24 stundir


24 stundir - 09.02.2008, Qupperneq 16

24 stundir - 09.02.2008, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 24stundir Drangajökull Óvænt samband á Ströndum Gríptu augnablikið og lifðu núna Flugmaður einn heldur því blákalt fram að hann hafi náð sambandi með GSM síma þar sem hann var staddur í Gjögri. Þykir mönnum það með ólíkindum, enda ekki vanir slíkum munaði á þessum slóðum. Er skýringanna helst að leita í því að maðurinn var með síma frá Vodafone. – Sönn saga frá 1414. Með tilkomu langdræga GSM kerfisins býður Vodafone nú stærsta þjónustusvæðið á Íslandi. Skiptu yfir til Vodafone, án þess að skipta um símanúmer, með einu símtali í 1414 – strax í dag. F í t o n / S Í A 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur fengið dágóða umfjöllun í fjölmiðlum vegna þess sérstæða baráttumáls síns að brýnt sé að finna annað orð í stað hins hefðbundna orðs „ráðherra“ yfir konur sem sinna því starfi. Það fór fremur lítið fyrir Steinunni Valdísi á þingi þar til hún fékk þessa dæmigerðu dægurhugmynd sem hefur skilað þingmanninum því sem hann eflaust hefur óskað sér, sem er umfjöllun í fjölmiðlum ásamt mynd og viðtölum. Það mætti ætla að stjórnarandstæðingur í uppgjöf vegna síns lítt eft- irsótta hlutskiptis gæti fengið þessa hugmynd. Þetta er einmitt „hvað get ég látið mér detta í hug til að komast í fjölmiðla“-hugmynd. En þarna er stjórnarþingmaður á ferðinni og það hvarflar óneitanlega að manni að honum leiðist í fremur tíðindalitlu ríkisstjórnarsamstarfi og þrái að eftir sér sé tekið. Fjölmiðlar skýra síðan frá hugmyndinni eins og hverju öðru skemmtiefni, enda virðist hún ekki vera neitt annað. Þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir varð borgarstjóri - borgarstýra? - fyrir slembilukku gerði hún sitt til að leiðrétta hlut láglaunakvenna. Það væri óskandi að hún héldi áfram þeirri baráttu. Baráttu sem stjórn- málamenn virðast ekki nenna að sinna. Í stað þess er innlegg Steinunnar Valdísar í jafnréttisbaráttuna það að tönglast á því að orðið ráðherra geti ekki átt við konur og að hentugt orð þurfi að finna í staðinn. Það er ákveðin hneigð í íslensku samfélagi í þá átt að dauðhreinsa tungumálið; þá er litið svo á að orð verði að hafa hárrétta merkingu því annars geti notkun þeirra lætt inn í huga lesandans ýmsum ranghug- myndum. Samkvæmt þessu getur kona ekki sagt: „Ég er minn eigin herra“ heldur verður hún að segja: „Ég er mín eigin frú.“ „Þetta er herramannsmatur“ er þá varla heldur setning sem vel upplýst fólk getur látið út úr sér og orðið „herragarð- ur“ er greinilegt afkvæmi hins karllæga yfirstéttar- þjóðfélags fyrri tíma og ber samstundis að strika það út úr bókum. Og hugurinn tekur að reika. „Þarna sýndirðu af þér barnaskap,“ segir fullorðið fólk stundum hvert við annað fullt vandlætingar. „Barnaskapur“, hvers lags orð er það nú eiginlega! Hlaðið neikvæðum viðhorf- um til æsku landsins. Já, það er sannarlega af nógu að taka þegar hreinsa á til í tungumálinu. Steinunn Val- dís mun því hafa nóg að gera næstu misseri því varla lætur hún staðar nema við þetta eina orð „herra“. Enginn herra SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Hvar er nú kraftur Svandísar og sexmenninganna Sjálfstæð- isflokksins? Það er engu líkara en stungið hafi verið prjóni í blöðru þegar hlustað er á Svandísi, nú síð- ast í Kastljósi. Þvílík flatneskja sem borgarbúum og öðrum lands- mönnum er boð- ið upp á með skýrslu stýrihópsins sem er al- gjörlega óásættanleg. Kjósendur sem jafnframt eru eigendur þess- ara