun rannsakaði lögreglan ekki málið. Lögmaður Natöschu segir að mál verði höfðað komi í ljós að hægt hefði verið að frelsa stúlkuna strax. Natascha Kampusch Íhugar að höfða mál gegn ríkinu Búist er við að Kosovo-héraðið, þar sem Albanir eru í meirihluta, lýsi yfir sjálfstæði þann 17. febr- úar næstkomandi. „Serbneska stjórnin hefur fengið margar marktækar vísbendingar um að stjórnandi Kosovo, Hashim Tchaci, lýsi ólöglega yfir einhliða sjálfstæði Kosovo þann 17. febr- úar,“ sagði serbneski ráðherrann Slobodan Smardzic í gær. Tchaci gerir ráð fyrir að um 100 lönd, þar með flest Evrópusam- bandslöndin, viðurkenni strax sjálfstæði Kosovo. „Þetta er ákveðið. Allir vita það. Engin yfirvöld í Belgrad geta komið í veg fyrir það þessa já- kvæðu þróun,“ sagði Tchaci með- al annars. Sjálfstæði Kosovo Yfirlýsingar brátt að vænta Fjórir milljarðar evra, eða tæp- lega 400 milljarðar íslenskra króna, hafa farið í framkvæmdir sem framkvæmdastjórar Evrópusam- bandsins geta ekki gert grein fyrir. Þetta þýðir að eftirlitsnefnd með fjárlögum sambandsins mun ekki samþykkja reikningana, að því er greint er frá á fréttavef Fyens Stiftstidende í Danmörku. „Ég get ekki notað orðið svindl því ef til vill hafa verið byggðar brýr og gerðar hafnir fyrir peningana. En við vitum það ekki því það eru ekki til nein gögn um það,“ segir Dan J¢rgensen sem er formaður eftirlitsnefndarinnar. Viðurkenni Evrópuþingið ekki reikningana er mögulegt að öll framkvæmdastjórnin þurfi að víkja. Slíkt gerðist árið 1999 vegna ásakana um spillingu. J¢rgensen útilokar ekki að það endurtaki sig en hann telur mjög líklegt að þeir sem beri ábyrgð verði látnir víkja en það munu vera Danuta Hübner frá Póllandi og Vladimir Spidla frá Póllandi. „Ég vona hins vegar að við fáum fullnægjandi skýringu á því í hvað milljarðarnir hafa verið notaðir,“ segir Dan J¢rgensen. Formaður eftirlitsnefndarinnar er undir auknum þrýstingi frá að- ilum innan Evrópusambandsins sem finnst hann vera of harður, að því er segir á fréttavefnum. ibs Nýtt hneykslismál í uppsiglingu innan ESB Gögn vantar um hundruð milljarða Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir að nýtt vopnakapphlaup sé hafið í heiminum. Forsetinn vill ekki að Rússland taki þátt í kapp- hlaupinu og segir Vesturlönd ekki hafa tekið áhyggjur Rúss- lands til greina. Hann gagnrýnir bæði Nató og Bandaríkin fyrir aukin hernaðar- umsvif við landamæri Rússlands. Í ræðu í Kreml í gær lagði Pútín Rússlandsforseti áherslu á að fjárfestingar erlendis, hækkuð laun og sigurinn yfir uppreisn- armönnum í Tjétséníu væru sér að þakka, að því er erlendir fjöl- miðlar greindu frá. Pútín sagði jafnframt enn mikið ógert. Pútín Rússlandsforseti Vopnakapp- hlaup hafið Staða manna meðal starfsfélag- anna á kránni hefur áhrif á stöðu þeirra í vinnunni. En þótt föstu- dagsbjórinn auki framamögu- leikana getur hann einnig úti- lokað menn frá vinnufélögunum, að því er kom fram á ráðstefnu um faldar ógnanir í atvinnulífinu í Bergen í Noregi. Þeir sem ekki geta farið með á krána að lokinni vinnu á föstu- dögum vegna þess að þeir þurfa að sækja börn úr daggæslu eiga á hættu að missa af næstu stöðu- hækkun. Þess vegna getur föstu- dagsbjórinn leitt til slæms and- rúmslofts á vinnustaðnum, að því er einn fyrirlesaranna hélt fram. Föstudagsbjórinn Eykur mögu- leikana á frama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.