fyrirtækja eiga skýlausan rétt á betri vinnubrögðum en þess- um. Í Kastljósi var VÞV hreint aumkunarverður, gat engu svarað og stóð hvað eftir annað á gati. Sveinn Ingi Lýðsson sveinni.blog.is BLOGGARINN Prjónn í blöðru Nú er rétta tækifærið til að af- nema fáránleg viðmið lána Íbúðalánasjóðs við brunabóta- mat. Íbúðamark- aðurinn er ger- samlega frosinn í augnablikinu og þarf reyndar að fá smá púst svo ekki fari illa. Ég treysti því að Jóhanna Sigurðardóttir breyti reglugerð vegna þessa nú þegar. Slík aðgerð yrði ungu fólki og fólki í lægstu tekjuhópunum mjög dýrmæt. Stjórnvöld hafa undanfarin ár ekki viljað að útlán Íbúðalána- sjóðs taki mið af markaðsverði og því ríghaldið í viðmið við bruna- bótamat … Hlynur Magnússon hallurmagg.blog.is Rétti tíminn Það er ljóst að fólk vill að þeir axli ábyrgð sem báru ábyrgð á REI-klúðrinu. Það er ósköp eðli- legt. Spurningin er bara hvernig. Gamli góði Villi vill ekki segja af sér, honum finnst nóg að biðja bara afsökunar á öllu saman og setjast svo aftur í sama stólinn. Hann veit sem er að það verður ekki kosið aftur fyrr en eftir rúm 2 ár og treystir á lélegt minni kjós- enda. Samflokksmenn Villa eru miður sín yfir því að karlinn ætl- ar að sitja áfram því hann dregur þau öll niður með sér. Hins vegar er staðan erfið því ef Villi fer stefnir allt í harða baráttu … Dofri Hermannsson dofri.blog.is Að axla ábyrgð Stýrihópur Svandísar Svav- arsdóttur um REI vill að stjórn- málamenn dragi mikilsverðan lærdóm af REI-málinu og að sá lærdómur nái til sambærilegra fyrirtækja í eigu hins opinbera, sveitarfélaga og ríkisins. Forsæt- isnefnd Alþingis hefur nú ákveðið að Alþingi eigi að gefa gott fordæmi með því að loka reykherbergi lög- gjafarsamkomunnar. REI-ruglið og reykruglið eru skólabókardæmi um að stjórnmálamenn telja sig lúta einhverjum öðrum lögum og lögmálum en almenn- ingur. Reykruglið á börum borgarinnar hefði líklega aldrei orðið að jafnstóru máli ef kráareigendur hefðu ekki getað bent á reykingarnar á Alþingi máli sínu til stuðnings. Að segja satt Loksins seint og um síðir ákveður forsætisnefnd Al- þingis að „sýna gott fordæmi“. Djúpt var á þeirri ákvörðun og ekki nokkur leið að segja að stjórn- málamennirnir hafi sýnt þetta góða fordæmi ótil- kvaddir. Miklu frekar lítur út fyrir að þeir hafi látið undan þrýstingi eftir langa mæðu. Stýrihópur um REI tók á ýmsum hlutum sem hon- um finnst nú eftir á að ekki eigi að ákveða í reykfyllt- um bakherbergjum. En hópurinn tók ekki á því sem stjórnmálamenn ættu að vera búnir að læra fyrir löngu án þess að skrifaðar séu þverpólitískar skýrslur, að þeir eigi að vera heiðarlegir og segja satt. Flestir frétta af því strax í barnæsku að menn eigi að segja satt og það á ekki að þurfa neinar REI-skýrslur til að læra það. Hvers konar ábyrgð? „REI-skýrslan fór mildum höndum um Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson,“ fyrrverandi borgarstjóra. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þegar skýrslan kemur út er Vil- hjálmur Þ. borgarfulltrúi búinn að axla ábyrgð, að eig- in sögn með því að missa meirihlutann í Reykjavík. Svo geta menn spurt sig hvers konar ábyrgð var öxluð með því. Vilhjálmur missti einfaldlega meirihlutann. Það var Björn Ingi Hrafnsson sem sá til þess og sú meirihlutamyndun kom því ekkert við að neinn væri að axla ábyrgð. Þar var á ferðinni venjuleg pólitísk Vaða reyk og REI í lengstu lög SKÝRING Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@24stundir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.